Sara Björk: Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina Árni Jóhannsson skrifar 14. júlí 2022 19:44 Sara Björk dúndrar boltanum í leiknum við Ítali í dag Vísir/Vilhelm Gunnarsson Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var að vonum ekki ánægð með úrslit leiksins þó það sé jákvætt að liðið sé taplaust þegar hér er komið við sögu á EM í fótbolta. Sara hefur átt betri leiki í búning íslenska liðsins en var brött fyrir komandi verkefni þrátt fyrir 1-1 jafnteflið á móti Ítalíu. „Það sem er jákvætt er að við erum taplausar á mótinu en við hefðum viljað vinna báða leikina. Við áttum nokkur dauðafæri í dag til að klára leikinn en heilt yfir þá var þetta nokkuð jafn leikur. Á ákveðnum tímapunkti þá fannst mér við taka leikinn yfir og svo fannst mér Ítalía koma sterkar og taka yfir leikinn“, sagði Sara þegar hún var spurð um fyrstu viðbrögð og hélt svo áfram. „Við lágum djúpt á vellinum og þær voru hættulegar en sköpuðu ekki eins mörg dauðafæri og við til að klára leikinn. Við skoruðum snemma og fengum sjálfstraust. Ég á eftir að fara betur yfir þetta eins og liðið en þetta var ótrúlega kaflaskipt. Auðvitað svekkjandi. Við vonum að Frakkar vinni Belgíu í kvöld og svo verðum við bara að vinna Frakkland.“ Sara var þá spurð að því hvað íslenska liðið hefði þurft að gera betur í leik sínum „Þetta var svolítið stöngin út hjá okkur. Það skiptir máli að nýta þessi dauðafæri sem við fáum en svo verðum við að vera aðeins rólegri á boltann. Við erum með meiri tíma á boltanum en við höldum og við erum það góðar fótboltakonur að við getum haldið í boltann og haft tíma. Finna gagnstætt svæði, halda boltanum og láta þær þreytast. Við þurfum ekki alltaf að fara í langa bolta og fleiri hluti sem við þurfum að fara yfir.“ Miðjusvæðið náði ekki alltaf að tengja vörn og sókn í dag. Þá var erfitt að halda boltanum eins og Sara kom inn á og sendingar liðsins voru ekki góðar. Sara var spurð að því hvort þreyta hafi verið komin í liðið. „Það var auðvitað komin þreyta. Erfiður leikur en varamennirnir gerðu ótrúlega vel og komu ferskar inn og gefa leiknum rosalega mikið. Það hefði mátt tengja aðeins meira á milli varnar og miðju og skipta boltanum á milli kantanna. Við sóttum hinsvegar í löngu boltana eins og við eigum til en erum nógu góðar í fótbolta til að halda boltanum.“ Sara var tekin útaf á 77. mín. og virtist vita af því inn á vellinum og var spurð að því hvort hún hafi beðið um skiptinguna. „Nei ég vissi ekki af því. Steini ákveður skiptingarnar. Ég gerði mitt í dag og kláraði mig en eins og ég segi þá komu varamennirnir ferskir inn á og gerðu vel.“ Hvað það íslenska liðið að gera til að vinna Frakka á mánudaginn? „Við þurfum bara að eiga okkar besta dag. Við þurfum að eiga augnablikin þar sem við erum að klára færin okkar. Við þurfum að vera sterkar í föstum leikatriðum og nýta alla glugga sem hægt er að nýta. Eiga topp dag. Við ætlum að gera það. Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina, það er möguleiki.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
„Það sem er jákvætt er að við erum taplausar á mótinu en við hefðum viljað vinna báða leikina. Við áttum nokkur dauðafæri í dag til að klára leikinn en heilt yfir þá var þetta nokkuð jafn leikur. Á ákveðnum tímapunkti þá fannst mér við taka leikinn yfir og svo fannst mér Ítalía koma sterkar og taka yfir leikinn“, sagði Sara þegar hún var spurð um fyrstu viðbrögð og hélt svo áfram. „Við lágum djúpt á vellinum og þær voru hættulegar en sköpuðu ekki eins mörg dauðafæri og við til að klára leikinn. Við skoruðum snemma og fengum sjálfstraust. Ég á eftir að fara betur yfir þetta eins og liðið en þetta var ótrúlega kaflaskipt. Auðvitað svekkjandi. Við vonum að Frakkar vinni Belgíu í kvöld og svo verðum við bara að vinna Frakkland.“ Sara var þá spurð að því hvað íslenska liðið hefði þurft að gera betur í leik sínum „Þetta var svolítið stöngin út hjá okkur. Það skiptir máli að nýta þessi dauðafæri sem við fáum en svo verðum við að vera aðeins rólegri á boltann. Við erum með meiri tíma á boltanum en við höldum og við erum það góðar fótboltakonur að við getum haldið í boltann og haft tíma. Finna gagnstætt svæði, halda boltanum og láta þær þreytast. Við þurfum ekki alltaf að fara í langa bolta og fleiri hluti sem við þurfum að fara yfir.“ Miðjusvæðið náði ekki alltaf að tengja vörn og sókn í dag. Þá var erfitt að halda boltanum eins og Sara kom inn á og sendingar liðsins voru ekki góðar. Sara var spurð að því hvort þreyta hafi verið komin í liðið. „Það var auðvitað komin þreyta. Erfiður leikur en varamennirnir gerðu ótrúlega vel og komu ferskar inn og gefa leiknum rosalega mikið. Það hefði mátt tengja aðeins meira á milli varnar og miðju og skipta boltanum á milli kantanna. Við sóttum hinsvegar í löngu boltana eins og við eigum til en erum nógu góðar í fótbolta til að halda boltanum.“ Sara var tekin útaf á 77. mín. og virtist vita af því inn á vellinum og var spurð að því hvort hún hafi beðið um skiptinguna. „Nei ég vissi ekki af því. Steini ákveður skiptingarnar. Ég gerði mitt í dag og kláraði mig en eins og ég segi þá komu varamennirnir ferskir inn á og gerðu vel.“ Hvað það íslenska liðið að gera til að vinna Frakka á mánudaginn? „Við þurfum bara að eiga okkar besta dag. Við þurfum að eiga augnablikin þar sem við erum að klára færin okkar. Við þurfum að vera sterkar í föstum leikatriðum og nýta alla glugga sem hægt er að nýta. Eiga topp dag. Við ætlum að gera það. Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina, það er möguleiki.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20
Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti