Erlent

Ivana Trump er látin

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hjónin skildu árið 1992 eftir að hafa gengið í hjónaband árið 1977.
Hjónin skildu árið 1992 eftir að hafa gengið í hjónaband árið 1977. Getty/Dave Kotinsky

Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona Donald Trump, er látin, 73 ára að aldri. Með Donald eignaðist hún þrjú börn, þau Donald yngri, Ivanka og Eric.

Ivana og Donald giftu sig árið 1977 en skildu árið 1992 eftir að Donald hélt framhjá henni með Marla Maples. Samkvæmt tilkynningu frá Donald lést Ivana á heimili sínu og greinir TMZ frá því að banamein hennar hafi verið hjartaáfall.

Ivana er upprunalega frá Tékkóslóvakíu en flutti til Bandaríkjanna til að keppa í skíðagreinum og elta fyrirsætuferil.

Ivana ásamt börnum sínum.WireImage/Bobby Bank

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×