Fimmtán leikir eftir en strax búið að bæta áhorfendametið á EM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2022 12:00 Íslenska stuðninsmannasveitin hefur staðið sig með prýði. James Gill - Danehouse/Getty Images Evrópumótið sem nú fer fram á Englandi er nú þegar orðið fjölsóttasta EM kvenna frá upphafi, þrátt fyrir að enn séu fimmtán leikir eftir af mótinu. Árið 2017 mættu í heildina 240.055 áhorfendur á leikina á EM kvenna sem haldið var í Hollandi. Aldrei áður höfðu jafn margir mætt á EM kvenna, en mótið í ár er nú þegar búið að bæta það met, og það strax í riðlakeppninni. Það var leikur Frakklands og Belgíu sem kom metinu yfir línuna þegar 8.173 áhorfendur sáu Frakka tryggja sér sigur í D-riðli - og þar með sæti í átta liða úrslitum - með 2-1 sigri gegn Belgum. Heildarfjöldi áhorfenda á Evrópumótinu er því kominn upp í 248.075. Svo að lesendur þurfi ekki að taka upp reiknivélina má nefna að aðeins 153 áhorfendur vantaði á leik Íslands og Ítalíu til að jafna gamla metið frá 2017. Meðaláhorfendafjöldi á leikjum Evrópumótsins hingað til er 15.505 manns. Stefnir í metaflóð í áhorfendatölum Nú þegar hafa því þrjú áhorfendamet verið sett á mótinu. Opnunarleikur mótsins milli Englands og Austurríkis var sá fjölmennasti á EM kvenna frá upphafi þegar tæplega 70.000 manns sáu heimakonur vinna 1-0 sigur. Þá mættu rúmlega 21.000 áhorfendur á leik Hollands og Svíþjóðar þar sem liðin skildu jöfn 1-1, en aldrei hafa fleiri mætt á leik í riðlakeppni EM kvenna þar sem heimaliðið er ekki að spila. Nú hafa 16 leikir verið spilaðir á mótinu og enn eru 15 eftir. Mótið er því hálfnað og líklegt þykir að enn fleiri áhorfendamet verði slegin. Það verður til dæmis að teljast ansi líklegt að einhver met muni falla þegar úrslitaleikurinn fer fram þann 31. júlí, en hann verður leikinn á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga. Wembley tekur um 87.000 manns í sæti á fótboltaleik. EM 2022 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Árið 2017 mættu í heildina 240.055 áhorfendur á leikina á EM kvenna sem haldið var í Hollandi. Aldrei áður höfðu jafn margir mætt á EM kvenna, en mótið í ár er nú þegar búið að bæta það met, og það strax í riðlakeppninni. Það var leikur Frakklands og Belgíu sem kom metinu yfir línuna þegar 8.173 áhorfendur sáu Frakka tryggja sér sigur í D-riðli - og þar með sæti í átta liða úrslitum - með 2-1 sigri gegn Belgum. Heildarfjöldi áhorfenda á Evrópumótinu er því kominn upp í 248.075. Svo að lesendur þurfi ekki að taka upp reiknivélina má nefna að aðeins 153 áhorfendur vantaði á leik Íslands og Ítalíu til að jafna gamla metið frá 2017. Meðaláhorfendafjöldi á leikjum Evrópumótsins hingað til er 15.505 manns. Stefnir í metaflóð í áhorfendatölum Nú þegar hafa því þrjú áhorfendamet verið sett á mótinu. Opnunarleikur mótsins milli Englands og Austurríkis var sá fjölmennasti á EM kvenna frá upphafi þegar tæplega 70.000 manns sáu heimakonur vinna 1-0 sigur. Þá mættu rúmlega 21.000 áhorfendur á leik Hollands og Svíþjóðar þar sem liðin skildu jöfn 1-1, en aldrei hafa fleiri mætt á leik í riðlakeppni EM kvenna þar sem heimaliðið er ekki að spila. Nú hafa 16 leikir verið spilaðir á mótinu og enn eru 15 eftir. Mótið er því hálfnað og líklegt þykir að enn fleiri áhorfendamet verði slegin. Það verður til dæmis að teljast ansi líklegt að einhver met muni falla þegar úrslitaleikurinn fer fram þann 31. júlí, en hann verður leikinn á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga. Wembley tekur um 87.000 manns í sæti á fótboltaleik.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira