Sveitarstjórastöður séu eyrnamerktar „flokksgæðingum“ og „fjóskörlum allra saurbæja landsins“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2022 08:27 Glúmur segir fólk ekki eiga séns á Íslandi nema það sé með rétt flokksskírteini. Rúv Glúmur Baldvinsson segist hafa verið að gera að gamni sínu að stuða Framsóknarmenn þegar hann sótti um í hinar ellefu lausu sveitarstjórastöður landsins. Hann hafi ekki átt von á að vera virtur viðlits en segir umhugsunarvert að fólk sem sæki um sé ekki einu sinni boðað í viðtal. Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor auglýstu ellefu sveitarfélag eftir nýjum sveitarstjóra með opinni auglýsingu og gat hver sem vildi sótt um. Þegar sveitarfélögin gáfu út hverjir hefðu sótt um vakti athygli að Glúmur Baldvinsson, stjórnmálamaður og fyrrverandi blaðamaður, birtist á öllum listum yfir umsækjendur. Glúmur var að vísu ekki sá einu sem sótti um fleiri en eina sveitarstjórastöðu, Karl Gauti Hjaltason, Miðflokksmaður og fyrrverandi sýslumaður, birtist einnig á nokkrum listanna. Glúmur hefur lítið viljað ræða við fjölmiðla um umsóknirnar en í fyrradag skrifaði hann hæðna færslu á Facebook um málið. Sótti um til að stuða Færslan hefst á því að Glúmur segist hafa gert að gamni sínu að „stuða Framsóknarmenn um allar sveitir landsins“ með því að sækja um allar sveitarstjórastöðurnar ellefu sem voru auglýstar. Hann segist hins vegar aldrei hafa átt von á að hreppa nokkurt starfanna. Ástæðan sé að sveitarstjórastörf séu „eyrnamerkt sviplitlum og nánast ómenntuðum flokksgæðingum og fjóskörlum allra saurbæja landsins.“ Þrátt fyrir það segir Glúmur það vera umhugsunarefni að „maður með þrjár háskólagráður og áratuga reynslu af stjórnunarstörfum um heim allan“ sé ekki einu sinni boðaður í viðtal vegna „hreppstjórastöðu í fimmtíu manna byggð þar sem hundrað þúsund rollur ráða ríkjum.“ Fólk eigi ekki séns nema það tilheyri rétta flokknum Blaðamaður hafði samband við Glúm til að spyrja hann út í færsluna, reynslu hans af umsóknarferlinu og skoðun hans á sveitarstjórnarkerfinu. Í svörum til blaðamanns sagði Glúmur færslu sína vera háð og ádeilu. Hann segir færsluna í fyrsta lagi ádeilu á „fáránlega há laun sveitarstjóra sem skaga upp í laun borgarstjóra stærstu borga heims“ og nefnir að síðasti bæjarstjóri Ísafjarðar hafi verið með jafnhá laun og borgarstjórinn í New York. Í öðru lagi sé hann að deila á ráðningarferlið af því allir viti að faglegt mat gildi ekki heldur séu „flokkshestar ráðnir“ og þá segir hann að þeim fjölgi „flokkshestunum sem sækja í svo vel launuð djobb í smábæjum.“ Þá segist hann alltaf hafa vitað að hann ætti ekki séns af því hann væri ekki með rétt flokksskírteini, sé sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og hafi gagnrýnt stjórnvöld opinberlega. Aðspurður hver viðbrögð sveitarfélaganna við umsóknum hans hafi verið segir Glúmur að þau hafi ekki verið nein. Hann hafi ekki verið boðaður í viðtal einu sinni. Að lokum lýsir hann umsóknum sínum sem eins konar rannsókn og telur sig hafa komast að niðurstöðu í henni: „Á Íslandi áttu ekki sjens sama hversu vel menntaður þú ert eða vel reyndur og sjóaður ef þú tilheyrir ekki rétta flokknum. En þetta vissum við öll fyrir fram.“ Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50 Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor auglýstu ellefu sveitarfélag eftir nýjum sveitarstjóra með opinni auglýsingu og gat hver sem vildi sótt um. Þegar sveitarfélögin gáfu út hverjir hefðu sótt um vakti athygli að Glúmur Baldvinsson, stjórnmálamaður og fyrrverandi blaðamaður, birtist á öllum listum yfir umsækjendur. Glúmur var að vísu ekki sá einu sem sótti um fleiri en eina sveitarstjórastöðu, Karl Gauti Hjaltason, Miðflokksmaður og fyrrverandi sýslumaður, birtist einnig á nokkrum listanna. Glúmur hefur lítið viljað ræða við fjölmiðla um umsóknirnar en í fyrradag skrifaði hann hæðna færslu á Facebook um málið. Sótti um til að stuða Færslan hefst á því að Glúmur segist hafa gert að gamni sínu að „stuða Framsóknarmenn um allar sveitir landsins“ með því að sækja um allar sveitarstjórastöðurnar ellefu sem voru auglýstar. Hann segist hins vegar aldrei hafa átt von á að hreppa nokkurt starfanna. Ástæðan sé að sveitarstjórastörf séu „eyrnamerkt sviplitlum og nánast ómenntuðum flokksgæðingum og fjóskörlum allra saurbæja landsins.“ Þrátt fyrir það segir Glúmur það vera umhugsunarefni að „maður með þrjár háskólagráður og áratuga reynslu af stjórnunarstörfum um heim allan“ sé ekki einu sinni boðaður í viðtal vegna „hreppstjórastöðu í fimmtíu manna byggð þar sem hundrað þúsund rollur ráða ríkjum.“ Fólk eigi ekki séns nema það tilheyri rétta flokknum Blaðamaður hafði samband við Glúm til að spyrja hann út í færsluna, reynslu hans af umsóknarferlinu og skoðun hans á sveitarstjórnarkerfinu. Í svörum til blaðamanns sagði Glúmur færslu sína vera háð og ádeilu. Hann segir færsluna í fyrsta lagi ádeilu á „fáránlega há laun sveitarstjóra sem skaga upp í laun borgarstjóra stærstu borga heims“ og nefnir að síðasti bæjarstjóri Ísafjarðar hafi verið með jafnhá laun og borgarstjórinn í New York. Í öðru lagi sé hann að deila á ráðningarferlið af því allir viti að faglegt mat gildi ekki heldur séu „flokkshestar ráðnir“ og þá segir hann að þeim fjölgi „flokkshestunum sem sækja í svo vel launuð djobb í smábæjum.“ Þá segist hann alltaf hafa vitað að hann ætti ekki séns af því hann væri ekki með rétt flokksskírteini, sé sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og hafi gagnrýnt stjórnvöld opinberlega. Aðspurður hver viðbrögð sveitarfélaganna við umsóknum hans hafi verið segir Glúmur að þau hafi ekki verið nein. Hann hafi ekki verið boðaður í viðtal einu sinni. Að lokum lýsir hann umsóknum sínum sem eins konar rannsókn og telur sig hafa komast að niðurstöðu í henni: „Á Íslandi áttu ekki sjens sama hversu vel menntaður þú ert eða vel reyndur og sjóaður ef þú tilheyrir ekki rétta flokknum. En þetta vissum við öll fyrir fram.“
Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50 Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50
Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01