Ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2022 13:01 Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir svekkja sig eftir að gott færi fór forgörðum. Vísir/Vilhelm Ísland er einum leik frá átta liða úrslitunum en slæmu fréttirnar eru kannski að sá leikur er á móti einu besta liði heims. Frakkar hafa unnið tvo fyrstu leiki sina og hafa að engu að keppa annað kvöld. Íslensku stelpurnar þurfa að ná eitthvað út úr leiknum og til að það þarf takist þarf bæði alvöru trú, mikla samvinnu og samheldni. Þjálfarar landsliðsins okkar á EM í Englandi leggja mikla áherslu á jákvæðnina og að glasið sé alltaf hálffullt. Þriðji og síðasti leikur liðsins í riðlinum er fram undan og nú reynir á mikinn andlegan styrk þegar margar eru með þreyttar fætur eftir átök síðustu tveggja leikja. Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari Þorsteins Halldórssonar, viðurkennir að það hafi verið þreyta í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum á móti Ítalíu. „Það er töluvert álag á leikmönnunum okkar og þær eru búnar að leggja sig gríðarlega fram. Við gerðum breytingar í Ítalíuleiknum sem lyftu okkur aftur af stað og kannski kom okkur í þá stöðu að búa til þessi færi í lokin. Þær bara klára sig og klára sín verkefni og svo taka aðrar við,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið hélt jöfnu þrátt fyrir stórsókn Ítala og fékk síðan færi til að taka sigurinn í lokin. „Til þess að vera í þeirri stöðu þarf liðið að vera inn í leiknum. Við þurfum að standast áhlaupin og hafa góðan og þéttan varnarleik til þess að vera lifandi í leikjunum. Við erum að spila á móti hörku þjóðum,“ sagði Ásmundur. „Við erum taplaus enn þá sem er bara frábært. Það er frábært að vera í þessari stöðu að vera þannig lagað í bílstjórasæti fyrir síðasta leik. Við erum að sjá þjóðar ofar en við á heimslista tapa og tapa jafnvel stórt. Þetta er ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti,“ sagði Ásmundur. Þrjár Norðurlandaþjóðir, Noregur, Danmörk og Finnlandi, eru allar úr leik á mótinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður íslenska liðsins á mikinn þátt í að íslenska liðið hefur náð í stig út úr báðum leikjum sínum til þessu. „Hún er búin að vera frábær. Ótrúlegur karakter, gefur okkur ótrúlega mikið. Hún veitir okkur frábært öryggi fyrir aftan línuna okkar. Þar sem kemst fram hjá varnarlínunni okkar það tekur hún flest,“ sagði Ásmundur. Íslensku stelpurnar verða að fá eitthvað út úr þessum Frakkaleik. „Við höfum gríðarlega mikla trú á því sem við erum að gera. Hvað okkar lið getur gert. Við sjáum alltaf glasið hálffullt heldur en hitt. Við sjáum möguleika, við erum í bílstjórasætinu og erum að fara að spila massífan leik á móti frábæru liði. Við ætlum bara að keyra á það,“ sagði Ásmundur og Frakkar eru með veikleika. „Það eru alltaf einhverjir veikleikar í öllum liðum og það er okkar að reyna að nýta okkur það og skapa stöður til að gera eitthvað að viti,“ sagði Ásmundur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Íslensku stelpurnar þurfa að ná eitthvað út úr leiknum og til að það þarf takist þarf bæði alvöru trú, mikla samvinnu og samheldni. Þjálfarar landsliðsins okkar á EM í Englandi leggja mikla áherslu á jákvæðnina og að glasið sé alltaf hálffullt. Þriðji og síðasti leikur liðsins í riðlinum er fram undan og nú reynir á mikinn andlegan styrk þegar margar eru með þreyttar fætur eftir átök síðustu tveggja leikja. Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari Þorsteins Halldórssonar, viðurkennir að það hafi verið þreyta í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum á móti Ítalíu. „Það er töluvert álag á leikmönnunum okkar og þær eru búnar að leggja sig gríðarlega fram. Við gerðum breytingar í Ítalíuleiknum sem lyftu okkur aftur af stað og kannski kom okkur í þá stöðu að búa til þessi færi í lokin. Þær bara klára sig og klára sín verkefni og svo taka aðrar við,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið hélt jöfnu þrátt fyrir stórsókn Ítala og fékk síðan færi til að taka sigurinn í lokin. „Til þess að vera í þeirri stöðu þarf liðið að vera inn í leiknum. Við þurfum að standast áhlaupin og hafa góðan og þéttan varnarleik til þess að vera lifandi í leikjunum. Við erum að spila á móti hörku þjóðum,“ sagði Ásmundur. „Við erum taplaus enn þá sem er bara frábært. Það er frábært að vera í þessari stöðu að vera þannig lagað í bílstjórasæti fyrir síðasta leik. Við erum að sjá þjóðar ofar en við á heimslista tapa og tapa jafnvel stórt. Þetta er ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti,“ sagði Ásmundur. Þrjár Norðurlandaþjóðir, Noregur, Danmörk og Finnlandi, eru allar úr leik á mótinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður íslenska liðsins á mikinn þátt í að íslenska liðið hefur náð í stig út úr báðum leikjum sínum til þessu. „Hún er búin að vera frábær. Ótrúlegur karakter, gefur okkur ótrúlega mikið. Hún veitir okkur frábært öryggi fyrir aftan línuna okkar. Þar sem kemst fram hjá varnarlínunni okkar það tekur hún flest,“ sagði Ásmundur. Íslensku stelpurnar verða að fá eitthvað út úr þessum Frakkaleik. „Við höfum gríðarlega mikla trú á því sem við erum að gera. Hvað okkar lið getur gert. Við sjáum alltaf glasið hálffullt heldur en hitt. Við sjáum möguleika, við erum í bílstjórasætinu og erum að fara að spila massífan leik á móti frábæru liði. Við ætlum bara að keyra á það,“ sagði Ásmundur og Frakkar eru með veikleika. „Það eru alltaf einhverjir veikleikar í öllum liðum og það er okkar að reyna að nýta okkur það og skapa stöður til að gera eitthvað að viti,“ sagði Ásmundur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti