Vill sjá borgarstjórn bregðast við: „Þeir losna ekkert við mig“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. júlí 2022 21:32 Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. Stöð 2 Ekkert aðgengi er fyrir fólk í hjólastól að Viðey þrátt fyrir ítrekuð áköll um úrbætur. Formaður MND félagsins segir það svíða að geta ekki komist allt eins og aðrir og krefst viðbragða frá borginni. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins á Íslandi, hefur lengi barist fyrir bættu aðgengi og áður gagnrýnt að borgin haldi og niðurgreiði viðburði sem eiga vera fyrir alla en eru í raun bara fyrir suma. Það á til að mynda við í Viðey og hefur hann nú sent borgarstjórn áskorun um úrbætur. „Þetta snýst um algjört metnaðarleysi borgarinnar í aðgengismálum að Viðey,“ segir Guðjón um málið. „Eiginlega síðan að ég settist í stólinn fyrir átján árum þá hefur mér sviðið að komast ekki allt eins og allir aðrir.“ Varðandi aðgengi við Skarfarbakka hafi borgin bent á Faxaflóhafnir sem hafi á móti bent á vandamál tengd flóði og gjöru og því ekkert breyst. Ýmislegt þurfi að laga til að gera hjólastólanotendum kleift að ferðast til Viðeyjar. Til að byrja með þarf að ganga niður brattan ramp og þegar niður er komið blasir annað vandamál við en þá þarf að fara upp tröppur til að komast um borð í ferjuna sjálfa. Guðjón bendir enn fremur á að ferjan hafi aldrei verið hugsuð sem slík og að nú þurfi að gera þetta almennilega. Ekkert aðgengi er fyrir hjólastóla við ferjuna. Þá vísar hann til þess að annars staðar sé ekki sama vandamál og bindur nú vonir við að ný borgarstjórn geti leyst vandann. „Þeir ætla að löggilda samning sameinuðu þjóðanna um rétt fatlaðra þannig að þetta hlýtur að koma inn í það,“ segir Guðjón. Mikil vinna hafi farið í að bæta aðgengismál, ekki síst í Reykjavík, en mikið sé þó eftir. „Þetta kemur smám saman en hér hreyfist ekkert,“ segir Guðjón um Viðey, en lofar því þó að halda áfram baráttu sinni sama hvað þarf. „Þeir losna ekkert við mig.“ Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Viðey Tengdar fréttir Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. 16. júlí 2022 18:55 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins á Íslandi, hefur lengi barist fyrir bættu aðgengi og áður gagnrýnt að borgin haldi og niðurgreiði viðburði sem eiga vera fyrir alla en eru í raun bara fyrir suma. Það á til að mynda við í Viðey og hefur hann nú sent borgarstjórn áskorun um úrbætur. „Þetta snýst um algjört metnaðarleysi borgarinnar í aðgengismálum að Viðey,“ segir Guðjón um málið. „Eiginlega síðan að ég settist í stólinn fyrir átján árum þá hefur mér sviðið að komast ekki allt eins og allir aðrir.“ Varðandi aðgengi við Skarfarbakka hafi borgin bent á Faxaflóhafnir sem hafi á móti bent á vandamál tengd flóði og gjöru og því ekkert breyst. Ýmislegt þurfi að laga til að gera hjólastólanotendum kleift að ferðast til Viðeyjar. Til að byrja með þarf að ganga niður brattan ramp og þegar niður er komið blasir annað vandamál við en þá þarf að fara upp tröppur til að komast um borð í ferjuna sjálfa. Guðjón bendir enn fremur á að ferjan hafi aldrei verið hugsuð sem slík og að nú þurfi að gera þetta almennilega. Ekkert aðgengi er fyrir hjólastóla við ferjuna. Þá vísar hann til þess að annars staðar sé ekki sama vandamál og bindur nú vonir við að ný borgarstjórn geti leyst vandann. „Þeir ætla að löggilda samning sameinuðu þjóðanna um rétt fatlaðra þannig að þetta hlýtur að koma inn í það,“ segir Guðjón. Mikil vinna hafi farið í að bæta aðgengismál, ekki síst í Reykjavík, en mikið sé þó eftir. „Þetta kemur smám saman en hér hreyfist ekkert,“ segir Guðjón um Viðey, en lofar því þó að halda áfram baráttu sinni sama hvað þarf. „Þeir losna ekkert við mig.“
Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Viðey Tengdar fréttir Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. 16. júlí 2022 18:55 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. 16. júlí 2022 18:55