Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 11:30 Magnea Harðardóttir með sínum nánustu á stuðningsmannasvæðinu en þetta eru þau Bára Bryndís Viggósdóttir, Viggó Magnússon, Magnea, Bára Þórðardóttir og Hörður Sveinsson. Vísir/Vilhelm Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins. „Þetta er geggjuð stemmning og frábært að sjá hvað það eru margir hérna,“ sagði Magnea Harðardóttir, móðir Glódísar Perlu. Hún sér mikinn mun á Evrópumótinu í Englandi í ár miðað við þau sem á undan hafa farið. Þriðja Evrópumótið þeirra „Þetta er þriðja mótið. Við fórum til Svíþjóðar 2013 og til Hollands 2017. Þetta er langstærsti fjöldinn hérna sýnist mér en svipuð stemmning eins og mér fannst vera í Svíþjóð. Það væri geggjað ef þær kæmust í átta liða úrslitin eins og þá,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.Vísir/Vilhelm Nú er Glódís Perla í risahlutverk í íslenska liðinu og hefur verið að spila frábærlega á þessu móti. „Já hún er komin í það núna. Þegar hún fór fyrst 2013 þá áttum alveg eins ekki von á því að hún myndi spila. Það var rosalega gaman að hún fékk það. Þetta er þriðja mótið hennar og hún komin í stærra hlutverk,“ sagði Magnea. Mjög einbeitt í sínum skrefum „Hún hefur verið mjög einbeitt í sínum skrefum,“ sagði Magnea um feril Glódísar sem hefur tekið jöfn skref allan sinn feril allt frá því að hún fór úr HK í Stjörnuna á Íslandi þar til að hún yfirgaf Rosengård og samdi við þýska stórliðið Bayern München. „Hún er að spila sína stöðu vel og ég tek bara stressið fyrir hana,“ sagði Magnea létt. En hvað er lykillinn að velgengi dótturinnar? „Hún sjálf. Hún er yfirveguð og tekur þetta ekki inn á sig. Hún er raunsæ í sínum markmiðum og hvernig hún metur hvern leik og annað. Hún er líka alltaf til í að bæta sig. Hún hefur tekið síns skref skynsamlega og á sínum eigin forsendum,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir í leiknum á móti Ítalíu.Vísir/Vilhelm Magnea segir að foreldrarnir séu dugleg að heimsækja Glódísi í atvinnumennskunni. „Við förum reyndar ótrúlega oft. Meira að segja í Covid þá tókst okkur að fara nokkrum sinnum á leiki og hitta hana. Við vorum bara alsæl með það tímabil,“ sagði Magnea en bætti við: „Þrátt fyrir að í dag þá er lítið mál að vera í sitt hvor landinu með Messinger, Teams og Facebook og allt þetta þá er það alltaf skemmtilegra að hittast í persónu “ sagði Magnea. Finnst það lýsa henni best Athygli hefur líka vakið að Glódís Perla er komin í smá mömmuhlutverk eftir hún og hin unga Karólína Lea Vilhjálmsdóttir urðu liðsfélagar hjá Bayern. „Mamma Gló. Mér finnst það lýsa henni best, henni og Kristófer, að koma þarna svona inn. Þetta er í fyrsta skiptið sem hún er í liði með öðrum Íslendingi. Dásamlegt að sjá hvernig þau ná öll saman,“ sagði Magnea. „Ég held að landliðshópinn sé alveg einstakur núna. Það er einstök stemmning, allar vinkonur og alltaf gaman hjá þeim. Ég trúi því að þær færi þeim góðan sigur. Það virðist ekki skipta neinu máli hver þeirra það er. Þær smella saman allar. Við vonum að það gangi jafnvel og í Svíþjóð. Við krossum fingur,“ sagði Magnea að lokum. Íslenska liðið mætir Frökkum í kvöld en með sigri þá tryggja íslensku stelpurnar sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
„Þetta er geggjuð stemmning og frábært að sjá hvað það eru margir hérna,“ sagði Magnea Harðardóttir, móðir Glódísar Perlu. Hún sér mikinn mun á Evrópumótinu í Englandi í ár miðað við þau sem á undan hafa farið. Þriðja Evrópumótið þeirra „Þetta er þriðja mótið. Við fórum til Svíþjóðar 2013 og til Hollands 2017. Þetta er langstærsti fjöldinn hérna sýnist mér en svipuð stemmning eins og mér fannst vera í Svíþjóð. Það væri geggjað ef þær kæmust í átta liða úrslitin eins og þá,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.Vísir/Vilhelm Nú er Glódís Perla í risahlutverk í íslenska liðinu og hefur verið að spila frábærlega á þessu móti. „Já hún er komin í það núna. Þegar hún fór fyrst 2013 þá áttum alveg eins ekki von á því að hún myndi spila. Það var rosalega gaman að hún fékk það. Þetta er þriðja mótið hennar og hún komin í stærra hlutverk,“ sagði Magnea. Mjög einbeitt í sínum skrefum „Hún hefur verið mjög einbeitt í sínum skrefum,“ sagði Magnea um feril Glódísar sem hefur tekið jöfn skref allan sinn feril allt frá því að hún fór úr HK í Stjörnuna á Íslandi þar til að hún yfirgaf Rosengård og samdi við þýska stórliðið Bayern München. „Hún er að spila sína stöðu vel og ég tek bara stressið fyrir hana,“ sagði Magnea létt. En hvað er lykillinn að velgengi dótturinnar? „Hún sjálf. Hún er yfirveguð og tekur þetta ekki inn á sig. Hún er raunsæ í sínum markmiðum og hvernig hún metur hvern leik og annað. Hún er líka alltaf til í að bæta sig. Hún hefur tekið síns skref skynsamlega og á sínum eigin forsendum,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir í leiknum á móti Ítalíu.Vísir/Vilhelm Magnea segir að foreldrarnir séu dugleg að heimsækja Glódísi í atvinnumennskunni. „Við förum reyndar ótrúlega oft. Meira að segja í Covid þá tókst okkur að fara nokkrum sinnum á leiki og hitta hana. Við vorum bara alsæl með það tímabil,“ sagði Magnea en bætti við: „Þrátt fyrir að í dag þá er lítið mál að vera í sitt hvor landinu með Messinger, Teams og Facebook og allt þetta þá er það alltaf skemmtilegra að hittast í persónu “ sagði Magnea. Finnst það lýsa henni best Athygli hefur líka vakið að Glódís Perla er komin í smá mömmuhlutverk eftir hún og hin unga Karólína Lea Vilhjálmsdóttir urðu liðsfélagar hjá Bayern. „Mamma Gló. Mér finnst það lýsa henni best, henni og Kristófer, að koma þarna svona inn. Þetta er í fyrsta skiptið sem hún er í liði með öðrum Íslendingi. Dásamlegt að sjá hvernig þau ná öll saman,“ sagði Magnea. „Ég held að landliðshópinn sé alveg einstakur núna. Það er einstök stemmning, allar vinkonur og alltaf gaman hjá þeim. Ég trúi því að þær færi þeim góðan sigur. Það virðist ekki skipta neinu máli hver þeirra það er. Þær smella saman allar. Við vonum að það gangi jafnvel og í Svíþjóð. Við krossum fingur,“ sagði Magnea að lokum. Íslenska liðið mætir Frökkum í kvöld en með sigri þá tryggja íslensku stelpurnar sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira