Fótbolti

Valsmenn ráða Ólaf aftur til starfa

Sindri Sverrisson skrifar
Ólafur Jóhannesson er öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda.
Ólafur Jóhannesson er öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda. vísir/Hulda Margrét

Ólafur Jóhannesson er orðinn þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta á nýjan leik en hann var í dag ráðinn í stað Heimis Guðjónssonar.

Ólafur snýr þar með aftur á Hlíðarenda eftir að hafa þjálfað Val í fimm ár á árunum 2014-2019, eða þar til að Heimir tók við liðinu þegar samningur Ólafs rann út.

Heimir lét af störfum hjá Val í kjölfar 3-2 tapsins gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í gær.

Ólafur stýrði FH framan af sumri en var rekinn þaðan fyrir mánuði síðan. Hann var því ekki lengi að finna nýtt starf í Bestu deildinni.

Á fimm árum Vals undir stjórn Ólafs varð liðið tvisvar bikarmeistari og svo tvisvar Íslandsmeistari. Á lokaárinu gekk hins vegar ekki eins vel og liðið hafnaði í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×