Tugendhat úr leik í baráttunni um leiðtogasætið Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2022 19:25 Tom Tugendhat verður ekki næsti forsætisráðherra Bretlands. EPA-EFE/JONATHAN HORDLE Tom Tugendhat fékk fæst atkvæði í þriðju umferð leiðtogakjörs Íhaldsflokksins í Bretlandi. Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, leiðir enn. Tugendhat hlaut aðeins 31 atkvæði og er þar með úr leik. Rishi Sunak hlaut flest þeirra 357 atkvæða sem greidd voru í dag eða 115. Panny Mordaunt, sem talin er líklegasti arftaki Borisar Johnson sem leiðtogi Íhaldsmanna, hreppti annað sætið með 82 atkvæði. Þar á eftir koma Liz Truss með 71 atkvæði og Kemi Badenoch með 58. Þingmenn Íhaldsflokksins greiða atkvæði í tveimur umferðum til viðbótar þar til aðeins tveir frambjóðendur eru eftir. Þá fer fram kosning sem allir meðlimir Íhaldsflokksins hafa atkvæðisrétt í. Miðað við skoðanakannanir YouGov er Penny Mordaunt líklegust til að vinna þá kosningu en hún tapar fylgi meðal þingmanna milli umferða. Rishi Sunak vantar aðeins fimm atkvæði til viðbótar til að tryggja sæti sitt í lokaumferðinni, að því er segir í samantekt the Guardian. Ljóst er að til mikils er að vinna í baráttunni um leiðtogasætið þar sem arftaki Johnson verður einnig næsti forsætisráðherra Bretlands. Bretland Tengdar fréttir Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00 Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Staðan gæti breyst í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í dag Sérfræðingur um málefni breska Íhaldsflokksins segir vel geta gerst að einhverjir þeirra sem komast áfram í annarri umferð í leiðtogakjöri flokksins í dag dragi sig í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhvern þeirra efstu. Sama hver niðurstaðan verði að lokum megi ekki búast við stefnubreytingu í helstu málum flokksins. 14. júlí 2022 11:45 Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Tugendhat hlaut aðeins 31 atkvæði og er þar með úr leik. Rishi Sunak hlaut flest þeirra 357 atkvæða sem greidd voru í dag eða 115. Panny Mordaunt, sem talin er líklegasti arftaki Borisar Johnson sem leiðtogi Íhaldsmanna, hreppti annað sætið með 82 atkvæði. Þar á eftir koma Liz Truss með 71 atkvæði og Kemi Badenoch með 58. Þingmenn Íhaldsflokksins greiða atkvæði í tveimur umferðum til viðbótar þar til aðeins tveir frambjóðendur eru eftir. Þá fer fram kosning sem allir meðlimir Íhaldsflokksins hafa atkvæðisrétt í. Miðað við skoðanakannanir YouGov er Penny Mordaunt líklegust til að vinna þá kosningu en hún tapar fylgi meðal þingmanna milli umferða. Rishi Sunak vantar aðeins fimm atkvæði til viðbótar til að tryggja sæti sitt í lokaumferðinni, að því er segir í samantekt the Guardian. Ljóst er að til mikils er að vinna í baráttunni um leiðtogasætið þar sem arftaki Johnson verður einnig næsti forsætisráðherra Bretlands.
Bretland Tengdar fréttir Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00 Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Staðan gæti breyst í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í dag Sérfræðingur um málefni breska Íhaldsflokksins segir vel geta gerst að einhverjir þeirra sem komast áfram í annarri umferð í leiðtogakjöri flokksins í dag dragi sig í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhvern þeirra efstu. Sama hver niðurstaðan verði að lokum megi ekki búast við stefnubreytingu í helstu málum flokksins. 14. júlí 2022 11:45 Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00
Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39
Staðan gæti breyst í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í dag Sérfræðingur um málefni breska Íhaldsflokksins segir vel geta gerst að einhverjir þeirra sem komast áfram í annarri umferð í leiðtogakjöri flokksins í dag dragi sig í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhvern þeirra efstu. Sama hver niðurstaðan verði að lokum megi ekki búast við stefnubreytingu í helstu málum flokksins. 14. júlí 2022 11:45
Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15