Þorsteinn: Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 22:04 Þorsteinn Halldórsson var skiljanlega svekktur í leikslok. Enn taplaus sem þjálfari á EM en á leið heim. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið byrjaði leikinn skelfilega á móti Frakklandi með að fá á sig mark á upphafsmínútu en vann sig út úr því og tókst að ná jafntefli á móti þessu sterka liði Frakka. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld og hvernig stelpurnar unnu sig út úr þessari martraðarbyrjun. „Mér fannst við ekkert brotna við þetta og við bara héldum okkur við það sem við ætluðum að gera. Við vorum búin að ræða þetta aðeins að þó að við lentum 1-0 undir þá væri ekkert búið í þessu. Við þyrftum að hugsa um það að fara ekki að opna okkur eða fara í það leikplan að fara að keyra á þetta strax,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við þurftum að vera öguð, skipulögð og þolinmóð og mér fannst við vera það bara. Heilt yfir allan leikinn, frábær frammistaða og ég er bara stoltur af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Belgía vann Ítalíu og þið töluðu eins og Belgía gæti ekki neitt. Þetta voru bara hörkuleikir og þetta var stöngin út, stöngin inn. Það er stutt á milli í þessu. Við erum að spila á stórmóti og þú þarft heppni til að hlutirnir falli með þér,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist yfir í fyrri hálfleik á móti Belgum og komist þá jafnvel í 2-0 í seinni hálfleik. Við hefðum getað komist í 2-0 á móti Ítalíu í staðinn fáum við mark á okkur. Það er stutt á milli og þetta eru jöfn lið. Ég er bara stoltur af liðinu og stoltur af mörgu sem við gerðum,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað er maður svekktur og vonsvikinn með að komast ekki áfram. Við bara höldum áfram og eigum leik eftir sex vikur. Við þurfum bara að dvelja ekki of lengi við þetta. Við getum borið höfuðið hátt að mínum dómi og vonandi tökum við næsta skref sem við viljum taka,“ sagði Þorsteinn. Sara Björk Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik en af hverju tók hann hana útaf eftir klukkutíma leik? „Mér fannst hún vera orðin þreytt. Maður gerir stundum tómar vitleysur og það er bara ákvörðun sem ég tók. Ég þarf bara að standa og falla með henni. Sara var góð í þessum leik. Mér fannst hún vera farin að lýjast en það er bara hlutur sem maður lærir af,“ sagði Þorsteinn. „Þetta er einn stór lærdómur að vera hérna og ég er búin að skemmta mér mjög vel,“ sagði Þorsteinn. Ísland er fyrsta þjóðin sem dettur út úr riðlakeppni EM án þess að tapa leik. „Þú ert að nudda salt í sárin. Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna. Við fáum á okkur þrjú mörk í þremur leikjum, skorum í hverjum einasta leik og erum að spila á móti góðum þjóðum. Við erum að tala um eftir mótið, ef og hefði og allt það. Við hefðum getað unnið leik og áttum möguleika á því,“ sagði Þorsteinn. En hvernig verður framhaldið?„Ég þarf einhvern veginn að reyna að kúpla mig út úr þessu. Ég fer í smá frí og svo tekur bara við undirbúningur fyrir septembergluggann. Markmiðið er að gera frábæra hluti þar. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessu móti og flutt það yfir í næsta glugga. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld og hvernig stelpurnar unnu sig út úr þessari martraðarbyrjun. „Mér fannst við ekkert brotna við þetta og við bara héldum okkur við það sem við ætluðum að gera. Við vorum búin að ræða þetta aðeins að þó að við lentum 1-0 undir þá væri ekkert búið í þessu. Við þyrftum að hugsa um það að fara ekki að opna okkur eða fara í það leikplan að fara að keyra á þetta strax,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við þurftum að vera öguð, skipulögð og þolinmóð og mér fannst við vera það bara. Heilt yfir allan leikinn, frábær frammistaða og ég er bara stoltur af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Belgía vann Ítalíu og þið töluðu eins og Belgía gæti ekki neitt. Þetta voru bara hörkuleikir og þetta var stöngin út, stöngin inn. Það er stutt á milli í þessu. Við erum að spila á stórmóti og þú þarft heppni til að hlutirnir falli með þér,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist yfir í fyrri hálfleik á móti Belgum og komist þá jafnvel í 2-0 í seinni hálfleik. Við hefðum getað komist í 2-0 á móti Ítalíu í staðinn fáum við mark á okkur. Það er stutt á milli og þetta eru jöfn lið. Ég er bara stoltur af liðinu og stoltur af mörgu sem við gerðum,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað er maður svekktur og vonsvikinn með að komast ekki áfram. Við bara höldum áfram og eigum leik eftir sex vikur. Við þurfum bara að dvelja ekki of lengi við þetta. Við getum borið höfuðið hátt að mínum dómi og vonandi tökum við næsta skref sem við viljum taka,“ sagði Þorsteinn. Sara Björk Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik en af hverju tók hann hana útaf eftir klukkutíma leik? „Mér fannst hún vera orðin þreytt. Maður gerir stundum tómar vitleysur og það er bara ákvörðun sem ég tók. Ég þarf bara að standa og falla með henni. Sara var góð í þessum leik. Mér fannst hún vera farin að lýjast en það er bara hlutur sem maður lærir af,“ sagði Þorsteinn. „Þetta er einn stór lærdómur að vera hérna og ég er búin að skemmta mér mjög vel,“ sagði Þorsteinn. Ísland er fyrsta þjóðin sem dettur út úr riðlakeppni EM án þess að tapa leik. „Þú ert að nudda salt í sárin. Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna. Við fáum á okkur þrjú mörk í þremur leikjum, skorum í hverjum einasta leik og erum að spila á móti góðum þjóðum. Við erum að tala um eftir mótið, ef og hefði og allt það. Við hefðum getað unnið leik og áttum möguleika á því,“ sagði Þorsteinn. En hvernig verður framhaldið?„Ég þarf einhvern veginn að reyna að kúpla mig út úr þessu. Ég fer í smá frí og svo tekur bara við undirbúningur fyrir septembergluggann. Markmiðið er að gera frábæra hluti þar. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessu móti og flutt það yfir í næsta glugga. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira