Komu örmagna kóp til bjargar við Reykjarvíkurhöfn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 11:29 Kvöldganga Sigríðar endaði með björgunaraðgerð úti á Granda. Sigríður Kristinsdóttir Örmagna kóp með öngul í munni var komið til bjargar af vegfarendum á Granda í gærkvöldi. Annar þeirra, Sigríður Kristinsdóttir segist í fyrstu hafa haldið að móðurlaus kópurinn væri dauður en þegar svo reyndist ekki vera var kópnum komið í hendur næturvaktar Húsdýragarðsins. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, dóttir Sigríðar, birti vægast sagt krúttlegar myndir af björgun kópsins á Twitter. Mamma var í göngutúr og sá þennan örmagna sæta kóp, hringdi i 112 og hann Veigar sem var á næturvakt hjá Húsdýragarðinum kom til bjargar.Smá til að gleðja þetta forrit pic.twitter.com/y514MipDTs— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 18, 2022 Dauðhræddur í fyrstu Sigríður Kristinsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið ásamt vinkonu sinni og hundi í göngutúr úti á Granda þegar þau rákust á kópinn. Þau hafi leyft hundinum að ráða för sem hafi í raun leitt þau að kópnum. Bjargvætturinn Sigríður Kristinsdóttir.facebook „Þegar komum niður að lítilli vör á höfninni sjáum við að eitthvað liggur sem þar niðri við höldum að sé dáið. Það var bara ekkert lífsmark en svo sjáum við að þetta er þessi litli kópur sem er með öngul í munni sem lafir niður. Maður sér bara að hann er alveg búinn á því.“ Hún segir kópinn hafa verið dauðhræddan við þær vinkonur í fyrstu og eftir nokkur símtöl var þeim bent á næturvakt Húsdýragarðsins. Frá næturvakt Húsdýragarðsins kom Veigar sem var alsæll með fregnirnar enda búinn að leita að kópnum í tvo sólarhringa. Svona var aðkoman þegar Sigríður og vinkona fundu kópinn.Sigríður Kristinsdóttir „Þá hafði einhver séð þennan litla kóp vera að leita að mömmu sinni í höfninni. Við förum með kópinn í bílinn en þá var öngullinn lafandi og dinglandi í allar áttir og kópurinn berst um, þá þarf Veigar að losa öngulinn til að stækka ekki sárið og þá kom í ljós að það var mikið lífsmark með kópnum enda barðist hann hressilega.“ Fallegt augnablik hafi orðið þegar kópurinn sneri sér við í bílnum til að líta bjargvættina augum í hinsta sinn. „Maður ímyndar sér að hann hafi vitað að við værum að reyna að hjálpa honum.“ Hefur áhyggjur af framhaldinu Nú hefur kópnum verið komið fyrir í Húsdýragarðinum en Sigríður hefur áhyggjur að kópurinn verði þar of lengi og verði þar með ófær um að bjarga sér í náttúrunni. „Draumurinn væri að þau myndu hlúa að honum og svo myndi hann fá að synda sinn veg. En maður veit ekki alveg hvernig þetta endar, þessi hluti sem var í okkar valdi endaði eins vel og hægt var.“ Að lokum biðlar Sigríður til veiðimanna og annarra, að gæta að því hvernig skilið er við umhverfið svo spúnar standi ekki á víðavangi með tilheyrandi hættu. „Og líka bara á þjóðvegum að vera vakandi fyrir dýrum á vegum. Við verðum bara að ganga varlega um, það á alltaf að vera gildi,“ sagði Sigríður að lokum. Veigar breiddi peysu sinni yfir kópinn og kom honum fyrir í bíl Húsdýragarðsins.Sigríður Kristinsdóttir Dýr Reykjavík Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, dóttir Sigríðar, birti vægast sagt krúttlegar myndir af björgun kópsins á Twitter. Mamma var í göngutúr og sá þennan örmagna sæta kóp, hringdi i 112 og hann Veigar sem var á næturvakt hjá Húsdýragarðinum kom til bjargar.Smá til að gleðja þetta forrit pic.twitter.com/y514MipDTs— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 18, 2022 Dauðhræddur í fyrstu Sigríður Kristinsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið ásamt vinkonu sinni og hundi í göngutúr úti á Granda þegar þau rákust á kópinn. Þau hafi leyft hundinum að ráða för sem hafi í raun leitt þau að kópnum. Bjargvætturinn Sigríður Kristinsdóttir.facebook „Þegar komum niður að lítilli vör á höfninni sjáum við að eitthvað liggur sem þar niðri við höldum að sé dáið. Það var bara ekkert lífsmark en svo sjáum við að þetta er þessi litli kópur sem er með öngul í munni sem lafir niður. Maður sér bara að hann er alveg búinn á því.“ Hún segir kópinn hafa verið dauðhræddan við þær vinkonur í fyrstu og eftir nokkur símtöl var þeim bent á næturvakt Húsdýragarðsins. Frá næturvakt Húsdýragarðsins kom Veigar sem var alsæll með fregnirnar enda búinn að leita að kópnum í tvo sólarhringa. Svona var aðkoman þegar Sigríður og vinkona fundu kópinn.Sigríður Kristinsdóttir „Þá hafði einhver séð þennan litla kóp vera að leita að mömmu sinni í höfninni. Við förum með kópinn í bílinn en þá var öngullinn lafandi og dinglandi í allar áttir og kópurinn berst um, þá þarf Veigar að losa öngulinn til að stækka ekki sárið og þá kom í ljós að það var mikið lífsmark með kópnum enda barðist hann hressilega.“ Fallegt augnablik hafi orðið þegar kópurinn sneri sér við í bílnum til að líta bjargvættina augum í hinsta sinn. „Maður ímyndar sér að hann hafi vitað að við værum að reyna að hjálpa honum.“ Hefur áhyggjur af framhaldinu Nú hefur kópnum verið komið fyrir í Húsdýragarðinum en Sigríður hefur áhyggjur að kópurinn verði þar of lengi og verði þar með ófær um að bjarga sér í náttúrunni. „Draumurinn væri að þau myndu hlúa að honum og svo myndi hann fá að synda sinn veg. En maður veit ekki alveg hvernig þetta endar, þessi hluti sem var í okkar valdi endaði eins vel og hægt var.“ Að lokum biðlar Sigríður til veiðimanna og annarra, að gæta að því hvernig skilið er við umhverfið svo spúnar standi ekki á víðavangi með tilheyrandi hættu. „Og líka bara á þjóðvegum að vera vakandi fyrir dýrum á vegum. Við verðum bara að ganga varlega um, það á alltaf að vera gildi,“ sagði Sigríður að lokum. Veigar breiddi peysu sinni yfir kópinn og kom honum fyrir í bíl Húsdýragarðsins.Sigríður Kristinsdóttir
Dýr Reykjavík Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira