Hvalfjarðargöng með helming allrar umferðar um jarðgöng Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2022 22:01 Við gjaldhlið Hvalfjarðarganga daginn sem gjaldtöku Spalar lauk haustið 2018. Stöð 2/Skjáskot Hvalfjarðargöng yrðu megingjaldstofn boðaðra jarðgangatolla stjórnvalda enda er umferð um þau álíka mikil og í öllum öðrum göngum hérlendis til samans. Sérfróðir menn áætla að gjaldið þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem var í Hvalfjarðargöngum. Í fréttum Stöðvar 2 sást rifjað upp að Sigurður Ingi Jóhannsson sem samgönguráðherra var sá síðasti sem greiddi veggjald í Hvalfjarðargöng þegar innheimtu lauk haustið 2018. Núna hefur hann kynnt áform um að stofna opinbert hlutafélag með það helsta hlutverk að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum, en Sigurður Ingi sagði í síðustu viku að stefnt væri að gjaldtöku í öllum göngum landsins. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, býður Sigurði Inga Jóhannssyni að ganga inn í gjaldskýli Hvalfjarðarganga þann 28. september 2018 til að skrúfa fyrir gjaldtökuna.Stöð 2/Skjáskot Nýja hlutafélaginu verður einnig ætlað að halda utan um fjármögnun svokallaðra samvinnuverkefna en við sögðum í gær frá undirritun verksamnings um það fyrsta, sem er vegagerð um Hornafjörð. Í því verki felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. Samskonar fyrirkomulag verður haft um fimm önnur verkefni en af þeim eru Ölfusárbrú og Axarvegur næst í röðinni. Þegar gjaldtaka er boðuð í öllum jarðgöngum landsins blasir við að Hvalfjarðargöng yrðu að vera megingjaldstofninn. Þegar skoðuð er meðalumferð á dag sést að Hvalfjarðargöng gnæfa yfir önnur jarðgöng landsins með 7.600 bíla á sólarhring. Umferðin um þau er álíka mikil og um öll hin göngin samanlagt. Rétt er að hafa í huga að Dýrafjarðargöng, neðst á listanum, ná ekki fullu notagildi fyrr en búið verður að endurbyggja leiðina um Dynjandisheiði. Langmest umferð fer um Hvalfjarðargöng. Í öðru og þriðja sæti eru Vaðlaheiðargöng og Bolungarvíkurgöng og í fjórða sæti eru göngin undir Almannaskarð við Hornafjörð. Umferðartölur eru frá Vegagerðinni.Grafík/Stöð 2 En hvað þyrfti jarðgangagjald að verða hátt? Í fjármálaáætlun stjórnvalda er því lýst að stjórnvöld vilja ná 25 milljörðum króna af vegfarendum í jarðgangagjöld á 15 árum en það þýðir að fá þarf 1,7 milljarða króna á ári. Á síðasta heila ári sem rukkað var í Hvalfjarðargöng 2017 fékkst einn og hálfur milljarður króna í veggjöld. Áætlað er að Vaðlaheiðargöng fái 600 milljónir króna í veggjöld á þessu ári, til að gefa hugmynd um stærð tekjustofna í tveimur umferðarmestu göngum landsins. Sérfróðir menn sem Stöð 2 hefur rætt við telja að ef Hvalfjarðargöng eigi að standa undir helmingi jarðgangatolla megi gróflega áætla að gjald á hvern bíl þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem innheimt var síðustu árin, sem var milli 500 og 600 krónur. Þegar gjaldtaka hefjist að nýju sé ekki fjarri lagi að áætla að meðaltalsgjald þyrfti að bera á bilinu 250 til 300 krónur hvern á bíl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegtollar Hvalfjarðargöng Vegagerð Samgöngur Dýrafjarðargöng Vaðlaheiðargöng Sveitarfélagið Hornafjörður Hvalfjarðarsveit Akranes Reykjavík Tengdar fréttir Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 19. júlí 2022 17:52 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sást rifjað upp að Sigurður Ingi Jóhannsson sem samgönguráðherra var sá síðasti sem greiddi veggjald í Hvalfjarðargöng þegar innheimtu lauk haustið 2018. Núna hefur hann kynnt áform um að stofna opinbert hlutafélag með það helsta hlutverk að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum, en Sigurður Ingi sagði í síðustu viku að stefnt væri að gjaldtöku í öllum göngum landsins. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, býður Sigurði Inga Jóhannssyni að ganga inn í gjaldskýli Hvalfjarðarganga þann 28. september 2018 til að skrúfa fyrir gjaldtökuna.Stöð 2/Skjáskot Nýja hlutafélaginu verður einnig ætlað að halda utan um fjármögnun svokallaðra samvinnuverkefna en við sögðum í gær frá undirritun verksamnings um það fyrsta, sem er vegagerð um Hornafjörð. Í því verki felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. Samskonar fyrirkomulag verður haft um fimm önnur verkefni en af þeim eru Ölfusárbrú og Axarvegur næst í röðinni. Þegar gjaldtaka er boðuð í öllum jarðgöngum landsins blasir við að Hvalfjarðargöng yrðu að vera megingjaldstofninn. Þegar skoðuð er meðalumferð á dag sést að Hvalfjarðargöng gnæfa yfir önnur jarðgöng landsins með 7.600 bíla á sólarhring. Umferðin um þau er álíka mikil og um öll hin göngin samanlagt. Rétt er að hafa í huga að Dýrafjarðargöng, neðst á listanum, ná ekki fullu notagildi fyrr en búið verður að endurbyggja leiðina um Dynjandisheiði. Langmest umferð fer um Hvalfjarðargöng. Í öðru og þriðja sæti eru Vaðlaheiðargöng og Bolungarvíkurgöng og í fjórða sæti eru göngin undir Almannaskarð við Hornafjörð. Umferðartölur eru frá Vegagerðinni.Grafík/Stöð 2 En hvað þyrfti jarðgangagjald að verða hátt? Í fjármálaáætlun stjórnvalda er því lýst að stjórnvöld vilja ná 25 milljörðum króna af vegfarendum í jarðgangagjöld á 15 árum en það þýðir að fá þarf 1,7 milljarða króna á ári. Á síðasta heila ári sem rukkað var í Hvalfjarðargöng 2017 fékkst einn og hálfur milljarður króna í veggjöld. Áætlað er að Vaðlaheiðargöng fái 600 milljónir króna í veggjöld á þessu ári, til að gefa hugmynd um stærð tekjustofna í tveimur umferðarmestu göngum landsins. Sérfróðir menn sem Stöð 2 hefur rætt við telja að ef Hvalfjarðargöng eigi að standa undir helmingi jarðgangatolla megi gróflega áætla að gjald á hvern bíl þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem innheimt var síðustu árin, sem var milli 500 og 600 krónur. Þegar gjaldtaka hefjist að nýju sé ekki fjarri lagi að áætla að meðaltalsgjald þyrfti að bera á bilinu 250 til 300 krónur hvern á bíl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegtollar Hvalfjarðargöng Vegagerð Samgöngur Dýrafjarðargöng Vaðlaheiðargöng Sveitarfélagið Hornafjörður Hvalfjarðarsveit Akranes Reykjavík Tengdar fréttir Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 19. júlí 2022 17:52 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16
Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 19. júlí 2022 17:52
Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04