Pabbinn lýsti afar óvæntum HM-sigri sonarins Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 13:01 Jake Wightman náði að hafa betur gegn Jacob Ingebrigtsen og vinna afar óvæntan heimsmeistaratitil. Getty/Andy Astfalck Einn óvæntasti sigurinn á HM í frjálsum íþróttum vannst í nótt þegar Bretinn Jake Wightman, sem 28 ára gamall þekkti það varla að hafa unnið verðlaun á stórmóti, vann 1.500 metra hlaup. Pabbi hans lýsti hlaupinu fyrir öllum áhorfendum á Hayward Field leikvanginum. Myndband af lýsingu Geoff Wightman, föður Jakes, og viðbrögðum móðurinnar Susan, hefur vakið mikla athygli en það má sjá hér að neðan. Á meðan að Susan réði sér ekki fyrir kæti gerði Geoff sitt allra besta til að halda aftur af tilfinningunum. „Ég verð að segja ykkur af hverju myndavélin beinist núna að mér,“ sagði Geoff sem var vallarþulur á leikvanginum og lýsti því hlaupinu fyrir áhorfendum. „Þetta er sonur minn. Ég þjálfa hann. Og hann er heimsmeistari,“ sagði Geoff. Susan var meðal áhorfenda en á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar hún þusti til mannsins síns til að fagna, eftir að Jake náði að vinna harða baráttu við ólympíumeistarann Jakob Ingebrigtsen. Geoff, sem sonurinn sagði að ætti til að vera ansi „vélrænn“ í lýsingum sínum, náði hins vegar einhvern veginn að klára að lýsa hlaupinu og láta tilfinningarnar ekki bera sig ofurliði. Jake Wightman has become the World 1500m champion. Geoff calling his son becoming a World Champion is priceless. Helene, part of our team, filmed Dad. I sat with Mum Susan..then could not wait to give my mate a hug. Beyond proud. @JakeSWightman @WightmanGeoff @SusanWightman6 pic.twitter.com/8I8IT6ntwb— Katharine Merry (@KatharineMerry) July 20, 2022 Fyrir ári síðan varð Jake í 10. sæti á Ólympíuleikunum og það gerir sigurinn í nótt sjálfsagt enn sætari. The Guardian lýsir sigri Jakes sem þeim óvæntasta í sögu Breta á HM í frjálsum íþróttum. Draumur Jakes var ekki bara að rætast heldur einnig foreldranna: „Ég er búinn að sjá um skólaíþróttirnar hjá honum frá því að hann var 11 ára því konan mín var kennarinn hans,“ sagði Geoff. „Við höfum síðan þá bara sífellt fært okkur á aðeins stærri leikvanga, með aðeins fleiri áhorfendum, og aðeins stærri medalíum. En það var súrrealískt að sjá hann vinna gull. Ég hugsaði bara: Ég þekki þennan náunga. Hann er kunnuglegur,“ sagði Geoff í geðshræringu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
Myndband af lýsingu Geoff Wightman, föður Jakes, og viðbrögðum móðurinnar Susan, hefur vakið mikla athygli en það má sjá hér að neðan. Á meðan að Susan réði sér ekki fyrir kæti gerði Geoff sitt allra besta til að halda aftur af tilfinningunum. „Ég verð að segja ykkur af hverju myndavélin beinist núna að mér,“ sagði Geoff sem var vallarþulur á leikvanginum og lýsti því hlaupinu fyrir áhorfendum. „Þetta er sonur minn. Ég þjálfa hann. Og hann er heimsmeistari,“ sagði Geoff. Susan var meðal áhorfenda en á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar hún þusti til mannsins síns til að fagna, eftir að Jake náði að vinna harða baráttu við ólympíumeistarann Jakob Ingebrigtsen. Geoff, sem sonurinn sagði að ætti til að vera ansi „vélrænn“ í lýsingum sínum, náði hins vegar einhvern veginn að klára að lýsa hlaupinu og láta tilfinningarnar ekki bera sig ofurliði. Jake Wightman has become the World 1500m champion. Geoff calling his son becoming a World Champion is priceless. Helene, part of our team, filmed Dad. I sat with Mum Susan..then could not wait to give my mate a hug. Beyond proud. @JakeSWightman @WightmanGeoff @SusanWightman6 pic.twitter.com/8I8IT6ntwb— Katharine Merry (@KatharineMerry) July 20, 2022 Fyrir ári síðan varð Jake í 10. sæti á Ólympíuleikunum og það gerir sigurinn í nótt sjálfsagt enn sætari. The Guardian lýsir sigri Jakes sem þeim óvæntasta í sögu Breta á HM í frjálsum íþróttum. Draumur Jakes var ekki bara að rætast heldur einnig foreldranna: „Ég er búinn að sjá um skólaíþróttirnar hjá honum frá því að hann var 11 ára því konan mín var kennarinn hans,“ sagði Geoff. „Við höfum síðan þá bara sífellt fært okkur á aðeins stærri leikvanga, með aðeins fleiri áhorfendum, og aðeins stærri medalíum. En það var súrrealískt að sjá hann vinna gull. Ég hugsaði bara: Ég þekki þennan náunga. Hann er kunnuglegur,“ sagði Geoff í geðshræringu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira