Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júlí 2022 10:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skrifar tilkynninguna sem birtist á vef Landlæknis í dag. Vísir/Vilhelm Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. Í tilkynningu á vef Landlæknis sem sóttvarnalæknir sendir, segir að rúmlega tvö hundruð þúsund smit hafi greinst opinberlega hér á landi síðan faraldurinn hófst, þar af fimm þúsund smit í einstaklingum sem greinst hafa áður. Nítján hafa greinst þrisvar. Þegar þessi endursmit eru skoðuð kemur í ljós að 13,2 prósent þeirra sem smituðust í fyrsta sinn árið 2020 og 2021 hafa endursýkst. Af þeim 169 þúsund sem greindust í fyrsta sinn árið 2022 hafa 841 endursýkst, eða hálft prósent. „Þannig er ljóst að hættan á endursmiti er háð tíma frá fyrra smiti sem endurspeglar dvínandi vernd með tímanum. Einnig virðast ný afbrigði veirunnar eiga auðveldara með að komast undan ónæmi af völdum fyrri afbrigða. Endursmitum hefur fjölgað verulega síðustu tvo mánuði og hafa síðustu vikurnar verið um 20% af daglegum fjölda smita,“ segir í tilkynningunni. Fjölgunin tengist aukningu á BA.5-afbrigðinu en það veldur nú um áttatíu prósent allra smita á Íslandi. Samkvæmt tilkynningunni hafa rannsóknir sýnt að afbrigðið sleppi meira en önnur afbrigði undan ónæmi af völdum fyrri smita. „Næstu vikur og mánuðir munu skera úr um hversu algeng endursmit af völdum nýrra afbrigða kórónaveirunnar verða. Sú vitneskja mun vega þungt í ákvarðanatökum um endurbólusetningar næsta haust/vetur,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landlæknis sem sóttvarnalæknir sendir, segir að rúmlega tvö hundruð þúsund smit hafi greinst opinberlega hér á landi síðan faraldurinn hófst, þar af fimm þúsund smit í einstaklingum sem greinst hafa áður. Nítján hafa greinst þrisvar. Þegar þessi endursmit eru skoðuð kemur í ljós að 13,2 prósent þeirra sem smituðust í fyrsta sinn árið 2020 og 2021 hafa endursýkst. Af þeim 169 þúsund sem greindust í fyrsta sinn árið 2022 hafa 841 endursýkst, eða hálft prósent. „Þannig er ljóst að hættan á endursmiti er háð tíma frá fyrra smiti sem endurspeglar dvínandi vernd með tímanum. Einnig virðast ný afbrigði veirunnar eiga auðveldara með að komast undan ónæmi af völdum fyrri afbrigða. Endursmitum hefur fjölgað verulega síðustu tvo mánuði og hafa síðustu vikurnar verið um 20% af daglegum fjölda smita,“ segir í tilkynningunni. Fjölgunin tengist aukningu á BA.5-afbrigðinu en það veldur nú um áttatíu prósent allra smita á Íslandi. Samkvæmt tilkynningunni hafa rannsóknir sýnt að afbrigðið sleppi meira en önnur afbrigði undan ónæmi af völdum fyrri smita. „Næstu vikur og mánuðir munu skera úr um hversu algeng endursmit af völdum nýrra afbrigða kórónaveirunnar verða. Sú vitneskja mun vega þungt í ákvarðanatökum um endurbólusetningar næsta haust/vetur,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira