Gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna ferðamanna og Covid-smita Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 12:32 Ástandið er einna verst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið undir miklu álagi undanfarið, erfiðara hefur reynst að manna vaktir og ferðamannastraumur hefur bætt gráu ofan á svarta Covid-bylgju. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru sammála um að mjög þungt sé að sinna aðsókninni nú í sumar. „Þetta er búið að vera sérlega erfitt í sumar; vaxandi aukning á Covid-tilfellum, mikill ferðamannastraumur og mikið að gera almennt á öllum sviðum. Svo hefur verið erfitt að fá afleysingar. Fólkið okkar er skiljanlega þreytt eftir tvö ár,“ segir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir.heilbrigðisstofnun Suðurlands Hún finnur fyrir því að erfiðara hafi reynst að fá starfsfólk til að taka að sér aukavaktir en stöðuna segir hún afleiðingu þess að ferðamennska hafi færst í aukana samhliða fleiri Covid-smitum. „Það er gríðarlega mikil aukning á ferðamönnum hjá okkur, við erum auðvitað með mikið og víðfemt svæði og það hefur verið töluvert mikið um slys. Bráðamóttakan er í raun alltaf drekkhlaðin,“ segir Baldvina og bætir við að staðan hafi verið viðbúin þar sem linnulaust álagið hafi varað ansi lengi. Stöðug fjölgun Samkvæmt tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur stöðug fjölgun verið á komum á bráðamóttöku. Mikil fjölgun varð milli 2018 og 2019 en þá var mjög mikil aukning á ferðamönnum um svæðið. Árið 2020 varð skiljanlega fækkun á komum en fjöldi koma á bráðamóttöku jókst að meðaltali um 25% fyrstu fimm mánuði. Miðað við sambærilega aukningu á komum árið 2022 má reikna með að komur á bráðamóttöku verði hátt í 20 þúsund á þessu ári, samanborið við 16 þúsund árið 2021. Fjöldi koma á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Myndin sýnir fyrstu fimm mánuði ársins má reikna með að komur verði hátt í 20.000 á þessu ári.heilbrigðisstofnun Suðurlands Fjöldi koma á BMT jókst að meðaltali um 25% á mánuði fyrstu 5 mánuði ársins 2022.heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar hafa einnig aukist og með sama áframhaldi má búast við 10-15 % fjölgun í sjúkraflutningum í ár miðað við árið í fyrra. Sjúkraflutningar höfðu aukist um 15% frá árinu 2019 -2021 Fjöldi flutninga eftir mánuðum. Rauða línan táknar fjölda flutninga síðastliðið ár en sjá má að aukningin er mikil þetta árið.heilbrigðisstofnun Suðurlands Svo virðist sem að ástandið sé einna verst á Suðurlandi en Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekur undir að erfitt hafi reynst að fá starfsfólk til að taka aukavaktir og manna bakvaktir þar sem mikið sé um útlandaferðir eftir heimsfaraldurinn. „Þetta er dálítil endursýning á sumrinu 2019 þegar túrisminn var á fullu og sama baslið með að fá afleysingar þar sem fólkið sem við gætum hringt í er ekki á landinu,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Árborg Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera sérlega erfitt í sumar; vaxandi aukning á Covid-tilfellum, mikill ferðamannastraumur og mikið að gera almennt á öllum sviðum. Svo hefur verið erfitt að fá afleysingar. Fólkið okkar er skiljanlega þreytt eftir tvö ár,“ segir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir.heilbrigðisstofnun Suðurlands Hún finnur fyrir því að erfiðara hafi reynst að fá starfsfólk til að taka að sér aukavaktir en stöðuna segir hún afleiðingu þess að ferðamennska hafi færst í aukana samhliða fleiri Covid-smitum. „Það er gríðarlega mikil aukning á ferðamönnum hjá okkur, við erum auðvitað með mikið og víðfemt svæði og það hefur verið töluvert mikið um slys. Bráðamóttakan er í raun alltaf drekkhlaðin,“ segir Baldvina og bætir við að staðan hafi verið viðbúin þar sem linnulaust álagið hafi varað ansi lengi. Stöðug fjölgun Samkvæmt tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur stöðug fjölgun verið á komum á bráðamóttöku. Mikil fjölgun varð milli 2018 og 2019 en þá var mjög mikil aukning á ferðamönnum um svæðið. Árið 2020 varð skiljanlega fækkun á komum en fjöldi koma á bráðamóttöku jókst að meðaltali um 25% fyrstu fimm mánuði. Miðað við sambærilega aukningu á komum árið 2022 má reikna með að komur á bráðamóttöku verði hátt í 20 þúsund á þessu ári, samanborið við 16 þúsund árið 2021. Fjöldi koma á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Myndin sýnir fyrstu fimm mánuði ársins má reikna með að komur verði hátt í 20.000 á þessu ári.heilbrigðisstofnun Suðurlands Fjöldi koma á BMT jókst að meðaltali um 25% á mánuði fyrstu 5 mánuði ársins 2022.heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar hafa einnig aukist og með sama áframhaldi má búast við 10-15 % fjölgun í sjúkraflutningum í ár miðað við árið í fyrra. Sjúkraflutningar höfðu aukist um 15% frá árinu 2019 -2021 Fjöldi flutninga eftir mánuðum. Rauða línan táknar fjölda flutninga síðastliðið ár en sjá má að aukningin er mikil þetta árið.heilbrigðisstofnun Suðurlands Svo virðist sem að ástandið sé einna verst á Suðurlandi en Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekur undir að erfitt hafi reynst að fá starfsfólk til að taka aukavaktir og manna bakvaktir þar sem mikið sé um útlandaferðir eftir heimsfaraldurinn. „Þetta er dálítil endursýning á sumrinu 2019 þegar túrisminn var á fullu og sama baslið með að fá afleysingar þar sem fólkið sem við gætum hringt í er ekki á landinu,“ sagði Þórir í samtali við Vísi.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Árborg Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira