Misstu milljón notendur en virðið hækkar samt Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2022 13:16 Starfsmenn Netflix leita leiða til að fjölga áskrifendum og hækka tekjur. Getty/Rafael Henrique Streymisveitan Netflix missti 970 þúsund áskrifendur á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er stærsti áskrifendamissir fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir 25 árum. Þrátt fyrir það er uppgjörið talið vera jákvætt. Það er vegna þess að forsvarsmenn Netflix höfðu spáð því að tapa um tveimur milljónum áskrifenda á ársfjórðungnum. Virði hlutabréfa Netflix hefur hækkað lítillega í dag eftir að ársfjórðungsuppgjörið var birt í gærkvöldi. Frá upphafi ársins hefur Netflix þó tapað um tveimur þriðju af markaðsvirði sínu. Í uppgjörinu kemur fram að forsvarsmenn Netflix búast við því að fjölga áskrifendum um milljón á þriðja ársfjórðungi 2022. Wall Street Journal (áskriftarvefur) hefur eftir Reed Hastings, forstjóra Netflix, að það sé erfitt lýsa því að missa milljón áskrifendur sem sigri en staðan sé þó þannig að streymisveitan sé í góðri stöðu fyrir næsta ár. Tekjur Netflix á öðrum ársfjórðungi ársins voru tæpir átta milljarðar dala og jukust þær um 8,6 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaður á tímabilinu var 1,44 milljarðar dala og er það aukning um 6,5 prósent. Sjá einnig: Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Leita leiða til að auka tekjur Samkeppni á markaði streymisveita hefur aukist til muna á undanförnum árum og verðbólga er einnig sögð hafa komið niður á rekstri Netflix. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru að skoða til að bæta stöðu þess er að bjóða upp á ódýrari áskriftarleið þar sem notast yrði við auglýsingar til að drýgja tekjur Netflix. Þegar forsvarsmenn Netflix tilkynntu í apríl að notendum hefði fækkað í fyrsta sinn í áratug, tilkynntu þeir einnig að til stæði að fara í hart gegn áskrifendum sem deila lykilorðum sínum með öðrum. Margir brytu reglurnar varðandi það að deila lykilorðum og áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Verið er að leita leiða til að draga úr því. Netflix Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Það er vegna þess að forsvarsmenn Netflix höfðu spáð því að tapa um tveimur milljónum áskrifenda á ársfjórðungnum. Virði hlutabréfa Netflix hefur hækkað lítillega í dag eftir að ársfjórðungsuppgjörið var birt í gærkvöldi. Frá upphafi ársins hefur Netflix þó tapað um tveimur þriðju af markaðsvirði sínu. Í uppgjörinu kemur fram að forsvarsmenn Netflix búast við því að fjölga áskrifendum um milljón á þriðja ársfjórðungi 2022. Wall Street Journal (áskriftarvefur) hefur eftir Reed Hastings, forstjóra Netflix, að það sé erfitt lýsa því að missa milljón áskrifendur sem sigri en staðan sé þó þannig að streymisveitan sé í góðri stöðu fyrir næsta ár. Tekjur Netflix á öðrum ársfjórðungi ársins voru tæpir átta milljarðar dala og jukust þær um 8,6 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaður á tímabilinu var 1,44 milljarðar dala og er það aukning um 6,5 prósent. Sjá einnig: Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Leita leiða til að auka tekjur Samkeppni á markaði streymisveita hefur aukist til muna á undanförnum árum og verðbólga er einnig sögð hafa komið niður á rekstri Netflix. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru að skoða til að bæta stöðu þess er að bjóða upp á ódýrari áskriftarleið þar sem notast yrði við auglýsingar til að drýgja tekjur Netflix. Þegar forsvarsmenn Netflix tilkynntu í apríl að notendum hefði fækkað í fyrsta sinn í áratug, tilkynntu þeir einnig að til stæði að fara í hart gegn áskrifendum sem deila lykilorðum sínum með öðrum. Margir brytu reglurnar varðandi það að deila lykilorðum og áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Verið er að leita leiða til að draga úr því.
Netflix Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira