Ísland aftur fyrsta flokks í baráttunni gegn mansali Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2022 09:02 Erlendir verkamenn í byggingariðnaði eiga einna helst í hættu að verða fórnarlömb mansals. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tekur á hverju ári saman skýrslu um frammistöðu flestra landa heimsins þegar kemur að vörnum gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað meðal þeirra landa sem standa sig best frá því að skýrslan kom fyrst út árið 2001 en féll í annan flokk árið 2017. Í skýrslu ársins segir að hérlend yfirvöld mæti öllum lágmarkskröfum þegar kemur að vörnum gegn mansali. Þau hafi stórbætt það hvernig tekið er á mansalsmálum og sérstaklega er tekið fram að hér hafi verið sakfellt í mansalsmáli í fyrsta skipti í heil tólf ár. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, í apríl þessa árs. Þá hafi kennsl verið borin á fleiri fórnarlömb mansals og þeim komið til hjálpar en á árum áður, komið hafi verið upp nýju úrræði fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis, þar á meðal mansals, og lögreglan hafi komið á fót nefnd sem vinnur með erlendum stofnunum sem berjast gegn mansali. Margt sem mætti betur fara Þrátt fyrir að Ísland sé komið í fyrsta flokk eru þó enn ýmis atriði sem betur mættu fara, að mati utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Ráðuneytið mælir helst með því að ákæruvaldið beiti mansalsákvæði hegningarlaga í meiri mæli í stað þess að ákæra fyrir smygl. Þá mætti stórauka tíðni þess að fólk grunað um mansal sé látið svara til saka. Loks segir að stjórnvöld ættu að gera gagnskör í því að bera kennsl á möguleg fórnarlömb forvirkt og koma þeim fyrr til aðstoðar. Vinnumansal algengast Í skýrslunni segir að yfirvölda hafi borið kennsl á 46 möguleg fórnarlömb mansals hér á landi. Þau voru flest fullorðin og frá útlöndum, fimm þeirra voru þó undir fimmtán ára aldri. Þá segir að vinnumansal sé algengasta form mansals hér á landi þar sem erlendir farandverkamenn í bygginga-, ferða-, og veitingageirunum séu í mestri hættu á að lenda í mansali. Þó sjáist einnig aukning í kynlífsmansali þar sem skipulögð glæpasamtök selja konur frá Afríku, Austur-Evrópu, Balkanskaga og Suður-Ameríku í kynlífsvinnu. Skýrslu utanríkisráðherra Bandaríkjanna má lesa hér. Hún ætti að duga sem lesefni helgarinnar en hún er heilar 634 blaðsíður. Umjöllun um Íslands hefst á blaðsíðu númer 276. Bandaríkin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tekur á hverju ári saman skýrslu um frammistöðu flestra landa heimsins þegar kemur að vörnum gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað meðal þeirra landa sem standa sig best frá því að skýrslan kom fyrst út árið 2001 en féll í annan flokk árið 2017. Í skýrslu ársins segir að hérlend yfirvöld mæti öllum lágmarkskröfum þegar kemur að vörnum gegn mansali. Þau hafi stórbætt það hvernig tekið er á mansalsmálum og sérstaklega er tekið fram að hér hafi verið sakfellt í mansalsmáli í fyrsta skipti í heil tólf ár. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, í apríl þessa árs. Þá hafi kennsl verið borin á fleiri fórnarlömb mansals og þeim komið til hjálpar en á árum áður, komið hafi verið upp nýju úrræði fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis, þar á meðal mansals, og lögreglan hafi komið á fót nefnd sem vinnur með erlendum stofnunum sem berjast gegn mansali. Margt sem mætti betur fara Þrátt fyrir að Ísland sé komið í fyrsta flokk eru þó enn ýmis atriði sem betur mættu fara, að mati utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Ráðuneytið mælir helst með því að ákæruvaldið beiti mansalsákvæði hegningarlaga í meiri mæli í stað þess að ákæra fyrir smygl. Þá mætti stórauka tíðni þess að fólk grunað um mansal sé látið svara til saka. Loks segir að stjórnvöld ættu að gera gagnskör í því að bera kennsl á möguleg fórnarlömb forvirkt og koma þeim fyrr til aðstoðar. Vinnumansal algengast Í skýrslunni segir að yfirvölda hafi borið kennsl á 46 möguleg fórnarlömb mansals hér á landi. Þau voru flest fullorðin og frá útlöndum, fimm þeirra voru þó undir fimmtán ára aldri. Þá segir að vinnumansal sé algengasta form mansals hér á landi þar sem erlendir farandverkamenn í bygginga-, ferða-, og veitingageirunum séu í mestri hættu á að lenda í mansali. Þó sjáist einnig aukning í kynlífsmansali þar sem skipulögð glæpasamtök selja konur frá Afríku, Austur-Evrópu, Balkanskaga og Suður-Ameríku í kynlífsvinnu. Skýrslu utanríkisráðherra Bandaríkjanna má lesa hér. Hún ætti að duga sem lesefni helgarinnar en hún er heilar 634 blaðsíður. Umjöllun um Íslands hefst á blaðsíðu númer 276.
Bandaríkin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira