Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 11:31 Devon Allen vísað úr keppni eftir að „þjófstarta.“ EPA-EFE/John G. Mabanglo Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. Allen átti þá að hlaupa í úrslitum 110 metra grindarhlaups karla. Hinn 27 ára gamli Allen ætlar að reyna fyrir sér í NFL-deildinni nú í haust og átti þetta að vera hans síðasta grindarhlaup á ferlinum. Hann fékk þó aldrei að reyna við heimsmeistaratitilinn þar sem hann þjófstartaði og var dæmdur úr leik. Allen, sem átti besta tíma ársins og jafnframt þriðja besta tíma sögunnar í greininni, fór þó ekki af stað fyrr en eftir að skotið var úr byssunni. Á vefnum Silfrið.is - þar sem farið er yfir það helsta sem gerist í heimi frjálsra íþrótta - kemur fram að Allen hafi brugðist við 99 þúsundústu úr sekúndu eftir að skotið reið af, samkvæmt reglubókinni er það þjófstart. Devon Allen SHOULD NOT HAVE BEEN DISQUALIFIED. He didn t jump the gun. He didn t flinch.He got punished for being TOO FAST. Watch for yourself. pic.twitter.com/03xd3S3JHm— Robert Griffin III (@RGIII) July 18, 2022 Árið 1991 var ákveðið að bregðist spretthlaupari við byssuskotinu sem á að hefja spretthlaup hraðar en tíunda hluta úr sekúndu skuli þjófstart vera dæmt og hlauparinn dæmdur úr leik. Var það gert og Allan endaði feril sinn sem grindahlaupari ekki sem heimsmeistari heldur að horfa á landa sína Grant Holloway og Trey Cunningham koma fyrsta í mark. Á vef Silfursins má finna ítarlegi umfjöllun um málið sem og regluverk spretthlaupa. Þar kemur fram að rannsókn á vegum Alþjóðaíþróttasambandsins frá árinu 2009 hafi leitt til þess að mælt var með að færa löglegan viðbragðstíma spretthlaupara niður í 0,080 eða 0,085 sekúndur. Eða þá að hætt yrði að dæma þjófstart út frá sjálfvirkum mælingum og notast eingöngu við myndbandsupptökur. Þrátt fyrir það stendur 0,100 sekúndna viðmiðið enn óhaggað og Allen fékk að súpa seyðið af því. Devon Allen allt annað en sáttur með dóminn.EPA-EFE/John G. Mabanglo Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Allen átti þá að hlaupa í úrslitum 110 metra grindarhlaups karla. Hinn 27 ára gamli Allen ætlar að reyna fyrir sér í NFL-deildinni nú í haust og átti þetta að vera hans síðasta grindarhlaup á ferlinum. Hann fékk þó aldrei að reyna við heimsmeistaratitilinn þar sem hann þjófstartaði og var dæmdur úr leik. Allen, sem átti besta tíma ársins og jafnframt þriðja besta tíma sögunnar í greininni, fór þó ekki af stað fyrr en eftir að skotið var úr byssunni. Á vefnum Silfrið.is - þar sem farið er yfir það helsta sem gerist í heimi frjálsra íþrótta - kemur fram að Allen hafi brugðist við 99 þúsundústu úr sekúndu eftir að skotið reið af, samkvæmt reglubókinni er það þjófstart. Devon Allen SHOULD NOT HAVE BEEN DISQUALIFIED. He didn t jump the gun. He didn t flinch.He got punished for being TOO FAST. Watch for yourself. pic.twitter.com/03xd3S3JHm— Robert Griffin III (@RGIII) July 18, 2022 Árið 1991 var ákveðið að bregðist spretthlaupari við byssuskotinu sem á að hefja spretthlaup hraðar en tíunda hluta úr sekúndu skuli þjófstart vera dæmt og hlauparinn dæmdur úr leik. Var það gert og Allan endaði feril sinn sem grindahlaupari ekki sem heimsmeistari heldur að horfa á landa sína Grant Holloway og Trey Cunningham koma fyrsta í mark. Á vef Silfursins má finna ítarlegi umfjöllun um málið sem og regluverk spretthlaupa. Þar kemur fram að rannsókn á vegum Alþjóðaíþróttasambandsins frá árinu 2009 hafi leitt til þess að mælt var með að færa löglegan viðbragðstíma spretthlaupara niður í 0,080 eða 0,085 sekúndur. Eða þá að hætt yrði að dæma þjófstart út frá sjálfvirkum mælingum og notast eingöngu við myndbandsupptökur. Þrátt fyrir það stendur 0,100 sekúndna viðmiðið enn óhaggað og Allen fékk að súpa seyðið af því. Devon Allen allt annað en sáttur með dóminn.EPA-EFE/John G. Mabanglo
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira