Rýnt í stiklu House of the Dragon Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2022 11:55 HBO birti í gær nýja stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Drekar Targaryen-ættarinnar eru umfangsmiklir í stiklunni en þættirnir fjalla um mjög róstusamt tímabil í Westeros. House of the Dragon byggir á bókinni Fire and Blood, sem fjallar um sögu Targaryen ættarinnar í Westeros. Þættirnir fjalla sérstaklega um þann hluta bókarinnar sem snýr að nokkurs konar borgarastyrjöld innan ættarinnar um hverjir eiga að stýra ríkinu. Styrjöld þessi gengur undir nafinu Dance of Dragons og verður nóg af drekum í þáttunum. Þættirnir gerast um tvö hundruð árum fyrir atburði Game of Thrones. Targaryen-ættin er á hápunkti valdatíðar sinnar í Westeros þegar konungurinn Viserys fyrsti þarf að ákveða hver eigi að vera formlegur erfingi hans. En elsta barn hans er dóttirin Rhaenyra Targaryen og á hann bróður sem heitir Daemon Targaryen. Viserys eignast einnig tvo unga syni með nýrri drottningu en án þess að fara út í einhverja spennuspilla, þá reynist erfingjamálefnið erfitt. Viserys vill ekki að bróðir hans verði konungur en Rhaenyra er kona og lávarðar Westeros eiga erfitt með að sætta sig við konu við völd. Í stuttu máli sagt, þá verða læti og væntanlega mjög sjónræn læti á milli dreka. Stiklan sýnir bersýnilega að HBO hefur ekki sparað við framleiðslu þáttanna og að þeir virðast hafa sama framleiðslugildi og Game of Thrones þættirnir. Vert er að benda á að í þáttunum munu tveir leikarar, einn yngri og annar eldri, leika nokkrar af aðalpersónunum. Stikluna má sjá hér að neðan. Þar fyrir neðan verður svo farið lauslega yfir það sem sjá má í stiklunni. Snemma í stiklunni sjáum við nýtt útlit Járnhásætisins í Kings Landing. Það eru nokkuð fleiri sverð í hásætinu og það verði fært nær útliti þess í bókunum. Dreki á flugi yfir Kings Landing. Í bakgrunni má sjá Dragonpit, þar sem drekar Targaryen-ættarinnar voru hýstir. Ráðgjafaráð Viserys ræðir erfðamál konungsríkisins. Hver hefur sína skoðun á því hver eigi að erfa konungsríkið. Daemon Targaryen í fullum herklæðum. Hann er mikill stríðsmaður en ekki er ljóst hvort hann geti hoppað hæð sína í herklæðunum. Ung Rheanyra Targaryen og Laenor Velaryon í göngutúr. Corlys Velaryon, sem kallaður var Sjávarsnákurinn, er einn af auðugustu og valdamestu mönnum Westeros. Daemon gengur á fund bróður síns. Ser Harrold Westerling stýrir lífvarðasveit Viserys. Einhver spenna virðist í loftinu. Hér stefnir í slag milli Daemon og Otto Hightower og fylkinga þeirra. Rheanyra orðin eldri. Daemon fer í útlegð um tíma og tekur þátt í stríðinu á Stepstones, sem er eyjaklasi milli Westeros og Essos. Þar tekur hann þátt í ýmsum orrustum. Á þeim tíma sem House of the Dragon gerist er enn mikið um dreka í eigu Targaryen-ættarinnar. Alicent Hightower verður drottning þegar fyrrverandi eiginkona Viserys og móðir Rhaenyru deyr. Alicent eignast syni og vill að þeir verði konungar. Hér virðist Daemon vera að brenna óvini sína í orrustu á Stepstones. Samband og Daemon og Rheanyra er undarlegt. Targaryen-ættin var fræg fyrir að meðlimir hennar giftust og eignuðust börn saman. Það verður auðvitað að vera smá sifjaspell í Westeros. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Ísland ekki í næsta hópi HBO Max Fimmtán Evrópulönd fá aðgang að streymisveitunni HBO Max þann 8. mars næstkomandi en þeirra á meðal eru Pólland, Portúgal, Rúmenía og Holland. 22. febrúar 2022 09:26 Ísland skráð sem tökustaður í flestum þáttum A House of Dragons Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum House of the Dragon-þáttanna sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Það er samkvæmt vef IMDB en mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna. 15. febrúar 2022 14:46 Martin bað forstjóra HBO um hundrað þætti af Game of Thrones George R.R. Martin, rithöfundurinn sem skrifaði Game of Thrones bókina og aðrar bækur í þeim söguheimi sem sjónvarpsþættirnir vinsælu byggja á, hafði áhyggjur af því að gera þyrfti fleiri þáttaraðir til að gera sögunni skil. Alveg eins og við hin! 30. nóvember 2021 21:40 HBO Max kemur til Íslands á næsta ári Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári. 5. október 2021 11:28 HBO birtir fyrstu stiklu House of the Dragon HBO birti í morgun stutta stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem frumsýndir verða á næsta ári. 5. október 2021 09:46 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
House of the Dragon byggir á bókinni Fire and Blood, sem fjallar um sögu Targaryen ættarinnar í Westeros. Þættirnir fjalla sérstaklega um þann hluta bókarinnar sem snýr að nokkurs konar borgarastyrjöld innan ættarinnar um hverjir eiga að stýra ríkinu. Styrjöld þessi gengur undir nafinu Dance of Dragons og verður nóg af drekum í þáttunum. Þættirnir gerast um tvö hundruð árum fyrir atburði Game of Thrones. Targaryen-ættin er á hápunkti valdatíðar sinnar í Westeros þegar konungurinn Viserys fyrsti þarf að ákveða hver eigi að vera formlegur erfingi hans. En elsta barn hans er dóttirin Rhaenyra Targaryen og á hann bróður sem heitir Daemon Targaryen. Viserys eignast einnig tvo unga syni með nýrri drottningu en án þess að fara út í einhverja spennuspilla, þá reynist erfingjamálefnið erfitt. Viserys vill ekki að bróðir hans verði konungur en Rhaenyra er kona og lávarðar Westeros eiga erfitt með að sætta sig við konu við völd. Í stuttu máli sagt, þá verða læti og væntanlega mjög sjónræn læti á milli dreka. Stiklan sýnir bersýnilega að HBO hefur ekki sparað við framleiðslu þáttanna og að þeir virðast hafa sama framleiðslugildi og Game of Thrones þættirnir. Vert er að benda á að í þáttunum munu tveir leikarar, einn yngri og annar eldri, leika nokkrar af aðalpersónunum. Stikluna má sjá hér að neðan. Þar fyrir neðan verður svo farið lauslega yfir það sem sjá má í stiklunni. Snemma í stiklunni sjáum við nýtt útlit Járnhásætisins í Kings Landing. Það eru nokkuð fleiri sverð í hásætinu og það verði fært nær útliti þess í bókunum. Dreki á flugi yfir Kings Landing. Í bakgrunni má sjá Dragonpit, þar sem drekar Targaryen-ættarinnar voru hýstir. Ráðgjafaráð Viserys ræðir erfðamál konungsríkisins. Hver hefur sína skoðun á því hver eigi að erfa konungsríkið. Daemon Targaryen í fullum herklæðum. Hann er mikill stríðsmaður en ekki er ljóst hvort hann geti hoppað hæð sína í herklæðunum. Ung Rheanyra Targaryen og Laenor Velaryon í göngutúr. Corlys Velaryon, sem kallaður var Sjávarsnákurinn, er einn af auðugustu og valdamestu mönnum Westeros. Daemon gengur á fund bróður síns. Ser Harrold Westerling stýrir lífvarðasveit Viserys. Einhver spenna virðist í loftinu. Hér stefnir í slag milli Daemon og Otto Hightower og fylkinga þeirra. Rheanyra orðin eldri. Daemon fer í útlegð um tíma og tekur þátt í stríðinu á Stepstones, sem er eyjaklasi milli Westeros og Essos. Þar tekur hann þátt í ýmsum orrustum. Á þeim tíma sem House of the Dragon gerist er enn mikið um dreka í eigu Targaryen-ættarinnar. Alicent Hightower verður drottning þegar fyrrverandi eiginkona Viserys og móðir Rhaenyru deyr. Alicent eignast syni og vill að þeir verði konungar. Hér virðist Daemon vera að brenna óvini sína í orrustu á Stepstones. Samband og Daemon og Rheanyra er undarlegt. Targaryen-ættin var fræg fyrir að meðlimir hennar giftust og eignuðust börn saman. Það verður auðvitað að vera smá sifjaspell í Westeros.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Ísland ekki í næsta hópi HBO Max Fimmtán Evrópulönd fá aðgang að streymisveitunni HBO Max þann 8. mars næstkomandi en þeirra á meðal eru Pólland, Portúgal, Rúmenía og Holland. 22. febrúar 2022 09:26 Ísland skráð sem tökustaður í flestum þáttum A House of Dragons Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum House of the Dragon-þáttanna sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Það er samkvæmt vef IMDB en mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna. 15. febrúar 2022 14:46 Martin bað forstjóra HBO um hundrað þætti af Game of Thrones George R.R. Martin, rithöfundurinn sem skrifaði Game of Thrones bókina og aðrar bækur í þeim söguheimi sem sjónvarpsþættirnir vinsælu byggja á, hafði áhyggjur af því að gera þyrfti fleiri þáttaraðir til að gera sögunni skil. Alveg eins og við hin! 30. nóvember 2021 21:40 HBO Max kemur til Íslands á næsta ári Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári. 5. október 2021 11:28 HBO birtir fyrstu stiklu House of the Dragon HBO birti í morgun stutta stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem frumsýndir verða á næsta ári. 5. október 2021 09:46 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ísland ekki í næsta hópi HBO Max Fimmtán Evrópulönd fá aðgang að streymisveitunni HBO Max þann 8. mars næstkomandi en þeirra á meðal eru Pólland, Portúgal, Rúmenía og Holland. 22. febrúar 2022 09:26
Ísland skráð sem tökustaður í flestum þáttum A House of Dragons Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum House of the Dragon-þáttanna sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Það er samkvæmt vef IMDB en mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna. 15. febrúar 2022 14:46
Martin bað forstjóra HBO um hundrað þætti af Game of Thrones George R.R. Martin, rithöfundurinn sem skrifaði Game of Thrones bókina og aðrar bækur í þeim söguheimi sem sjónvarpsþættirnir vinsælu byggja á, hafði áhyggjur af því að gera þyrfti fleiri þáttaraðir til að gera sögunni skil. Alveg eins og við hin! 30. nóvember 2021 21:40
HBO Max kemur til Íslands á næsta ári Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári. 5. október 2021 11:28
HBO birtir fyrstu stiklu House of the Dragon HBO birti í morgun stutta stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem frumsýndir verða á næsta ári. 5. október 2021 09:46