Á brattann að sækja en Hjartagarðurinn sé ekki misheppnaður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2022 23:00 Rekstraraðilar í Hjartagarðinum eru ósammála borgarfulltrúa um að torgið sé misheppnað, eftir þær breytingar sem þar hafa orðið á undanförnum árum. Svæðið sé ekki jafn laust við mannlíf og fólk tali oft um. Hjartagarðurinn liggur á milli Hverfisgötu og Laugavegs annars vegar, og Klapparstígs og Smiðjustígs hins vegar. Fyrir tæpum áratug var tekin ákvörðun um að breyta garðinum, en þar hafði öflugt grasrótarstarf lista og menningar blómstrað, svo gott sem sjálfsprottið. Í samtali við Vísi sagði Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi að Hjartagarðurinn væri misheppnaður að því leyti að ekki hefði tekist að kveikja mikið líf á svæðinu. Hjálmar nefnir sérstaklega að Óðinstorg og Káratorg hafi heppnast betur en Hjartagarðurinn, eða Hjartatorg eins og það er einnig kallað, með tilliti til aðsóknar borgarbúa, gesta og gangandi. Rekstraraðilar í Hjartagarðinum eru ekki endilega sammála því að torgið sé misheppnað. Ásdís Þula Þorláksdóttir, sem rekur listgallerí við torgið, segir til að mynda að fjöldi fólks sæki torgið þegar veður er gott, líkt og með önnur torg borgarinnar. Eigandi verslunar við torgið tekur í sama streng. „Ég er ekki sammála því að torgið hafi misheppnast en vissulega hefur verið á brattann að sækja að efla mannlífið hérna inni á torginu,“ segir Ásmundur Jónsson, einn eigenda plötuverslunarinnar Smekkleysu, sem er til húsa í Hjartagarðinum. Ásmundur nefnir að þegar blásið hafi verið til skipulagðra viðburða á torginu hafi það gengið vel. Ásmundur Jónsson er einn eigenda Smekkleysu. „Þetta er bara spurningin um að kveikja þetta líf, að fólk fari að setja það inn á radarinn að þetta sé áhugaverður staður að dvelja á.“ Búast megi við miklu lífi á torginu á næstunni. „Til dæmis verða tónleikar hér um helgina, sem byrja annað kvöld, og síðan frá klukkan tvö á laugardeginum. Það munu vera viðburðir svo dögum skipta núna á næstu þremur, fjórum vikum.“ Skipulag Reykjavík Veitingastaðir Borgarstjórn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Hjartagarðurinn liggur á milli Hverfisgötu og Laugavegs annars vegar, og Klapparstígs og Smiðjustígs hins vegar. Fyrir tæpum áratug var tekin ákvörðun um að breyta garðinum, en þar hafði öflugt grasrótarstarf lista og menningar blómstrað, svo gott sem sjálfsprottið. Í samtali við Vísi sagði Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi að Hjartagarðurinn væri misheppnaður að því leyti að ekki hefði tekist að kveikja mikið líf á svæðinu. Hjálmar nefnir sérstaklega að Óðinstorg og Káratorg hafi heppnast betur en Hjartagarðurinn, eða Hjartatorg eins og það er einnig kallað, með tilliti til aðsóknar borgarbúa, gesta og gangandi. Rekstraraðilar í Hjartagarðinum eru ekki endilega sammála því að torgið sé misheppnað. Ásdís Þula Þorláksdóttir, sem rekur listgallerí við torgið, segir til að mynda að fjöldi fólks sæki torgið þegar veður er gott, líkt og með önnur torg borgarinnar. Eigandi verslunar við torgið tekur í sama streng. „Ég er ekki sammála því að torgið hafi misheppnast en vissulega hefur verið á brattann að sækja að efla mannlífið hérna inni á torginu,“ segir Ásmundur Jónsson, einn eigenda plötuverslunarinnar Smekkleysu, sem er til húsa í Hjartagarðinum. Ásmundur nefnir að þegar blásið hafi verið til skipulagðra viðburða á torginu hafi það gengið vel. Ásmundur Jónsson er einn eigenda Smekkleysu. „Þetta er bara spurningin um að kveikja þetta líf, að fólk fari að setja það inn á radarinn að þetta sé áhugaverður staður að dvelja á.“ Búast megi við miklu lífi á torginu á næstunni. „Til dæmis verða tónleikar hér um helgina, sem byrja annað kvöld, og síðan frá klukkan tvö á laugardeginum. Það munu vera viðburðir svo dögum skipta núna á næstu þremur, fjórum vikum.“
Skipulag Reykjavík Veitingastaðir Borgarstjórn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira