Bæjarfélög á biðlistum Gunnlaugur Már Briem skrifar 22. júlí 2022 14:00 Ég var alltaf nokkuð lukkulegur að alast upp á landsbyggðinni, nánar tiltekið í Stykkishólmi og á Skagaströnd. En við nýlegan fréttaflutning kom fram að um 7.500 manns séu nú á biðlistum eftir ýmiskonar skurðaðgerðum og þar af rúmlega 1.700 manns sem bíða eftir liðskiptiaðgerðum miðað við tölur úr fréttum frá 1.apríl 2022. Ef þessar tölur eru settar í samhengi mætti því segja að samanlagður íbúafjöldi uppeldisstöðvana sé þessa stundina að bíða eftir liðskiptiaðgerð annaðhvort á hné eða mjöðm. En hvað þýðir það að vera á biðlista ? Það er einfalt og fjarlægt að setja fram tölur, en á bakvið þessar tölur eru vissulega einstaklingar. Þeir einstaklingar sem komnir eru á biðlista eftir t.d. liðskiptiaðgerðum eru allflestir með verulega skert lífsgæði. Lífsgæði skipta máli, og það sem nútíma heilbrigðisþjónusta snýst um að stóru leiti, ef við fráskiljum lífsbjargandi inngrip. Súkraþjálfarar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa starfað með einstaklingum á biðlistum þekkja of vel sögurnar sem fólk segir með eftirsjá. Sögur um að það geti ekki leikið við barnabörnin sín, farið í ferðalög með vinum, sinnt áhugamálum, sofið óslitið eða eigi erfitt með að sinna vinnu. Verkir eru nefnilega algengasta einkenni þeirra sem bíða eftir liðskiptiaðgerðum. Stöðugir verkir hafa ekki bara mikil áhrif á líkamlega líðan, heldur eru einnig áhrif á samfélagslegaþátttöku sem og atvinnuþátttöku. Þess fyrir utan vitum við að það eru sterk tengsl milli langvarandi verkja og andlegrar líðanar. En allt hefur þetta bæði mjög neikvæð áhrif á einstaklinginn og á sama tíma á samfélagið í auknum kostnaði og minni lífsgæðum. Góðu fréttirnar eru þó að í mörgum tilfellum getum við gert svo margt annað heldur en bara að bíða. Við þurfum nefnilega líka að huga að þeim áhrifum sem biðtíminn hefur. Ef ekkert er að gert getur óvirk bið og tíminn valdið vöðvarýrnun, skertum afköstum hjarta og lungna og almennt lélegra ástandi vegna þess að við eigum erfiðara með líkamlega áreynslu, þol- og styrktarþjálfun. Hvað getum við gert meðan við bíðum ? Þjálfun og fræðsla fyrir aðgerðir hefur í mörgum tilfellum verulega jákvæð áhrif. Ekki bara á aðgerðina sjálfa, heldur einnig líðan, virkni og lífsgæði meðan beðið er, sem og að auðvelda og stytta endurhæfingartíma að aðgerð lokinni. Ef við þurfum að bíða í ár eftir aðgerð þá ættum við að gera allt sem við getum til að hún heppnist eins vel og kostur er og ekki síður að lágmarka líkurnar á því að við þurfum að endurtaka biðlista leikinn. Til þess að gera það ættu þeir sem lenda á biðlista að njóta leiðsagnar og þjónustu m.a. sjúkraþjálfara meðan á bið stendur sem og eftir aðgerð. Sjúkraþjálfara eru sú heilbrigðisstétt sem er sérhæfð í meðhöndlun stoðkerfiseinkenna og þjálfun þeirra sem hafa veikst eða slasast, og því mikilvægt að gott aðgengi sé tryggt fyrir alla. Ekki er alltaf hægt að tryggja með þjálfun eða aðgerðum að við verðum verkjalaus með öllu eða aftur eins og þegar maður var þrítugur, en við getum og eigum að gera allt til þess að við fáum að njóta sem mest þess sem okkar aðstæður bjóða upp á. Þó ég tiltaki sérstaklega áhrif þjálfunar á liðskiptiaðgerðir þá má vel heimfæra þessar áherslur yfir á mörg inngrip, eins og hjartaaðgerðir, krabbameinsaðgerðir og svo mætti lengi telja. Auk þess hefur þjálfun undir handleiðslu fagfólks áhrif á lengd legutíma inn á sjúkrahúsum okkur og samfélaginu til hagsbóta. Eru biðlistar lögmál ? Það getur verið eðlilegt að þurfa að bíða eftir ákveðinni þjónustu í einhvern tíma, enda eru til staðar viðmiðunarmörk um hvað getur talist ástættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu hjá Embætti landlæknis. Þar kemur m.a. fram að amk. 80 % einstaklinga ættu að komast í aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu. Okkur hefur því miður ekki tekist að uppfylla þau viðmið nema í fáum tilfellum. Heimsfaraldurinn hefur sjáanlega haft neikvæð áhrif á biðlista eftir aðgerðum þar sem listinn hefur rétt um tvöfaldast á tveimur árum ef horft er til allra aðgerða í bið. Á sama tíma getum við ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að umræða um biðlista er ekki að koma fyrst upp á yfirborðið núna í kjölfar faraldursins. Ástæður þess eru eflaust margar og að hluta til í formi forgangsröðunar, fjárveitinga, mannauðs og aðstöðu. Meðfylgjandi er línurit yfir fjölda á biðlistum frá 2014 - 2021, þar sem við getum glöggvað okkur aðeins á þróun síðustu ára. Vert er að geta þess að sérstakt biðlistaátak var árin 2016 – 2018. M.v. útgefnar tölur í júní ár hvert, eða næstu tölur sama ár þar sem júní tölur voru ekki aðgengilegar. Ólíklegt er að biðlistar hverfi á næstu misserum. Við þurfum því að nýta það fagfólk, þekkingu og aðstöðu sem til staðar er, og tryggja gott aðgengi. Það er skylda okkar að forgangsraða verkefnum, fjármunum og tíma á þá vegu að hagsmunir og lífsgæði einstaklinga séu hvað mest. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var alltaf nokkuð lukkulegur að alast upp á landsbyggðinni, nánar tiltekið í Stykkishólmi og á Skagaströnd. En við nýlegan fréttaflutning kom fram að um 7.500 manns séu nú á biðlistum eftir ýmiskonar skurðaðgerðum og þar af rúmlega 1.700 manns sem bíða eftir liðskiptiaðgerðum miðað við tölur úr fréttum frá 1.apríl 2022. Ef þessar tölur eru settar í samhengi mætti því segja að samanlagður íbúafjöldi uppeldisstöðvana sé þessa stundina að bíða eftir liðskiptiaðgerð annaðhvort á hné eða mjöðm. En hvað þýðir það að vera á biðlista ? Það er einfalt og fjarlægt að setja fram tölur, en á bakvið þessar tölur eru vissulega einstaklingar. Þeir einstaklingar sem komnir eru á biðlista eftir t.d. liðskiptiaðgerðum eru allflestir með verulega skert lífsgæði. Lífsgæði skipta máli, og það sem nútíma heilbrigðisþjónusta snýst um að stóru leiti, ef við fráskiljum lífsbjargandi inngrip. Súkraþjálfarar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa starfað með einstaklingum á biðlistum þekkja of vel sögurnar sem fólk segir með eftirsjá. Sögur um að það geti ekki leikið við barnabörnin sín, farið í ferðalög með vinum, sinnt áhugamálum, sofið óslitið eða eigi erfitt með að sinna vinnu. Verkir eru nefnilega algengasta einkenni þeirra sem bíða eftir liðskiptiaðgerðum. Stöðugir verkir hafa ekki bara mikil áhrif á líkamlega líðan, heldur eru einnig áhrif á samfélagslegaþátttöku sem og atvinnuþátttöku. Þess fyrir utan vitum við að það eru sterk tengsl milli langvarandi verkja og andlegrar líðanar. En allt hefur þetta bæði mjög neikvæð áhrif á einstaklinginn og á sama tíma á samfélagið í auknum kostnaði og minni lífsgæðum. Góðu fréttirnar eru þó að í mörgum tilfellum getum við gert svo margt annað heldur en bara að bíða. Við þurfum nefnilega líka að huga að þeim áhrifum sem biðtíminn hefur. Ef ekkert er að gert getur óvirk bið og tíminn valdið vöðvarýrnun, skertum afköstum hjarta og lungna og almennt lélegra ástandi vegna þess að við eigum erfiðara með líkamlega áreynslu, þol- og styrktarþjálfun. Hvað getum við gert meðan við bíðum ? Þjálfun og fræðsla fyrir aðgerðir hefur í mörgum tilfellum verulega jákvæð áhrif. Ekki bara á aðgerðina sjálfa, heldur einnig líðan, virkni og lífsgæði meðan beðið er, sem og að auðvelda og stytta endurhæfingartíma að aðgerð lokinni. Ef við þurfum að bíða í ár eftir aðgerð þá ættum við að gera allt sem við getum til að hún heppnist eins vel og kostur er og ekki síður að lágmarka líkurnar á því að við þurfum að endurtaka biðlista leikinn. Til þess að gera það ættu þeir sem lenda á biðlista að njóta leiðsagnar og þjónustu m.a. sjúkraþjálfara meðan á bið stendur sem og eftir aðgerð. Sjúkraþjálfara eru sú heilbrigðisstétt sem er sérhæfð í meðhöndlun stoðkerfiseinkenna og þjálfun þeirra sem hafa veikst eða slasast, og því mikilvægt að gott aðgengi sé tryggt fyrir alla. Ekki er alltaf hægt að tryggja með þjálfun eða aðgerðum að við verðum verkjalaus með öllu eða aftur eins og þegar maður var þrítugur, en við getum og eigum að gera allt til þess að við fáum að njóta sem mest þess sem okkar aðstæður bjóða upp á. Þó ég tiltaki sérstaklega áhrif þjálfunar á liðskiptiaðgerðir þá má vel heimfæra þessar áherslur yfir á mörg inngrip, eins og hjartaaðgerðir, krabbameinsaðgerðir og svo mætti lengi telja. Auk þess hefur þjálfun undir handleiðslu fagfólks áhrif á lengd legutíma inn á sjúkrahúsum okkur og samfélaginu til hagsbóta. Eru biðlistar lögmál ? Það getur verið eðlilegt að þurfa að bíða eftir ákveðinni þjónustu í einhvern tíma, enda eru til staðar viðmiðunarmörk um hvað getur talist ástættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu hjá Embætti landlæknis. Þar kemur m.a. fram að amk. 80 % einstaklinga ættu að komast í aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu. Okkur hefur því miður ekki tekist að uppfylla þau viðmið nema í fáum tilfellum. Heimsfaraldurinn hefur sjáanlega haft neikvæð áhrif á biðlista eftir aðgerðum þar sem listinn hefur rétt um tvöfaldast á tveimur árum ef horft er til allra aðgerða í bið. Á sama tíma getum við ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að umræða um biðlista er ekki að koma fyrst upp á yfirborðið núna í kjölfar faraldursins. Ástæður þess eru eflaust margar og að hluta til í formi forgangsröðunar, fjárveitinga, mannauðs og aðstöðu. Meðfylgjandi er línurit yfir fjölda á biðlistum frá 2014 - 2021, þar sem við getum glöggvað okkur aðeins á þróun síðustu ára. Vert er að geta þess að sérstakt biðlistaátak var árin 2016 – 2018. M.v. útgefnar tölur í júní ár hvert, eða næstu tölur sama ár þar sem júní tölur voru ekki aðgengilegar. Ólíklegt er að biðlistar hverfi á næstu misserum. Við þurfum því að nýta það fagfólk, þekkingu og aðstöðu sem til staðar er, og tryggja gott aðgengi. Það er skylda okkar að forgangsraða verkefnum, fjármunum og tíma á þá vegu að hagsmunir og lífsgæði einstaklinga séu hvað mest. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar