„Fullmikið drama miðað við það sem ég sagði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 10:00 Damir kveðst ekki hafa verið með dónaskap við leikmenn Podgorica. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, kveðst ekki hafa verið með mikinn dónaskap við leikmenn Buducnest Podgorica frá Svartfjallalandi eftir 2-0 sigur Blika á liðinu á Kópavogsvelli á fimmtudagskvöld. Hann hlakkar til síðari leiksins ytra. Svartfellingarnir virðast hafa ætlað að slá Blika út af laginu með því að vera fastir fyrir en óhætt er að segja að kappið hafi borið fegurðina ofurliði. Tveir leikmenn liðsins fengu rautt spjald í leiknum, auk þjálfara liðsins. „Ég hef ekki séð þessa hegðun áður, verð ég að viðurkenna, þó ég sé nú ekki hokinn af reynslu. En ég hef ekki upplifað á boðvangi andstæðinganna svona árásargjarna hegðun og svona mikla reiði,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir leik. Eftir að lokaflautið gall var þá gerður aðsúgur að Damir Muminovic, serbnesk-íslenskum leikmanni Blika, sem lét nokkur vel valin orð falla á tungumáli gestanna. Allt sauð upp úr í kjölfarið en Damir segir gestina hafa gert úlfalda úr mýflugu, ef litið er til orðavals hans. „Þetta var nú bara fullmikið drama miðað við það sem ég sagði. Ég get lofað því að það var ekkert dónalegt eða neitt þannig. Ég sagði þeim bara að setjast niður þarna á bekknum. Þeir voru fullæstir fyrir minn smekk.“ segir Damir. Aðspurður um við hverju hann búist í leiknum ytra segir Damir: „Ég býst bara við alvöru veislu. Þeir reyna örugglega að komast í hausinn á okkur en við þurfum bara að vera pollrólegir. Þetta er dálítið nýtt fyrir okkur á Íslandi að fá svona brjálaða stuðningmenn hingað og leikmenn en ég hef séð þetta áður og þetta truflar mig voða lítið.“ Síðari leikur liðanna er klukkan 18:30 næsta fimmtudagskvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Næsta verkefni Blika er hins vegar þegar þeir sækja FH-inga heim annað kvöld og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:00. Ummæli Damirs má sjá í spilaranum fyrir ofan þegar um 1:30 er liðin af klippunni. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin, rauðu spjöldin, vítin og lætin þegar Blikar og Víkingar unnu Breiðablik og Víkingur unnu bæði góða 2-0 sigra í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Hitinn var öllu meiri í Kópavogi en í Fossvogi og fór rauða spjaldið þrisvar á loft auk þess sem litlu munaði að upp úr syði í leikslok. 22. júlí 2022 14:25 Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Svartfellingarnir virðast hafa ætlað að slá Blika út af laginu með því að vera fastir fyrir en óhætt er að segja að kappið hafi borið fegurðina ofurliði. Tveir leikmenn liðsins fengu rautt spjald í leiknum, auk þjálfara liðsins. „Ég hef ekki séð þessa hegðun áður, verð ég að viðurkenna, þó ég sé nú ekki hokinn af reynslu. En ég hef ekki upplifað á boðvangi andstæðinganna svona árásargjarna hegðun og svona mikla reiði,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir leik. Eftir að lokaflautið gall var þá gerður aðsúgur að Damir Muminovic, serbnesk-íslenskum leikmanni Blika, sem lét nokkur vel valin orð falla á tungumáli gestanna. Allt sauð upp úr í kjölfarið en Damir segir gestina hafa gert úlfalda úr mýflugu, ef litið er til orðavals hans. „Þetta var nú bara fullmikið drama miðað við það sem ég sagði. Ég get lofað því að það var ekkert dónalegt eða neitt þannig. Ég sagði þeim bara að setjast niður þarna á bekknum. Þeir voru fullæstir fyrir minn smekk.“ segir Damir. Aðspurður um við hverju hann búist í leiknum ytra segir Damir: „Ég býst bara við alvöru veislu. Þeir reyna örugglega að komast í hausinn á okkur en við þurfum bara að vera pollrólegir. Þetta er dálítið nýtt fyrir okkur á Íslandi að fá svona brjálaða stuðningmenn hingað og leikmenn en ég hef séð þetta áður og þetta truflar mig voða lítið.“ Síðari leikur liðanna er klukkan 18:30 næsta fimmtudagskvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Næsta verkefni Blika er hins vegar þegar þeir sækja FH-inga heim annað kvöld og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:00. Ummæli Damirs má sjá í spilaranum fyrir ofan þegar um 1:30 er liðin af klippunni.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin, rauðu spjöldin, vítin og lætin þegar Blikar og Víkingar unnu Breiðablik og Víkingur unnu bæði góða 2-0 sigra í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Hitinn var öllu meiri í Kópavogi en í Fossvogi og fór rauða spjaldið þrisvar á loft auk þess sem litlu munaði að upp úr syði í leikslok. 22. júlí 2022 14:25 Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Sjáðu mörkin, rauðu spjöldin, vítin og lætin þegar Blikar og Víkingar unnu Breiðablik og Víkingur unnu bæði góða 2-0 sigra í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Hitinn var öllu meiri í Kópavogi en í Fossvogi og fór rauða spjaldið þrisvar á loft auk þess sem litlu munaði að upp úr syði í leikslok. 22. júlí 2022 14:25
Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16
Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30