Innlent

Druslu­­gangan haldin í dag: „Það er hiti og fólk er til­­búið að berjast“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Inga Hrönn er einn af skipuleggjendum göngunnar.
Inga Hrönn er einn af skipuleggjendum göngunnar.

Druslugangan verður haldin í dag í fyrsta skipti eftir tveggja ára hlé í heimsfaraldri. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og niður á Austurvöll þar sem efnt verður til samstöðufundar með ræðuhaldi og tónlistarflutningi.

Inga Hrönn Jóns­dóttir er einn af skipu­leggj­endum göngunnar. Hún segir hana tíma­bæra og tala beint inn í á­stand sam­fé­lagsins í dag.

„Já, klár­lega. Það er náttúru­lega búin að vera þessi MeT­oo-bylgja núna í svoldið langan tíma. Og það er reiði í sam­fé­laginu, það er hiti og fólk er til­búið að berjast. Og það eru búin að vera mikil læti. Þannig að ég held svona að við séum alla­vega að hitta á mjög góðan tíma,“ segir Inga Hrönn.

Verður marg­menni þarna í dag?

„Við erum að vona það alla­vega. Það náttúru­lega var ekki ganga síðustu tvö ár og árið þar á undan var mætingin svona að­eins farin að dvína en við erum að vona að fólk sé spennt að mæta núna þegar það er búið að vera tveggja ára hlé,“ segir Inga Hrönn.

Í ár er gengið til að vekja at­hygli á valda­ó­jafn­vægi í sam­fé­laginu.

„Við erum að reyna að sýna fram á hvað það birtist á mörgum mis­munandi sviðum. Sam­fé­lagið hefur verið að sjá valda­ó­jafn­vægi undan­farið til dæmis með frægu strákana og fót­bolta­mennina og allt þetta. En svo erum við að reyna að varpa ljósi á að þetta er á miklu fleiri stöðum. Það eru yfir­menn og það er valda­ó­jafn­vægi á milli ein­stak­lings sem er fatlaður og ein­stak­lings sem er ekki fatlaður. Við erum að reyna að sýna fram á að þetta er alls staðar í sam­fé­laginu,“ segir Inga Hrönn.

Á Austur­velli halda þrjár konur ræður og síðan koma fram þrjú tón­listar­at­riði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×