Úlfur hefur verið fastamaður í framlínu liðs Njarðvíkur sem hefur farið hamförum í 2. deildinni í sumar. Njarðvík er sem stendur á toppi deildarinnar með 37 stig af 39 mögulegum eftir 13 leiki.
Úlfur hefur skorað tíu mörk í leikjunum 13 og er næstmarkahæstur í deildinni, á eftir öðrum Njarðvíkingi, Oumar Diouck sem hefur skorað 13 mörk.
FH-ingar hafa átt í töluverðum vandræðum í sumar en Eiður Smári Guðjohnsen leitar enn síns fyrsta sigurs sem þjálfari liðsins eftir að hafa tekið við af Ólafi Jóhannessyni sem var nýlega sagt upp störfum.
FH situr í 9. sæti Bestu deildar karla með tíu stig eftir 13 leiki og hefur aðeins unnið tvo deildarleiki í sumar.
Liðið freistar þess að vinna sinn fyrsta sigur undir nýjum þjálfara í kvöld þegar topplið Breiðabliks heimsækir Kaplakrika. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.