Ofbeldismenning Uber Daníel Einarsson skrifar 25. júlí 2022 14:09 Síðustu daga hefur í öllum helstu miðlum heimsins mátt lesa ófagrar lýsingar á starfsemi alþjóðlega stórfyrirtækisins Uber, byggðar á gögnum sem Washington Post og fjörutíu aðrir fréttamiðlar höfðu komist yfir. Þar kemur meðal annars fram að stjórnendur fyrirtækisins vildu að bílstjórar Uber lentu í átökum við mótmælendur og forstjórinn, Travis Kalanick, sagði beinlínis: „Ofbeldi tryggir árangur.“ Þá kemur fram í gögnunum að stjórnendur Uber vissu vel að þeir voru víðs vegar um heiminn að brjóta lög og beittu fyrir sig fjölmiðlamönnum og villtu um fyrir stjórnmálamönnum, svo leigubifreiðaakstur yrði afregluvæddur. Þá kemur fram í gögnunum að Uber niðurgreiddi þjónustu sína þegar ráðist var inn á nýjan markað til að grafa undan starfsemi leigubifreiðastjóra sem fyrir voru á markaðnum. Í gögnunum kemur líka fram hvernig ólögmæt starfsemi Uber var falin fyrir stjórnvöldum en tæknimönnum fyrirtækisins voru gefin fyrirmæli um að loka á aðgang að gagnasöfnum þess til að koma í veg fyrir að lögregla kæmist yfir sönnunargögn. Svo er að sjá af gögnunum sem ýmsir af æðstu ráðamönnum í Evrópuríkjum hafi beinlínis étið úr lófa stjórnenda Uber og gert allt sem í þeirra valdi stóð til að greiða götu þessa ameríska stórfyrirtækis. Sem betur fer eru þó líka til stjórnmálamenn sem vilja fremur þjóna samborgurum sínum en alþjóðlegum risafyrirtækjum. Olaf Scholz, þáverandi borgarstjóri Hamborgar og núverandi kanslari Þýskalands, var ekki í náðinni hjá Uber-mönnum, enda barðist hann fyrir því að þeir sem ækju fyrir þetta ört stækkandi fyrirtæki, fengju að minnsta kosti greidd lágmarkslaun. Allt sem heitir félagslegt réttlæti er eitur í beinum þessara risafyrirtækja sem vita sem er að leiðin til meiri auðs er að fá að stunda félagsleg undirboð. Afregluvæðing heimtuð hér Málið er okkur Íslendingum heldur betur skylt því nú um nokkra hríð hefur samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins barist fyrir því að þetta alþjóðlega stórfyrirtæki fái að stunda þessa starfsemi líka á Íslandi. Ýmsir fleiri hafa beitt sér fyrir afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs og samhliða ráðist harkalega að stétt leigubifreiðastjóra með ítrekuðum atvinnurógi. Í ljósi gagnalekans væri fróðlegt að vita hvort og þá hvaða íslensku stjórnmálamenn, embættismenn og almannatenglar hafa verið á mála hjá Uber. Undanfarin misseri hefur reglulega verið sett á svið leikrit þar sem Eftirlitsstofnun EFTA sendir álit um það að nú þurfi að afregluvæða íslenskan leigubifreiðamarkað og embættismenn í ráðuneytinu með ráðherrann í broddi fylkingar, heimta í kjölfarið að ganga verði að kröfum stofnunarinnar. Þeir háu herrar láta sig það engu skipta þótt með þessu verði gert út af við stétt leigubifreiðastjóra, þeir sviptir lífsviðurværi sínu, atvinnu- og eignarréttindum. Ætli bréfunum frá ESA fari kannski fækkandi núna þegar spillingin í kringum Uber er orðin lýðum ljós? Frumvarp innviðaráðherra um afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs dagaði blessunarlega uppi á nýliðnu þingi. Bregður þá svo við nú í miðjum sumarleyfum að nýtt og breytt frumvarp er sett í samráðsgáttina en ekkert samráð hefur verið haft við okkur leigubifreiðastjóra. Þá hefur í engu verið tekið tillit til margháttaðra athugasemda okkar við áður framlögð frumvörp um okkar atvinnugrein. Athugasemdir okkar leigubifreiðastjóra, beinast fyrst og fremst að öryggi almennings og að hægt verði að tryggja áfram góða þjónustu við neytendur. Afleiðingarnar afregluvæðingar í nágrannalöndunum hafa meðal annars verið versnandi þjónusta og hærra verðlag þvert á gefin fyrirheit um annað. Þetta nýja frumvarp gengur nú enn lengra í afregluvæðingunni en hið fyrra. Nú á ekki lengur að binda leyfi til aksturs við eina bifreið á hvern leyfishafa, heldur á að veita fyrirtækjum heimild til leiguaksturs með ótakmörkuðum fjölda bifreiða. Þetta er ekkert annað en þjónkun við hinn alþjóðlega auðhring Uber sem gerst hefur sekur um þau alvarlegu afbrot sem að framan var getið. Hugsjónalausir stjórnmálamenn? Eðlilega kvikna áleitnar spurningar um heilindi þeirra sem reka málið áfram af miklum krafti. Alltént blasir við að hjarta þeirra slær ekki með íslenskum starfstéttindum, heldur miklu frekar í takti við hagsmuni erlendra auðhringja. Þetta er í boði formanns Framsóknarflokksins, flokks sem eitt sinn kenndi sig við félagshyggju og jöfnuð. Að sama skapi undrumst við leigubifreiðastjórar afstöðu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni – flokksins sem eitt sinn gumaði sig af því að vera flokkur hins sjálfstæða atvinnurekanda og vildi að atvinnutækifærin væru sem mest í höndum borgaranna sjálfra. Nú vill þessi sami flokkur samþjöppun auðs og helst undir formerkjum útlendra stórfyrirtækja. Það er eins og allar hugsjónir í pólitík séu farnar lönd og leið. Eða hvar eru íslenskir jafnaðarmenn? Þeir mættu taka forystumann systurflokks þeirra í Þýskalandi til fyrirmyndar. Hann stóð á móti félagslegum undirboðum þegar Uber ætlaði að leggja undir sig Hamborg. Það vekur upp áleitnar spurningar að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar skuli taka málstað erlends stórfyrirtækis sem starfar í skattaskjóli, grefur undan eðlilegum réttindum starfstétta og svo mætti áfram telja. Þrátt fyrir uppljóstranir af Uber nú eru þetta alls ekkert nýjar fréttir fyrir okkur sem fylgst höfum með ömurlegri þróun þessara mála í ýmsum nágrannalandanna. Reglulega hefur verið greint frá hneykslismálum tengdum Uber í fjölmiðlum, allt frá misgóðri reynslu viðskiptavina af þjónustunni yfir í ofbeldi, þjófnaði, mannshvörf og morð. Þá blasti við að fyrirtækið stundaði undirboð á markaði til að ryðja úr vegi keppinautum og hækkaði verðið þegar ætlunarverkinu var lokið. Það hefði í sjálfu sér átt að nægja til að vekja íslenska ráðamenn til vitundar um að starfsemi af þessu tagi ætti ekkert erindi hingað. Við sem höfum bent á þetta árum saman höfum verið sakaðir um hræðsluáróður. Ítrekað hafa borist fregnir af bílstjórum Uber sem kvarta sáran undan lélegum kjörum og réttindaleysi. Þeir sem hafa reynt að sækja rétt sinn gagnvart þessum alþjóðlega auðhring hefur ekkert orðið ágengt. Norskir starfsbræður okkar hafa síðustu misseri fengið að kenna á afregluvæðingu greinarinnar þar í landi og bent á að of lítið sé að hafa upp úr akstri fyrir Uber til að hægt sé að lifa af honum mannsæmandi lífi. Félagsleg undirboð eru því beinlínis forsenda starfseminnar. Auk þess fer stór hluti ágóðans úr landi í sjóði alþjóðlegs stórfyrirtækis. Allt skattaeftirlit verður til muna dýrara og flóknara, þjónusta við neytendur verður miklu lakari og þegar á hólminn er kominn dýrari. Fyrirhuguð afregluvæðing leigubifreiðaaksturs vekur upp grundvallarspurningar um framtíð okkar þjóðfélagsgerðar. Við þurfum að gera það upp við okkur hvernig samfélagi við viljum við lifa í. Er það virkilega vilji íslenskra ráðamanna að svipta heilli starfsstétt lífsviðurværi sínu og skapa umhverfi þar sem útlent stórfyrirtæki sem gerst hefur bert að alvarlegum afbrotum taki við í krafti félagslegra undirboða? Svari hver fyrir sig. Höfundur er formaður BÍLS - Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigubílar Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur í öllum helstu miðlum heimsins mátt lesa ófagrar lýsingar á starfsemi alþjóðlega stórfyrirtækisins Uber, byggðar á gögnum sem Washington Post og fjörutíu aðrir fréttamiðlar höfðu komist yfir. Þar kemur meðal annars fram að stjórnendur fyrirtækisins vildu að bílstjórar Uber lentu í átökum við mótmælendur og forstjórinn, Travis Kalanick, sagði beinlínis: „Ofbeldi tryggir árangur.“ Þá kemur fram í gögnunum að stjórnendur Uber vissu vel að þeir voru víðs vegar um heiminn að brjóta lög og beittu fyrir sig fjölmiðlamönnum og villtu um fyrir stjórnmálamönnum, svo leigubifreiðaakstur yrði afregluvæddur. Þá kemur fram í gögnunum að Uber niðurgreiddi þjónustu sína þegar ráðist var inn á nýjan markað til að grafa undan starfsemi leigubifreiðastjóra sem fyrir voru á markaðnum. Í gögnunum kemur líka fram hvernig ólögmæt starfsemi Uber var falin fyrir stjórnvöldum en tæknimönnum fyrirtækisins voru gefin fyrirmæli um að loka á aðgang að gagnasöfnum þess til að koma í veg fyrir að lögregla kæmist yfir sönnunargögn. Svo er að sjá af gögnunum sem ýmsir af æðstu ráðamönnum í Evrópuríkjum hafi beinlínis étið úr lófa stjórnenda Uber og gert allt sem í þeirra valdi stóð til að greiða götu þessa ameríska stórfyrirtækis. Sem betur fer eru þó líka til stjórnmálamenn sem vilja fremur þjóna samborgurum sínum en alþjóðlegum risafyrirtækjum. Olaf Scholz, þáverandi borgarstjóri Hamborgar og núverandi kanslari Þýskalands, var ekki í náðinni hjá Uber-mönnum, enda barðist hann fyrir því að þeir sem ækju fyrir þetta ört stækkandi fyrirtæki, fengju að minnsta kosti greidd lágmarkslaun. Allt sem heitir félagslegt réttlæti er eitur í beinum þessara risafyrirtækja sem vita sem er að leiðin til meiri auðs er að fá að stunda félagsleg undirboð. Afregluvæðing heimtuð hér Málið er okkur Íslendingum heldur betur skylt því nú um nokkra hríð hefur samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins barist fyrir því að þetta alþjóðlega stórfyrirtæki fái að stunda þessa starfsemi líka á Íslandi. Ýmsir fleiri hafa beitt sér fyrir afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs og samhliða ráðist harkalega að stétt leigubifreiðastjóra með ítrekuðum atvinnurógi. Í ljósi gagnalekans væri fróðlegt að vita hvort og þá hvaða íslensku stjórnmálamenn, embættismenn og almannatenglar hafa verið á mála hjá Uber. Undanfarin misseri hefur reglulega verið sett á svið leikrit þar sem Eftirlitsstofnun EFTA sendir álit um það að nú þurfi að afregluvæða íslenskan leigubifreiðamarkað og embættismenn í ráðuneytinu með ráðherrann í broddi fylkingar, heimta í kjölfarið að ganga verði að kröfum stofnunarinnar. Þeir háu herrar láta sig það engu skipta þótt með þessu verði gert út af við stétt leigubifreiðastjóra, þeir sviptir lífsviðurværi sínu, atvinnu- og eignarréttindum. Ætli bréfunum frá ESA fari kannski fækkandi núna þegar spillingin í kringum Uber er orðin lýðum ljós? Frumvarp innviðaráðherra um afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs dagaði blessunarlega uppi á nýliðnu þingi. Bregður þá svo við nú í miðjum sumarleyfum að nýtt og breytt frumvarp er sett í samráðsgáttina en ekkert samráð hefur verið haft við okkur leigubifreiðastjóra. Þá hefur í engu verið tekið tillit til margháttaðra athugasemda okkar við áður framlögð frumvörp um okkar atvinnugrein. Athugasemdir okkar leigubifreiðastjóra, beinast fyrst og fremst að öryggi almennings og að hægt verði að tryggja áfram góða þjónustu við neytendur. Afleiðingarnar afregluvæðingar í nágrannalöndunum hafa meðal annars verið versnandi þjónusta og hærra verðlag þvert á gefin fyrirheit um annað. Þetta nýja frumvarp gengur nú enn lengra í afregluvæðingunni en hið fyrra. Nú á ekki lengur að binda leyfi til aksturs við eina bifreið á hvern leyfishafa, heldur á að veita fyrirtækjum heimild til leiguaksturs með ótakmörkuðum fjölda bifreiða. Þetta er ekkert annað en þjónkun við hinn alþjóðlega auðhring Uber sem gerst hefur sekur um þau alvarlegu afbrot sem að framan var getið. Hugsjónalausir stjórnmálamenn? Eðlilega kvikna áleitnar spurningar um heilindi þeirra sem reka málið áfram af miklum krafti. Alltént blasir við að hjarta þeirra slær ekki með íslenskum starfstéttindum, heldur miklu frekar í takti við hagsmuni erlendra auðhringja. Þetta er í boði formanns Framsóknarflokksins, flokks sem eitt sinn kenndi sig við félagshyggju og jöfnuð. Að sama skapi undrumst við leigubifreiðastjórar afstöðu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni – flokksins sem eitt sinn gumaði sig af því að vera flokkur hins sjálfstæða atvinnurekanda og vildi að atvinnutækifærin væru sem mest í höndum borgaranna sjálfra. Nú vill þessi sami flokkur samþjöppun auðs og helst undir formerkjum útlendra stórfyrirtækja. Það er eins og allar hugsjónir í pólitík séu farnar lönd og leið. Eða hvar eru íslenskir jafnaðarmenn? Þeir mættu taka forystumann systurflokks þeirra í Þýskalandi til fyrirmyndar. Hann stóð á móti félagslegum undirboðum þegar Uber ætlaði að leggja undir sig Hamborg. Það vekur upp áleitnar spurningar að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar skuli taka málstað erlends stórfyrirtækis sem starfar í skattaskjóli, grefur undan eðlilegum réttindum starfstétta og svo mætti áfram telja. Þrátt fyrir uppljóstranir af Uber nú eru þetta alls ekkert nýjar fréttir fyrir okkur sem fylgst höfum með ömurlegri þróun þessara mála í ýmsum nágrannalandanna. Reglulega hefur verið greint frá hneykslismálum tengdum Uber í fjölmiðlum, allt frá misgóðri reynslu viðskiptavina af þjónustunni yfir í ofbeldi, þjófnaði, mannshvörf og morð. Þá blasti við að fyrirtækið stundaði undirboð á markaði til að ryðja úr vegi keppinautum og hækkaði verðið þegar ætlunarverkinu var lokið. Það hefði í sjálfu sér átt að nægja til að vekja íslenska ráðamenn til vitundar um að starfsemi af þessu tagi ætti ekkert erindi hingað. Við sem höfum bent á þetta árum saman höfum verið sakaðir um hræðsluáróður. Ítrekað hafa borist fregnir af bílstjórum Uber sem kvarta sáran undan lélegum kjörum og réttindaleysi. Þeir sem hafa reynt að sækja rétt sinn gagnvart þessum alþjóðlega auðhring hefur ekkert orðið ágengt. Norskir starfsbræður okkar hafa síðustu misseri fengið að kenna á afregluvæðingu greinarinnar þar í landi og bent á að of lítið sé að hafa upp úr akstri fyrir Uber til að hægt sé að lifa af honum mannsæmandi lífi. Félagsleg undirboð eru því beinlínis forsenda starfseminnar. Auk þess fer stór hluti ágóðans úr landi í sjóði alþjóðlegs stórfyrirtækis. Allt skattaeftirlit verður til muna dýrara og flóknara, þjónusta við neytendur verður miklu lakari og þegar á hólminn er kominn dýrari. Fyrirhuguð afregluvæðing leigubifreiðaaksturs vekur upp grundvallarspurningar um framtíð okkar þjóðfélagsgerðar. Við þurfum að gera það upp við okkur hvernig samfélagi við viljum við lifa í. Er það virkilega vilji íslenskra ráðamanna að svipta heilli starfsstétt lífsviðurværi sínu og skapa umhverfi þar sem útlent stórfyrirtæki sem gerst hefur bert að alvarlegum afbrotum taki við í krafti félagslegra undirboða? Svari hver fyrir sig. Höfundur er formaður BÍLS - Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun