Um klukkan 6:15 að staðartíma var íbúum á svæðinu tilkynnt að skotárásir hafi átt sér stað á nokkrum stöðum í miðborg Langley og á einum stað í hinu nærliggjandi sveitarfélagi Langley Township. Lögreglan staðfestir við kanadíska ríkisútvarpið CBC að einn hafi verið handtekinn rétt fyrir klukkan 7, eða um 14 að íslenskum tíma. Áfram sé unnið að því að kanna hvort hinn grunaði hafi verið einn að verki.
Tvö önnur eru alvarlega slösuð en árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu. CBC greinir frá þessu.
Lögreglan á svæðinu segir ekkert vitað um ástæðurnar að baki árásinni eða hvort árásarmaðurinn sé tengdur fórnarlömbunum.