Innlent

Ekkert hafi fundist en rann­sóknar­vinna haldi á­fram

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Lögregla hefur lokið við rannsóknarvinnu á vettvangi.
Lögregla hefur lokið við rannsóknarvinnu á vettvangi. Vísir/Vilhelm

Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Úlfari Lúðvíkssyni lenti flugvélin klukkan 16:22 í dag en hún var á leið frá Frankfurt til Seattle. Vélinni var snúið við yfir Grænlandi þegar tilkynning vegna hótunarinnar barst íslenskum flugmálayfirvöldum.

Samkvæmt heimildum fréttablaðsins á farþegi í vélinni að hafa skrifað „BOMB“ eða „SPRENGJA“ á spegilinn á salerni vélarinnar.

266 farþegar voru um borð í og gekk vel að rýma vélina. Sprengjusérfræðingar sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru á vettvangi en samkvæmt tilkynningu frá lögreglu frá því fyrr í kvöld hafi ekkert óeðlilegt fundist.

Rannsóknarvinna haldi þó áfram í flugstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×