Aldrei sé betra að vera í Reykjavík en þegar „fíflin eru farin til Eyja“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 25. júlí 2022 23:30 Ásgeir Guðmundsson, stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða og yfirstríðnispúki Innipúkans. Í Vestmannaeyjum er allt að verða klárt en hátíðinni var aflýst árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn snýr ekki aftur í ár en aðrir aðilar taka við. Í Reykjavík verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur og verður starfsfólk reykvískra skemmtistaða sent á námskeið til þess að bregðast við ofbeldi í skemmtanahaldi. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það sé mikil spenna í ungum sem öldnum, fólk er núna að keppast við að gera allt klárt, græja hvítu tjöldin og tjalda þeim núna á miðvikudag og fimmtudag, setja upp sparibrosið og mæta klár í dalinn. Það er mikil tilhlökkun, það er alveg klárt,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Það er ekki uppselt enn sem komið er en Hörður bendir á að flöskuhálsinn sé einna helst samgöngur til Eyja. „Herjólfur ber bara ákveðinn fjölda í hverri ferð og það er svona það sem heldur þessu svona niðri hjá okkur. Það er ekki mikið af plássi eftir í Herjólfi um verslunarmannahelgina, en þó eitthvað og það er enn hægt að nálgast miða á Dalurinn.is,“ segir hann. Bleiki fíllinn hverfur á braut þetta árið en þess í stað verður hátíðin hluti af átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi á skemmtanalífinu. Það verður þó ýmislegt um að vera um verslunarmannahelgina en sem dæmi má nefna tónlistarhátíðina Innipúkann en hann á tuttugu ára afmæli í ár. Stjórnarmaður í Sambandi reykvískra skemmtistaða og stríðnispúki Innipúkans, Ásgeir Guðmundsson segir samtökin ætla að senda allt sitt starfsfólk á námskeið til þess að bregðast við mögulegu ofbeldi um helgina. Starfsfólk miðbæjarins sé þó öllu vant. Ásgeir segir undirbúning Innipúkans ganga vel og snúist aðallega um það að „glæða borgina lífi og gera hana skemmtilega fyrir þá sem að vilja frekar vera [í Reykjavík]heldur en að fara út á lönd með kannski öllum hinum sem ætla að liggja þar í mýrinni og drekka volgan bjór.“ Hann segist taka það á sig að stríða útihátíðunum, hann hafi reglulega sagt að „það sé aldrei betra að vera í Reykjavík heldur en akkúrat þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja.“ Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Vestmannaeyjar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
„Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það sé mikil spenna í ungum sem öldnum, fólk er núna að keppast við að gera allt klárt, græja hvítu tjöldin og tjalda þeim núna á miðvikudag og fimmtudag, setja upp sparibrosið og mæta klár í dalinn. Það er mikil tilhlökkun, það er alveg klárt,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Það er ekki uppselt enn sem komið er en Hörður bendir á að flöskuhálsinn sé einna helst samgöngur til Eyja. „Herjólfur ber bara ákveðinn fjölda í hverri ferð og það er svona það sem heldur þessu svona niðri hjá okkur. Það er ekki mikið af plássi eftir í Herjólfi um verslunarmannahelgina, en þó eitthvað og það er enn hægt að nálgast miða á Dalurinn.is,“ segir hann. Bleiki fíllinn hverfur á braut þetta árið en þess í stað verður hátíðin hluti af átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi á skemmtanalífinu. Það verður þó ýmislegt um að vera um verslunarmannahelgina en sem dæmi má nefna tónlistarhátíðina Innipúkann en hann á tuttugu ára afmæli í ár. Stjórnarmaður í Sambandi reykvískra skemmtistaða og stríðnispúki Innipúkans, Ásgeir Guðmundsson segir samtökin ætla að senda allt sitt starfsfólk á námskeið til þess að bregðast við mögulegu ofbeldi um helgina. Starfsfólk miðbæjarins sé þó öllu vant. Ásgeir segir undirbúning Innipúkans ganga vel og snúist aðallega um það að „glæða borgina lífi og gera hana skemmtilega fyrir þá sem að vilja frekar vera [í Reykjavík]heldur en að fara út á lönd með kannski öllum hinum sem ætla að liggja þar í mýrinni og drekka volgan bjór.“ Hann segist taka það á sig að stríða útihátíðunum, hann hafi reglulega sagt að „það sé aldrei betra að vera í Reykjavík heldur en akkúrat þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja.“
Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Vestmannaeyjar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira