Erlent

Nóbels­verð­launa­hafinn David Trimble er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
David Trimble hlaut Nóbelsverðlaun árið 1998.
David Trimble hlaut Nóbelsverðlaun árið 1998. EPA/Chuauhtemoc Moreno

Norður-Írinn David Trimble er látinn. Trimble hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1998 ásamt John Hume fyrir þeirra þátttöku í gerð Good Friday-sáttmálans.

Trimble var 77 ára þegar hann lést en samkvæmt tilkynningu frá fjölskyldu hans féll hann friðsamlega frá á heimili sínu í gær eftir skammvinn veikindi.

Trimble var þingmaður á breska þinginu á árunum 1990 til 2005 en árið 1998, sama ár og hann fékk friðarverðlaun Nóbels, varð hann fyrsti ráðherra málefna Norður-Írlands í sögunni.

Good Friday-sáttmálinn endaði átök og deilur sem höfðu staðið yfir í Bretlandi í rúma þrjá áratugi. Með samningnum viðurkenndi Írland að Norður-Írland væri hluti af Bretlandi. Tæplega fjögur þúsund manns létu lífið í átökunum á þessum þremur áratugum.

Good Friday-sáttmálinn var sendur í þjóðaratkvæðagreiðslu í Norður-Írlandi þar sem rúmlega sjötíu prósent kusu með sáttmálanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×