Vill að Svandís fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2022 14:00 Eyjólfur hefur kallað þingmenn Norðvesturkjördæmis og matvælaráðherra á fund vegna stöðvunar strandveiða. Vísir/Vilhelm Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins fái fund með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna stöðvunar strandveiða til að leita að lausn á málinu. „Fyrir strandveiðimenn og sjávarbyggðirnar er gríðarlegt áfall að það sé verið að stöðva veiðarnar núna,“ segir Eyjólfur um stöðvun strandveiða. Hann segir ákvörðunina „algjörlega í höndunum á ráðherranum“ og að hún geti bætt við tvö til þrjú þúsund tonnum svo strandveiðimenn geti veitt sína 48 daga. Hann segir að það sé það samkomulag sem hafi verið samið um á síðasta kjörtímabili. Rætur núverandi vandræða segir Eyjólfur liggja í skiptimarkaðnum þar sem var skipt á 35 þúsund tonnum af loðnu og í staðinn hafi einungis komið eitt þúsund tonn í strandveiðipottinn. Hann telur skiptimarkaðinn vera algjört klúður sem sýni hvernig kerfið sé orðið „algjört einokunarkerfi.“ Vill funda til að leysa úr málinu Eyjólfur segir að ráðherranum beri að bæta það tjón sem strandveiðimenn urðu af í kjölfar skiptimarkaðarins þegar ráðherrann skerti kvótann um 1.500 tonn. Af þessu tilefni óskaði Eyjólfur eftir fundi með Svandísi í vikunni ásamt öðrum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Að sögn Eyjólfs hefur Svandís svarað erindi hans sem hann segir mjög jákvætt, þó það verði ekki af fundi í þessari viku. Þá hefur Eyjólfur aðeins heyrt frá einum öðrum þingmanni Norðvesturkjördæmis, Stefáni Vagn Stefánssyni Framsóknarmanni og fyrsta þingmanni kjördæmisins, sem hann segir hafa tekið mjög vel í fundinn. „Þetta þak á strandveiðipottinum á ekkert að þurfa. Krókaveiðar á öngul ógna ekki fiskistofninum við landið, þetta er svipað og einn togari veiðir á ári,“ segir Eyjólfur að lokum og bætir við að stöðvun strandveiða sé „árás á afkomu fólks og atvinnufrelsi.“ Sjávarútvegur Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskur Tengdar fréttir Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Fyrir strandveiðimenn og sjávarbyggðirnar er gríðarlegt áfall að það sé verið að stöðva veiðarnar núna,“ segir Eyjólfur um stöðvun strandveiða. Hann segir ákvörðunina „algjörlega í höndunum á ráðherranum“ og að hún geti bætt við tvö til þrjú þúsund tonnum svo strandveiðimenn geti veitt sína 48 daga. Hann segir að það sé það samkomulag sem hafi verið samið um á síðasta kjörtímabili. Rætur núverandi vandræða segir Eyjólfur liggja í skiptimarkaðnum þar sem var skipt á 35 þúsund tonnum af loðnu og í staðinn hafi einungis komið eitt þúsund tonn í strandveiðipottinn. Hann telur skiptimarkaðinn vera algjört klúður sem sýni hvernig kerfið sé orðið „algjört einokunarkerfi.“ Vill funda til að leysa úr málinu Eyjólfur segir að ráðherranum beri að bæta það tjón sem strandveiðimenn urðu af í kjölfar skiptimarkaðarins þegar ráðherrann skerti kvótann um 1.500 tonn. Af þessu tilefni óskaði Eyjólfur eftir fundi með Svandísi í vikunni ásamt öðrum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Að sögn Eyjólfs hefur Svandís svarað erindi hans sem hann segir mjög jákvætt, þó það verði ekki af fundi í þessari viku. Þá hefur Eyjólfur aðeins heyrt frá einum öðrum þingmanni Norðvesturkjördæmis, Stefáni Vagn Stefánssyni Framsóknarmanni og fyrsta þingmanni kjördæmisins, sem hann segir hafa tekið mjög vel í fundinn. „Þetta þak á strandveiðipottinum á ekkert að þurfa. Krókaveiðar á öngul ógna ekki fiskistofninum við landið, þetta er svipað og einn togari veiðir á ári,“ segir Eyjólfur að lokum og bætir við að stöðvun strandveiða sé „árás á afkomu fólks og atvinnufrelsi.“
Sjávarútvegur Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskur Tengdar fréttir Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01
Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44
„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48