Upprætum kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi Jón Gunnarsson skrifar 27. júlí 2022 08:01 Kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi eru vágestir í íslensku samfélagi og verður að taka alvöru tökum. Því var það eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Hrundið var af stað herferð í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar, ráðuneytisins og fjölda góðra samstarfsaðila þar sem almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi á djamminu og spyrja „Er ekki allt í góðu?“, og ef ekki að hafa þá samband við 112. Herferðin náði til yfir 200.000 manns í gegnum samfélagsmiðla og innlenda miðla og þúsundir hafa heimsótt ofbeldisgátt 112 í tengslum við herferðina. Fjölgum tilkynningum, fækkum brotum Markmið mitt með vitundarvakningunni er að fjölga tilkynningum og fækka brotum, þar sem kannanir benda til þess að lítill hluti kynferðisbrota sé tilkynntur til lögreglunnar. Á fyrstu þremur mánuðum ársins bárust 176 tilkynningar til lögreglunnar um kynferðisbrot, sem eru 6% fleiri en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin þar á undan. Þar af var tilkynnt um 59 nauðganir eða sem samsvarar 17% fjölgun frá meðaltali síðustu þriggja ára. Skoðun á tímasetningu brotanna sýnir að grófasta ofbeldið á sér oft stað um helgar og að nóttu til, tengt skemmtanalífinu. Herferðin hefur því haldið áfram í sumar með áherslur á viðburði og útihátíðir hringinn í kringum landið með skilaboðunum um „Góða skemmtun“, þar sem allir koma heilir heim.Með átakinu viljum við hvetja til samstöðu gegn ofbeldi þar sem fólk kemur saman til að skemmta sér í sumar og minna á að ætíð er hægt að leita aðstoðar hjá Neyðarlínunni í síma 112, á vefnum 112.is eða í 112 appinu. Þróað hefur verið fræðsluefni fyrir starfsfólk og gæsluliða til að fást við ágreining, áreitni eða ofbeldi í uppsiglingu og má nálgast efnið á https://www.112.is/goda-skemmtun Nú þegar margir leggja land undir fót um verslunarmannahelgina vil ég hvetja hvern og einn til að leggja áherslu á góða skemmtun. Þannig snúum við vonandi öll heil heim að skemmtun lokinni. Bætt réttarstaða brotaþola lögfest Lengi hafði verið kallað eftir mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola kynferðisofbeldis. Í vor lagði ég því mikla áherslu á að Alþingi samþykkti frumvarp mitt um bætta réttarstöðu brotaþola fyrir þinglok. Frumvarpið hafði tekið vegamiklum breytingum frá fyrra þingmáli að höfðu víðtæku samráði. Var málið samþykkt samhljóða áður en þingmenn héldu í sumarfrí. Aukið stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og ungmennum er mikið áhyggjuefni. Því lagði ég áherslu á aðra mikilvæga réttarbót um breytingar á lögum um barnaníð, hatursorðræðu og mismunun sem var einnig samþykkt á Alþingi í vor. Þar er kveðið á um mun harðari refsingu fyrir þá sem framleiða, dreifa eða eiga myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni.Sömu refsingar gilda nú um þá sem skoða myndefni á netinu sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni. Rannsóknir efldar Samhliða þessu hefur aukið fjármagn verið tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða og bæta meðferð mála. Mín kjörorð hafa alltaf verið að láta verkin tala. Svo verður áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Næturlíf Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi eru vágestir í íslensku samfélagi og verður að taka alvöru tökum. Því var það eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Hrundið var af stað herferð í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar, ráðuneytisins og fjölda góðra samstarfsaðila þar sem almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi á djamminu og spyrja „Er ekki allt í góðu?“, og ef ekki að hafa þá samband við 112. Herferðin náði til yfir 200.000 manns í gegnum samfélagsmiðla og innlenda miðla og þúsundir hafa heimsótt ofbeldisgátt 112 í tengslum við herferðina. Fjölgum tilkynningum, fækkum brotum Markmið mitt með vitundarvakningunni er að fjölga tilkynningum og fækka brotum, þar sem kannanir benda til þess að lítill hluti kynferðisbrota sé tilkynntur til lögreglunnar. Á fyrstu þremur mánuðum ársins bárust 176 tilkynningar til lögreglunnar um kynferðisbrot, sem eru 6% fleiri en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin þar á undan. Þar af var tilkynnt um 59 nauðganir eða sem samsvarar 17% fjölgun frá meðaltali síðustu þriggja ára. Skoðun á tímasetningu brotanna sýnir að grófasta ofbeldið á sér oft stað um helgar og að nóttu til, tengt skemmtanalífinu. Herferðin hefur því haldið áfram í sumar með áherslur á viðburði og útihátíðir hringinn í kringum landið með skilaboðunum um „Góða skemmtun“, þar sem allir koma heilir heim.Með átakinu viljum við hvetja til samstöðu gegn ofbeldi þar sem fólk kemur saman til að skemmta sér í sumar og minna á að ætíð er hægt að leita aðstoðar hjá Neyðarlínunni í síma 112, á vefnum 112.is eða í 112 appinu. Þróað hefur verið fræðsluefni fyrir starfsfólk og gæsluliða til að fást við ágreining, áreitni eða ofbeldi í uppsiglingu og má nálgast efnið á https://www.112.is/goda-skemmtun Nú þegar margir leggja land undir fót um verslunarmannahelgina vil ég hvetja hvern og einn til að leggja áherslu á góða skemmtun. Þannig snúum við vonandi öll heil heim að skemmtun lokinni. Bætt réttarstaða brotaþola lögfest Lengi hafði verið kallað eftir mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola kynferðisofbeldis. Í vor lagði ég því mikla áherslu á að Alþingi samþykkti frumvarp mitt um bætta réttarstöðu brotaþola fyrir þinglok. Frumvarpið hafði tekið vegamiklum breytingum frá fyrra þingmáli að höfðu víðtæku samráði. Var málið samþykkt samhljóða áður en þingmenn héldu í sumarfrí. Aukið stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og ungmennum er mikið áhyggjuefni. Því lagði ég áherslu á aðra mikilvæga réttarbót um breytingar á lögum um barnaníð, hatursorðræðu og mismunun sem var einnig samþykkt á Alþingi í vor. Þar er kveðið á um mun harðari refsingu fyrir þá sem framleiða, dreifa eða eiga myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni.Sömu refsingar gilda nú um þá sem skoða myndefni á netinu sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni. Rannsóknir efldar Samhliða þessu hefur aukið fjármagn verið tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða og bæta meðferð mála. Mín kjörorð hafa alltaf verið að láta verkin tala. Svo verður áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun