Staðan í þjóðarbúskapnum farin að minna á fyrri verðbólgutíma Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2022 19:30 Aukin verðbólga frá áramótum hefur dregið úr kaupmætti Íslendinga. vísir/vilhelm Almennur kaupmáttur gæti átt eftir að rýrna um allt að fimm prósent frá ársbyrjun og fram að gerð nýrra kjarasamninga fyrir næstu áramót að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Staðan í efnahagsmálum nú væri farin að minna á stöðuna eins og hún var fyrir gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir rúmlega þrjátíu árum. Bæði laun og kaupmáttur hafa hækkað mikið allt frá árinu 2015. Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri á Íslandi en hann var í desember 2021.grafík/sara Flestir hafa orðið varir við miklar verðhækkanir á undanförnum mánuðum. Hvort sem það er verð á eldsneyti, matvælum eða hverju sem er enda verðbólgan komin í tæp tíu prósent. Hún er nú farinn að bíta verulega á kaupmáttinn sem annars hefur aukist á undanförnum árum. Hann hefur minnkað um 2,9 prósent frá áramótum og gæti átt eftir að minnka enn meira. Á þessari mynd sjást hækkanir launa frá janúar 2015 til febrúar á þessu ári.grafík/sara Kaupmáttur hefur aukist stöðugt allt frá árinu 2015 með miklum launahækkunum og lágri verðbólgu en kaupmátturinn hafði aldrei verið meiri en hann var í desember í fyrra. Eftir kórónuveirufaraldurinn tóku afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu við og síga fór á ógæfuhliðina hvað verðbólguna varðaði. Ekki sér fyrir endann á vexti hennar og þar með kaupmáttarrýrnun. Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum segir kaupmáttinn enn eiga eftir að rýrna miðað við verðbólguhorfur. Engar launahækkanir væru framundan samkvæmt almennum kjarasamninum sem rynnu út í lok október. Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum segir stöðuna í þjóðarbúskapnum erfiða um þessar mundir. Fjölgun ferðamanna og hvað Íslendingar væru minna háðir jarðefnaeldsneyti en margar aðrar þjóðir hjálpaði í baráttunni gegn verðbólgunni.Stöð 2/arnar „Væntanlega, ef þetta fer eins og venjulega, verður ekki samið fyrr en einhvern tíma eftir það. Þannig að þetta gæti orið upp undir fimm prósent sem kaupmáttur myndi rýrna fram að samningsgerð,“ segir Ari. Þá væri alveg nýtt að umheimurinn glímdi samtímis við sams konar verðbólgu og Íslendingar. Fyrir utan hrunárin þyrfti að fara allt aftur fyrir þjóðarsáttarsamningana í febrúar 1990 til að finna aðra eins verðbólgu. „En munurinn er þó sá núna að kaupmátturinn hefur verið að aukast svakalega mikið. Þannig að við erum í tiltölulega góðri kaupmáttarstöðu. Þótt kaupmátturinn sé að síga eitthvað núna þá má hann síga ansi mikið til að við dettum niður á eitthvað stig sem við vorum á fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Ari. Frá árinu 2020 hafa laun hjá hinu opinbera hækkað meira en á almenna vinnumarkaðnum. Mest hafa launin hækkað hjá sveitarfélögunum þar sem áhersla var lögð á hækkun lægstu launa. Fjöldi kvenna vinnur hjá sveitarfélögunum og þær eru frekar í lægri launuðum störfum en karlar þótt náðst hafi að jafna laun kynjanna meira hjá mörgum sveitarfélögum.grafík/sara Spenna á húsnæðismarkaði væri helsta ástæða verðbólgunnar innanlands og það myndi strax hjálpa ef hann róðaðist. Vegna fjölgunar ferðamanna væri gengið hagstætt sem gæti einnig dregið úr verðbólgu og Íslendingar væru ekki eins háðir jarðefnaeldsneyti og margar aðrar þjóðrir varðandi kyndingu húsnæðis. Vegna skorts á starfsfólki hafa laun hækkað meira á síðustu tólf mánuðum hjá veitinga- og gististöðum en í öðrum greinum eða um 12,7 prósent. Ari segir stöðuna í þjóðarbúskapnum erfiða nú þegar nýir kjarasamningar væru framundan. Til að ná fram raunlaunahækkun þurfi Íslendingar að standa sig betur og framleiða meira. .grafík/sara „Það hefur afskaplega lítinn tilgang að hækka laun ef ekkert er á bakvið það. Þá vitum við að það fer beint út í verðbólguna. Staðan núna er farin að minna töluvert á það sem var fyrir þjóðarsáttina. Við gætum hugsanlega lent í því að gera kjarasamninga sem færa okkur peninga sem eru einskis virði,“ segir Ari Skúlason. Efnahagsmál Kjaramál Verðlag Tengdar fréttir Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum. 26. júlí 2022 10:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Bæði laun og kaupmáttur hafa hækkað mikið allt frá árinu 2015. Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri á Íslandi en hann var í desember 2021.grafík/sara Flestir hafa orðið varir við miklar verðhækkanir á undanförnum mánuðum. Hvort sem það er verð á eldsneyti, matvælum eða hverju sem er enda verðbólgan komin í tæp tíu prósent. Hún er nú farinn að bíta verulega á kaupmáttinn sem annars hefur aukist á undanförnum árum. Hann hefur minnkað um 2,9 prósent frá áramótum og gæti átt eftir að minnka enn meira. Á þessari mynd sjást hækkanir launa frá janúar 2015 til febrúar á þessu ári.grafík/sara Kaupmáttur hefur aukist stöðugt allt frá árinu 2015 með miklum launahækkunum og lágri verðbólgu en kaupmátturinn hafði aldrei verið meiri en hann var í desember í fyrra. Eftir kórónuveirufaraldurinn tóku afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu við og síga fór á ógæfuhliðina hvað verðbólguna varðaði. Ekki sér fyrir endann á vexti hennar og þar með kaupmáttarrýrnun. Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum segir kaupmáttinn enn eiga eftir að rýrna miðað við verðbólguhorfur. Engar launahækkanir væru framundan samkvæmt almennum kjarasamninum sem rynnu út í lok október. Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum segir stöðuna í þjóðarbúskapnum erfiða um þessar mundir. Fjölgun ferðamanna og hvað Íslendingar væru minna háðir jarðefnaeldsneyti en margar aðrar þjóðir hjálpaði í baráttunni gegn verðbólgunni.Stöð 2/arnar „Væntanlega, ef þetta fer eins og venjulega, verður ekki samið fyrr en einhvern tíma eftir það. Þannig að þetta gæti orið upp undir fimm prósent sem kaupmáttur myndi rýrna fram að samningsgerð,“ segir Ari. Þá væri alveg nýtt að umheimurinn glímdi samtímis við sams konar verðbólgu og Íslendingar. Fyrir utan hrunárin þyrfti að fara allt aftur fyrir þjóðarsáttarsamningana í febrúar 1990 til að finna aðra eins verðbólgu. „En munurinn er þó sá núna að kaupmátturinn hefur verið að aukast svakalega mikið. Þannig að við erum í tiltölulega góðri kaupmáttarstöðu. Þótt kaupmátturinn sé að síga eitthvað núna þá má hann síga ansi mikið til að við dettum niður á eitthvað stig sem við vorum á fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Ari. Frá árinu 2020 hafa laun hjá hinu opinbera hækkað meira en á almenna vinnumarkaðnum. Mest hafa launin hækkað hjá sveitarfélögunum þar sem áhersla var lögð á hækkun lægstu launa. Fjöldi kvenna vinnur hjá sveitarfélögunum og þær eru frekar í lægri launuðum störfum en karlar þótt náðst hafi að jafna laun kynjanna meira hjá mörgum sveitarfélögum.grafík/sara Spenna á húsnæðismarkaði væri helsta ástæða verðbólgunnar innanlands og það myndi strax hjálpa ef hann róðaðist. Vegna fjölgunar ferðamanna væri gengið hagstætt sem gæti einnig dregið úr verðbólgu og Íslendingar væru ekki eins háðir jarðefnaeldsneyti og margar aðrar þjóðrir varðandi kyndingu húsnæðis. Vegna skorts á starfsfólki hafa laun hækkað meira á síðustu tólf mánuðum hjá veitinga- og gististöðum en í öðrum greinum eða um 12,7 prósent. Ari segir stöðuna í þjóðarbúskapnum erfiða nú þegar nýir kjarasamningar væru framundan. Til að ná fram raunlaunahækkun þurfi Íslendingar að standa sig betur og framleiða meira. .grafík/sara „Það hefur afskaplega lítinn tilgang að hækka laun ef ekkert er á bakvið það. Þá vitum við að það fer beint út í verðbólguna. Staðan núna er farin að minna töluvert á það sem var fyrir þjóðarsáttina. Við gætum hugsanlega lent í því að gera kjarasamninga sem færa okkur peninga sem eru einskis virði,“ segir Ari Skúlason.
Efnahagsmál Kjaramál Verðlag Tengdar fréttir Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum. 26. júlí 2022 10:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum. 26. júlí 2022 10:56