Sesselja er með BSc-próf í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri en hún lauk diplómanámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu frá Háskóla Íslands á þessu ári.
Sesselja hefur verið hjúkrunarfræðingur á Landspítala frá árinu 2006 og starfað meðal annars á líknardeild á Landakoti, sinnt starfi úskriftarhjúkrunarfræðings á deild A6 í Fossvogi og gegnt aðstoðardeildarstjórastöðu á Vífilsstöðum. Frá því í fyrra hefur Sesselja verið aðstoðardeildarstjóri á deild L4/L5 á Landakoti.