Allt á floti á Selfossi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2022 11:49 Svona lítur tjaldsvæðið við Gestshús á Selfossi út í dag. vísir/magnús hlynur Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag vegna úrhellis. „Það er allt á floti“ segir eigandi tjaldsvæðis á Selfossi, sem fer einna verst út úr rigningunum í dag. Vegagerðin hefur talsverðar áhyggjur af brú á hringveginum vegna vatnavaxta. Mestu rigningar sumarsins ganga nú yfir Suðurlandið sem stendur nú í skilum lægðar sem nær yfir Vesturland. Rigningin er gríðarleg bæði á Selfossi og undir Eyjafjöllum en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er rigningin komin upp í tæpa 50 millimetra þar frá því klukkan sex í gærkvöldi. „Já og bara fyrir tíu mínútum var alveg svakaleg gusa. Og svo rignir bara stöðugt enn þá. Þannig að það þýðir ekkert að hugsa um að drena eitt eða neitt fyrr en það hættir að rigna,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, eigandi tjaldsvæðisins við Gestshús á Selfossi. Gestir þess vöknuðu upp við gríðarstóra polla á svæðinu í morgun. Mestu pollarnir mynduðust við hjólhýsasvæði tjaldsvæðisins.vísir/magnús hlynur „Það koma alveg tjarnir hérna. Það er allt á floti. En það er líka búið að rigna meira eða minna allan júlí þannig að jarðvegurinn hér tekur ekki við miklu,“ segir Elísabet. Gestir tjaldsvæðisins hafa þó ekki látið þetta skemma fyrir sér. „Þeir taka þessu bara með jafnaðargeði og gera bara pínulítið grín af því að vera á tjaldsvæði í svona veðri. Með einkasundlaug fyrir framan tjaldið sitt og svona. Þannig að þetta er bara partur af ævintýrinu. Svona er bara Ísland,“ segir Elísabet létt í bragði. Óvíst hvort brúin haldi Sem fyrr segir er rigningin einna mest undir Eyjafjöllum. Þar má búast við miklum vatnavöxtum á svæðinu en Vegagerðin óttast að bráðabirgðabrú, á Hringveginum yfir Jökulsá á Sólheimasandi, haldi ekki verði mikill vöxtur í ánni. „Þetta er náttúrulega rigning sem að hittir á jökulinn þarna þannig að það verður mjög mikil aukning í ánni að öllum líkindum. Og við höfum aðeins áhyggjur af því að þessi bráðabirgðabrú verði fyrir tjóni,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Bráðabirgðabrúin var sett upp á meðan verið var að byggja nýja brú yfir ána. vegagerðin Verið er að vakta ána stanslaust og nái hún vissri vatnshæð verður brúnni lokað og umferð stýrt um ókláraða nýja brú sem verið er að byggja yfir ána. Hún er mun öruggari að sögn Magnúsar. „Hún er náttúrulega ekki fullbúin og það eru ekki komin upp vegrið á kantana og slíkt. En við munum lækka hámarkshraðann, hann verður bara 30 á þessu svæði, og stýra umferð yfir hana í eina átt í senn með ljósum,“ segir Magnús Valur. Hann beinir því til ökumanna sem ferðast um þennan kafla Hringvegarins í dag að fara varlega og fara að öllu eftir fyrirmælum og upplýsingum frá Vegagerðinni. Veður Árborg Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Mestu rigningar sumarsins ganga nú yfir Suðurlandið sem stendur nú í skilum lægðar sem nær yfir Vesturland. Rigningin er gríðarleg bæði á Selfossi og undir Eyjafjöllum en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er rigningin komin upp í tæpa 50 millimetra þar frá því klukkan sex í gærkvöldi. „Já og bara fyrir tíu mínútum var alveg svakaleg gusa. Og svo rignir bara stöðugt enn þá. Þannig að það þýðir ekkert að hugsa um að drena eitt eða neitt fyrr en það hættir að rigna,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, eigandi tjaldsvæðisins við Gestshús á Selfossi. Gestir þess vöknuðu upp við gríðarstóra polla á svæðinu í morgun. Mestu pollarnir mynduðust við hjólhýsasvæði tjaldsvæðisins.vísir/magnús hlynur „Það koma alveg tjarnir hérna. Það er allt á floti. En það er líka búið að rigna meira eða minna allan júlí þannig að jarðvegurinn hér tekur ekki við miklu,“ segir Elísabet. Gestir tjaldsvæðisins hafa þó ekki látið þetta skemma fyrir sér. „Þeir taka þessu bara með jafnaðargeði og gera bara pínulítið grín af því að vera á tjaldsvæði í svona veðri. Með einkasundlaug fyrir framan tjaldið sitt og svona. Þannig að þetta er bara partur af ævintýrinu. Svona er bara Ísland,“ segir Elísabet létt í bragði. Óvíst hvort brúin haldi Sem fyrr segir er rigningin einna mest undir Eyjafjöllum. Þar má búast við miklum vatnavöxtum á svæðinu en Vegagerðin óttast að bráðabirgðabrú, á Hringveginum yfir Jökulsá á Sólheimasandi, haldi ekki verði mikill vöxtur í ánni. „Þetta er náttúrulega rigning sem að hittir á jökulinn þarna þannig að það verður mjög mikil aukning í ánni að öllum líkindum. Og við höfum aðeins áhyggjur af því að þessi bráðabirgðabrú verði fyrir tjóni,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Bráðabirgðabrúin var sett upp á meðan verið var að byggja nýja brú yfir ána. vegagerðin Verið er að vakta ána stanslaust og nái hún vissri vatnshæð verður brúnni lokað og umferð stýrt um ókláraða nýja brú sem verið er að byggja yfir ána. Hún er mun öruggari að sögn Magnúsar. „Hún er náttúrulega ekki fullbúin og það eru ekki komin upp vegrið á kantana og slíkt. En við munum lækka hámarkshraðann, hann verður bara 30 á þessu svæði, og stýra umferð yfir hana í eina átt í senn með ljósum,“ segir Magnús Valur. Hann beinir því til ökumanna sem ferðast um þennan kafla Hringvegarins í dag að fara varlega og fara að öllu eftir fyrirmælum og upplýsingum frá Vegagerðinni.
Veður Árborg Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11