Algerlega áfengis- og vímuefnalaus útihátíð um verslunarmannahelgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2022 06:30 Hátiðin fer fram á Skógum á Suðurlandi. Aðsend SÁÁ hefur blásið til fjölskylduhátíðar á Skógum um verslunarmannahelgi. Hátíðin er frábrugðin flestum öðrum þeim sem fram fara um helgina, enda verður áfengi ekki haft um hönd. Skipuleggjandi á von á því að allt að þúsund manns taki þátt í gleðinni. Margir sem sækja hátíðir víða um land um Verslunarmannahelgina gera það með áfengi við hönd, og sumir jafnvel með aðra vímugjafa. Slíkt verður hins vegar ekki í boði á fjölskylduhátíðinni Skógum sem SÁÁ stendur að. Eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna verður hátíðin haldin á Skógum á Suðurlandi. Skipuleggjendur búast við um sjöhundruðogfimmtíu til þúsund manns yfir helgina og telja Skóga tilvalinn stað fyrir hátíð sem þessa. „Þetta er alveg stórkostlegt svæði og svona margt hægt að gera þarna í kring, þannig að okkur fannst tilvalið að halda hátíðina okkar þarna,“ segir Stefán Pálsson hjá SÁÁ, en hann er einn þeirra sem fer með skipulagningu hátíðarinnar. „Síðan erum við náttúrulega með dagskrá alla dagana, föstudag laugardag og sunnudag. Það er bæði yfir kvöldið og daginn. Þannig að við erum bara full tillökkunar.“ Stefán Pálsson hjá SÁÁ er á meðal þeirra sem skipuleggja fjölskylduhátíðina Skóga.Aðsend Líkt og áður sagði verða engir vímugjafar leyfðir á hátíðinni. „Það er skilyrði að það sé ekki með. Við viljum bara skemmta okkur án áfengis og vímuefna, og það er alveg hægt. Það er skilyrði fyrir því, það verður ekki áfengi eða vímuefni á svæðinu.“ SÁÁ hefur áður haldið hátíðir um verslunarmannahelgi, síðast fyrir tólf árum. „Þannig að við erum kannski að starta þessu eftir dálítið hlé og rennum kannski blint í sjóinn með mætingu. En það hafa verið góð viðbrögð við þessu og mikið um fyrirspurnir. Það verður bara spennandi að sjá hvort landinn taki þessu ekki vel,“ segir Stefán. Fíkn Rangárþing eystra Félagasamtök Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Margir sem sækja hátíðir víða um land um Verslunarmannahelgina gera það með áfengi við hönd, og sumir jafnvel með aðra vímugjafa. Slíkt verður hins vegar ekki í boði á fjölskylduhátíðinni Skógum sem SÁÁ stendur að. Eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna verður hátíðin haldin á Skógum á Suðurlandi. Skipuleggjendur búast við um sjöhundruðogfimmtíu til þúsund manns yfir helgina og telja Skóga tilvalinn stað fyrir hátíð sem þessa. „Þetta er alveg stórkostlegt svæði og svona margt hægt að gera þarna í kring, þannig að okkur fannst tilvalið að halda hátíðina okkar þarna,“ segir Stefán Pálsson hjá SÁÁ, en hann er einn þeirra sem fer með skipulagningu hátíðarinnar. „Síðan erum við náttúrulega með dagskrá alla dagana, föstudag laugardag og sunnudag. Það er bæði yfir kvöldið og daginn. Þannig að við erum bara full tillökkunar.“ Stefán Pálsson hjá SÁÁ er á meðal þeirra sem skipuleggja fjölskylduhátíðina Skóga.Aðsend Líkt og áður sagði verða engir vímugjafar leyfðir á hátíðinni. „Það er skilyrði að það sé ekki með. Við viljum bara skemmta okkur án áfengis og vímuefna, og það er alveg hægt. Það er skilyrði fyrir því, það verður ekki áfengi eða vímuefni á svæðinu.“ SÁÁ hefur áður haldið hátíðir um verslunarmannahelgi, síðast fyrir tólf árum. „Þannig að við erum kannski að starta þessu eftir dálítið hlé og rennum kannski blint í sjóinn með mætingu. En það hafa verið góð viðbrögð við þessu og mikið um fyrirspurnir. Það verður bara spennandi að sjá hvort landinn taki þessu ekki vel,“ segir Stefán.
Fíkn Rangárþing eystra Félagasamtök Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira