Mathias Oyewusi skoraði fyrra mark leiksins á 34. mínútu áður en Renan Oliveira bætti því síðara við á 52. mínútu.
Vont varð verra fyrir Malmö á 77. mínútu þegar Anders Christiansen gerði endanlega út um endurkomuvonir Malmö með því að sækja sitt seinna gula spjald og þar með rautt.
Zalgiris fer því áfram í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Alfons Sampsted og félögum í Bodø/Glimt. Malmö fellur hins vegar niður í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem næsti andstæðingur liðsins verður Dudelange frá Lúxemborg.