Tekur sér leyfi en sver af sér ásakanirnar Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júlí 2022 06:29 Sturla B. Johnsen segist aldrei hafa brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi. Aðsend Sturla B. Johnsen, heimilislæknir og einn eigandi Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og félagsins Heilsuverndar, sver af sér ásakanir sem birtust í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu í síðustu viku. Hann segist aldrei hafa brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi. Í gær birtist frétt á DV um ásakanirnar en þær voru að hann hafi fengið sjúkling í kynlífsiðkanir með sér gegn hennar vilja og að hann hafi sýnt fram á óeðlilega hegðun gegn sjúkling við læknisheimsókn. DV sendi fyrirspurn á Heilsugæsluna í Urðarhvarfi en í svari framkvæmdastjóra kom fram að læknirinn hafi hafnað ásökununum en óskað eftir því að fara í leyfi. Sturla var ekki nafngreindur í frétt DV en í ummælakerfinu undir ásökununum var hann nafngreindur. „Ég vil byrja á því að taka hér fram að ég hef aldrei brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi. Aldrei. Né hef ég nýtt starf mitt sem læknir til að brjóta á eða misnotaða aðstöðu mína á nokkurn hátt gegn sjúklingum mínum eða öðrum einstaklingum. Aldrei,“ segir í yfirlýsingu Sturlu sem send var á fjölmiðla í gær. Hann viðurkennir þó að hann hefði mátt vera nærgætnari í orðavali við konur „því það er ekki fullorðnum karlmanni sæmandi að ávarpa allar konur til dæmis sem prinsessur eða kalla þær elskulegar,“ líkt og segir í yfirlýsingunni. Hann segist ætla að vanda orðaval sitt í framtíðinni og biður þær konur sem hann hefur sært blygðunarkennd hjá afsökunar. Hann segir mikla ábyrgð vera fólgna í því að eiga í samskiptum við aðra manneskju í starfi og lífinu en það fylgi einnig mikil ábyrgð í að bera aðra manneskju þungum sökum á samfélagsmiðlum. Hann segist ekki hafa neitt að fela. „Af virðingu við fyrirtækið sem ég hef ásamt öðrum lagt hart að mér að byggja upp og einnig af virðingu við það góða fólk sem þar vinnur og þangað sækir ákvað ég að taka mér leyfi frá störfum. Það erfiða skref tek ég vitandi að ég hef aldrei gerst sekur um þær þungu sakir sem á mig eru bornar. Aldrei.“ MeToo Heilsugæsla Kynferðisofbeldi Kópavogur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Í gær birtist frétt á DV um ásakanirnar en þær voru að hann hafi fengið sjúkling í kynlífsiðkanir með sér gegn hennar vilja og að hann hafi sýnt fram á óeðlilega hegðun gegn sjúkling við læknisheimsókn. DV sendi fyrirspurn á Heilsugæsluna í Urðarhvarfi en í svari framkvæmdastjóra kom fram að læknirinn hafi hafnað ásökununum en óskað eftir því að fara í leyfi. Sturla var ekki nafngreindur í frétt DV en í ummælakerfinu undir ásökununum var hann nafngreindur. „Ég vil byrja á því að taka hér fram að ég hef aldrei brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi. Aldrei. Né hef ég nýtt starf mitt sem læknir til að brjóta á eða misnotaða aðstöðu mína á nokkurn hátt gegn sjúklingum mínum eða öðrum einstaklingum. Aldrei,“ segir í yfirlýsingu Sturlu sem send var á fjölmiðla í gær. Hann viðurkennir þó að hann hefði mátt vera nærgætnari í orðavali við konur „því það er ekki fullorðnum karlmanni sæmandi að ávarpa allar konur til dæmis sem prinsessur eða kalla þær elskulegar,“ líkt og segir í yfirlýsingunni. Hann segist ætla að vanda orðaval sitt í framtíðinni og biður þær konur sem hann hefur sært blygðunarkennd hjá afsökunar. Hann segir mikla ábyrgð vera fólgna í því að eiga í samskiptum við aðra manneskju í starfi og lífinu en það fylgi einnig mikil ábyrgð í að bera aðra manneskju þungum sökum á samfélagsmiðlum. Hann segist ekki hafa neitt að fela. „Af virðingu við fyrirtækið sem ég hef ásamt öðrum lagt hart að mér að byggja upp og einnig af virðingu við það góða fólk sem þar vinnur og þangað sækir ákvað ég að taka mér leyfi frá störfum. Það erfiða skref tek ég vitandi að ég hef aldrei gerst sekur um þær þungu sakir sem á mig eru bornar. Aldrei.“
MeToo Heilsugæsla Kynferðisofbeldi Kópavogur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira