Reyndi nýliðinn að gera gæfumuninn fyrir þýsku stelpurnar á þessu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 12:31 Alexandra Popp fagnar öðru marka sinna á móti Frakklandi í undanúrslitaleiknum í gær. EPA-EFE/Tolga Akmen Alexandra Popp missti af tveimur síðustu Evrópumótum vegna meiðsla og er því að taka þátt í sínu fyrsta EM í sumar þrátt fyrir að spila fyrir Þýskaland og hafa verið í hópi öflugustu framherja álfunnar í langan tíma. Það er óhætt að segja að frumraunin langþráða gangi vel. Popp tryggði þýska landsliðinu sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með því að skora bæði mörkin í 2-1 sigri á Frakklandi í undanúrslitaleiknum í gær. Five goals in five games.Alex Popp has scored in every #WEURO2022 match pic.twitter.com/HRmJ1ezzN5— B/R Football (@brfootball) July 27, 2022 Popp er orðin 31 árs en er engu að síður að spila á sínu fyrsta Evrópumóti. Hún hefur skorað næstum því helming marka þýska landsliðsins á mótinu og er markahæst á mótinu með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. „Ég verð að viðurkenna að ég er tilfinningasamari en vanalega af því að ég veit hvað ég þurfti að gera til þess að komast hingað. Að vera hér, hafa tækifæri til að standa sig og vera laus við meiðsli gerir mig mjög stolta,“ sagði Alexandra Popp eftir leikinn. 6 - Alexandra Popp has scored six of Germany's 13 goals at the 2022 Women's Euros (46%). Popp has scored six times from 17 shots, while the rest of Germany's squad has combined for seven goals from 75 shots. Precision. #WEURO2022 pic.twitter.com/iDmC7kwMCC— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2022 „En ég verð líka að þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér, læknaliðnu í félaginu og þjálfararnir bæði þar og hér. Þeir höfðu alltaf trú á mér og gáfu mér tækifæri til að vera hér,“ sagði Popp. „Ég er orðinn mjög hættuleg núna alveg eins og í fortíðinni. Það var ekki þannig um tíma af því að ég var alltaf meidd,“ sagði Popp. Þjóðverjar eru komnir yfir! Þetta er nákvæmlega það sem leikurinn þurfti. Frábær spilkafli hjá þeim þýsku og Popp rekur smiðshöggið á sóknina. 5 mörk í 5 leikjum hjá henni! pic.twitter.com/lCdXoh2XqE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022 Popp missti af Evrópumótinu 2013 vegna meiðsla. Hún spilaði þá í gegnum ökklameiðsli til að hjálpa Wolfsburg að vinna þrennuna 2012-13 tímabilið en það kostaði hana Evrópumótið þar sem þýska landsliðið landaði sigri. Á síðasta Evrópumóti fyrir fimm árum þá var hún meidd á hné. Hún meiddist í aðdraganda þessa móts og fékk líka kórónuveiruna á lokasprettinum en var valinn í liðið og hefur heldur betur launað það traust. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum þýska liðsins á mótinu sem er nýtt met. Ekki slæmt á þínu fyrsta Evrópumóti. Hún mun því berjast bæði um EM-gull og gullskó í úrslitaleiknum á sunnudaginn kemur. Þjóðverjar eru komnir yfir! Alexandra Popp hættir ekki að skora! pic.twitter.com/spySrIfxaC— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Popp tryggði þýska landsliðinu sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með því að skora bæði mörkin í 2-1 sigri á Frakklandi í undanúrslitaleiknum í gær. Five goals in five games.Alex Popp has scored in every #WEURO2022 match pic.twitter.com/HRmJ1ezzN5— B/R Football (@brfootball) July 27, 2022 Popp er orðin 31 árs en er engu að síður að spila á sínu fyrsta Evrópumóti. Hún hefur skorað næstum því helming marka þýska landsliðsins á mótinu og er markahæst á mótinu með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. „Ég verð að viðurkenna að ég er tilfinningasamari en vanalega af því að ég veit hvað ég þurfti að gera til þess að komast hingað. Að vera hér, hafa tækifæri til að standa sig og vera laus við meiðsli gerir mig mjög stolta,“ sagði Alexandra Popp eftir leikinn. 6 - Alexandra Popp has scored six of Germany's 13 goals at the 2022 Women's Euros (46%). Popp has scored six times from 17 shots, while the rest of Germany's squad has combined for seven goals from 75 shots. Precision. #WEURO2022 pic.twitter.com/iDmC7kwMCC— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2022 „En ég verð líka að þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér, læknaliðnu í félaginu og þjálfararnir bæði þar og hér. Þeir höfðu alltaf trú á mér og gáfu mér tækifæri til að vera hér,“ sagði Popp. „Ég er orðinn mjög hættuleg núna alveg eins og í fortíðinni. Það var ekki þannig um tíma af því að ég var alltaf meidd,“ sagði Popp. Þjóðverjar eru komnir yfir! Þetta er nákvæmlega það sem leikurinn þurfti. Frábær spilkafli hjá þeim þýsku og Popp rekur smiðshöggið á sóknina. 5 mörk í 5 leikjum hjá henni! pic.twitter.com/lCdXoh2XqE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022 Popp missti af Evrópumótinu 2013 vegna meiðsla. Hún spilaði þá í gegnum ökklameiðsli til að hjálpa Wolfsburg að vinna þrennuna 2012-13 tímabilið en það kostaði hana Evrópumótið þar sem þýska landsliðið landaði sigri. Á síðasta Evrópumóti fyrir fimm árum þá var hún meidd á hné. Hún meiddist í aðdraganda þessa móts og fékk líka kórónuveiruna á lokasprettinum en var valinn í liðið og hefur heldur betur launað það traust. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum þýska liðsins á mótinu sem er nýtt met. Ekki slæmt á þínu fyrsta Evrópumóti. Hún mun því berjast bæði um EM-gull og gullskó í úrslitaleiknum á sunnudaginn kemur. Þjóðverjar eru komnir yfir! Alexandra Popp hættir ekki að skora! pic.twitter.com/spySrIfxaC— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira