Innlent

Brott­hvarf á fram­halds­skóla­stigi aldrei verið minna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Brotthvarf af framhaldsskóli hefur aldrei mælst minna.
Brotthvarf af framhaldsskóli hefur aldrei mælst minna. Vísir/Hanna Andrésdóttir

Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna.

Fjórum árum eftir innritun höfðu 29,6 prósent nýnema haustsins 2003 hætt námi án þess að útskrifast en 19,9 prósent nemenda haustsins 2016. Þetta kemur fram í nýjum tölum á vef Hagstofu. Í fyrsta sinn fer hlutfallið niður fyrir tuttugu prósent.

Af nýnemum haustsins 2003 voru 44,7 prósent útskrifaðir fjórum árum seinna en nú er sá fjöldi kominn í 61,7 prósent. Búast má við því að innleiðing þriggja ára kerfisins spili inn í það.

Samkvæmt Hagstofu eru karlmenn líklegri til að hætta í námi en brotthvarf er meira meðal nemenda í starfsnámi en bóknámi. Þá er brotthvarf algengara í skólum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×