Látum okkur detta snjallræði í hug! Kolfinna Kristínardóttir skrifar 28. júlí 2022 16:00 Við búum við þau forréttindi að hafa öflugt stuðningsumhverfi á sviði nýsköpunar þar sem einstaklingum og sprotafyrirtækjum stendur til boða að afla sér hagnýtrar þekkingar með þátttöku í hröðlum og hugmyndasamkeppnum. Umræðan í samfélaginu endurspeglar ákall eftir lausnir fyrir betri framtíð barna okkar. Hérlendis er frjósamt umhverfi og hvati til nýsköpunar til þess að detta snjallræði í hug. Það eru forréttindi að geta unnið að lausnum sem bæta samfélagið og leiða af sér aukin lífsgæði. Undanfarin misseri hefur verið mikil gróska í sprotaumhverfinu hérlendis og erlendis. Það má hugsanlega rekja til einhvers kröftugs vexti í samfélaginu þar sem margvíslegar kveikjur að nýsköpunarverkefnum um framtíð samfélagsins hafa komið fram í dagsljósið. Samfélagslegar áskoranir eru af ýmsu tagi í nútíma samfélagi og má velta fyrir sér hvort við séum hluti af vandamálinu eða hluti af lausninni? Það hefur verið lenska að sjá hindranir án þess að horfast í augu við lausnir. Þá er spurning hvort við stöldrum aðeins við og hugsum um nýsköpunarkraftinn. Sá kraftur hefur sýnt sig í velferðarkerfinu á viðkvæmum tímum heimsfaraldurs þar sem við nýttum tæknina, hugvitið og nýsköpun til að aðlaga okkur á undraverðum hraða að breyttum aðstæðum. Áskoranir samfélagsins þurfa á hugviti að halda, til dæmis hækkandi aldurs íslensku þjóðarinnar, lífsstílssjúkdóma, loftslagsbreytinga og stríðsástands. Kerfin eins og þau eru uppbyggð í dag með þeirri tækni sem til er munu ekki geta borið kynslóðir framtíðarinnar og þess vegna þarf að virkja kraft nýsköpunar til að endurhanna og endurhugsa hvað við gerum, hvernig og hvers vegna. Látum okkur detta eitthvað snjallræði í hug til að takast á við áskoranir samtímans með nýsköpun að vopni. Höfundur verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups og Snjallræðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Við búum við þau forréttindi að hafa öflugt stuðningsumhverfi á sviði nýsköpunar þar sem einstaklingum og sprotafyrirtækjum stendur til boða að afla sér hagnýtrar þekkingar með þátttöku í hröðlum og hugmyndasamkeppnum. Umræðan í samfélaginu endurspeglar ákall eftir lausnir fyrir betri framtíð barna okkar. Hérlendis er frjósamt umhverfi og hvati til nýsköpunar til þess að detta snjallræði í hug. Það eru forréttindi að geta unnið að lausnum sem bæta samfélagið og leiða af sér aukin lífsgæði. Undanfarin misseri hefur verið mikil gróska í sprotaumhverfinu hérlendis og erlendis. Það má hugsanlega rekja til einhvers kröftugs vexti í samfélaginu þar sem margvíslegar kveikjur að nýsköpunarverkefnum um framtíð samfélagsins hafa komið fram í dagsljósið. Samfélagslegar áskoranir eru af ýmsu tagi í nútíma samfélagi og má velta fyrir sér hvort við séum hluti af vandamálinu eða hluti af lausninni? Það hefur verið lenska að sjá hindranir án þess að horfast í augu við lausnir. Þá er spurning hvort við stöldrum aðeins við og hugsum um nýsköpunarkraftinn. Sá kraftur hefur sýnt sig í velferðarkerfinu á viðkvæmum tímum heimsfaraldurs þar sem við nýttum tæknina, hugvitið og nýsköpun til að aðlaga okkur á undraverðum hraða að breyttum aðstæðum. Áskoranir samfélagsins þurfa á hugviti að halda, til dæmis hækkandi aldurs íslensku þjóðarinnar, lífsstílssjúkdóma, loftslagsbreytinga og stríðsástands. Kerfin eins og þau eru uppbyggð í dag með þeirri tækni sem til er munu ekki geta borið kynslóðir framtíðarinnar og þess vegna þarf að virkja kraft nýsköpunar til að endurhanna og endurhugsa hvað við gerum, hvernig og hvers vegna. Látum okkur detta eitthvað snjallræði í hug til að takast á við áskoranir samtímans með nýsköpun að vopni. Höfundur verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups og Snjallræðis.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar