Garðabær semur við Matartímann og Skólamat um skólamálsverði Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júlí 2022 16:38 Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamats, Axel Jónsson, eigandi Skólamats, Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar Garðabær Bæjarstjóri Garðabæjar undirritaði á þriðjudag samninga við fyrirtækin Matartíma og Skólamat um framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir alla grunnskóla Garðabæjar og hluta af leikskólum bæjarins næstu þrjú árin. Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í vor að bjóða út skólamálsverðaþjónustu fyrir fimm grunnskóla, þrjá leikskóla og einn grunn- og leikskóla Garðabæjar fyrir tímabilið 2022-2025. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, fyrir hönd Matartímans og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Garðabær Í fréttatilkynningu á vef Garðabæjar kemur fram að tilboð frá þremur aðilum hefðu borist eftir útboðið. Þar af hefðu tveir aðilar skilað tilboði í alla hluta útboðsins og einn í þrjá hluta þess. Niðurstaða bæjarráðs var að ganga til samninga við tvo aðila, Matartímann og Skólamat, sem buðu lægst. Við yfirferð tilboða var, samkvæmt tilkynningunni, tekið tillit til næringarinnihalds, samsetningar máltíða, eldunaraðferða og hvort tekið væri mið af opinberum ráðleggingum Embættis landlæknis. Samningur við nýja og gamla samstarfsaðila Garðabær gerir samning við Matartímann um mat í skóla bæjarins í fyrsta sinn en í tilkynningunni kemur fram að Matartíminn sé fyrirtæki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna sem sérhæfi sig í þjónustu við mötuneyti með áherslu á leik- og grunnskóla. Frá 2022 til 2025 verða máltíðir Matartímans í grunnskólunum Flataskóla, Garðaskóla, Sjálandsskóla og Urriðaholtsskóla og í leikskólunum Mánahvoli og Bæjarbóli. Skólamatur hefur áður séð um skólamálsverði í grunnskólum Garðabæjar en næstu þrjú árin verða máltíðir frá Skólamat í grunnskólunum Hofsstaðaskóla og Álftanesskóla og leikskólanum Sunnuhvoli. Garðabær Matur Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í vor að bjóða út skólamálsverðaþjónustu fyrir fimm grunnskóla, þrjá leikskóla og einn grunn- og leikskóla Garðabæjar fyrir tímabilið 2022-2025. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, fyrir hönd Matartímans og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Garðabær Í fréttatilkynningu á vef Garðabæjar kemur fram að tilboð frá þremur aðilum hefðu borist eftir útboðið. Þar af hefðu tveir aðilar skilað tilboði í alla hluta útboðsins og einn í þrjá hluta þess. Niðurstaða bæjarráðs var að ganga til samninga við tvo aðila, Matartímann og Skólamat, sem buðu lægst. Við yfirferð tilboða var, samkvæmt tilkynningunni, tekið tillit til næringarinnihalds, samsetningar máltíða, eldunaraðferða og hvort tekið væri mið af opinberum ráðleggingum Embættis landlæknis. Samningur við nýja og gamla samstarfsaðila Garðabær gerir samning við Matartímann um mat í skóla bæjarins í fyrsta sinn en í tilkynningunni kemur fram að Matartíminn sé fyrirtæki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna sem sérhæfi sig í þjónustu við mötuneyti með áherslu á leik- og grunnskóla. Frá 2022 til 2025 verða máltíðir Matartímans í grunnskólunum Flataskóla, Garðaskóla, Sjálandsskóla og Urriðaholtsskóla og í leikskólunum Mánahvoli og Bæjarbóli. Skólamatur hefur áður séð um skólamálsverði í grunnskólum Garðabæjar en næstu þrjú árin verða máltíðir frá Skólamat í grunnskólunum Hofsstaðaskóla og Álftanesskóla og leikskólanum Sunnuhvoli.
Garðabær Matur Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira