Íslendingarnir leiti ekki aðeins á útihátíðirnar þessa helgina Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. júlí 2022 23:34 Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, segir að fólk þurfi ekki að örvænta ef það verður á síðasta snúning á morgun. Vísir/Arnar Ísland er víða uppbókað um þessar mundir að sögn formann samtaka ferðaþjónustunnar. Íslenskir ferðamenn verða á ferðinni líkt og þeir erlendu um verslunarmannahelgina. Mikil eftirspurn er eftir útivistavörum en að sögn deildarstjóra hjá Fjallakofanum leitar fólk ekki aðeins á útihátíðirnar. Ferðaþjónustan virðist komin aftur á skrið eftir kórónuveirufaraldurinn þar sem erlendir ferðamenn streyma til landsins. Þeim hefur þó fjölgað óvenjulega hratt, með tilheyrandi álagi á ferðaþjónustuna, að sögn Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það í rauninni má segja að Ísland sé bara upp bókað að stórum hluta núna í ágúst. Það er mjög erfitt fyrir fólk sem ætlar sér að finna gistingu og bílaleigubíla, rútuferðir eða aðrar afþreyingar núna með mjög skömmum fyrirvara, ég myndi segja að það væri nánast vonlaust á ákveðnum stöðum á landinu,“ segir hann. Nú er verslunarmannahelgin fram undan þar sem Íslendingar fara líkt og þeir erlendu á stjá en stórar útihátíðir á borð við Þjóðhátíð laða marga að. „Þetta er náttúrulega mikil ferðahelgi hjá Íslendingum og það bætist þá við erlendu ferðamennina sem eru á ferð um landið, þannig það má búast við að það verði mikið af fólki á faraldsfæti núna um næstu helgi,“ segir Jóhannes. Regnföt og ýmis konar búnaður vinsælastur Íslenskir sem og erlendir ferðamenn finna sér þó alltaf leið og skiptir það litlu að hótel og bílaleigubílar séu af skornum skammti. Í versta falli er til að mynda alltaf hægt að næla sér í gott tjald. Hjá Fjallakofanum hefur fólk í hið minnsta verið að næla sér í alls kyns hluti. „Það er töluvert af fólki að undirbúa sig fyrir helgina,“ segir Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, en hann segir hópana sem leita í verslunina margs konar. „Það er ákveðinn hópur sem er mikið að kaupa sér regnföt, því það virðist vera blaut helgi fram undan, og svo er fólk sem er að versla sér tjöld og búnað.“ Þó margir leiti vissulega á útihátíðirnar séu einnig margir sem ætli til að mynda í fjallgöngu. Sjálfur nefnir hann dæmi um tvær konur sem kíktu til hans í vikunni sem ætluðu einsamar upp á fjall með búnaðinn á bakinu. „Fólk er að ögra sjálfum sér og gera eitthvað fyrir sjálft sig, það finnst mér kannski vera smá aukning í því frá því áður. Það er kannski ekki eins mikil stemning, alla vega hjá okkur, að fara á stórar útihátíðir heldur meira að gera eitthvað aktívt, hreyfa sig eitthvað, fara með allt á bakinu og reyna svolítið á elementin,“ segir Gulli. Þá bendir hann á að í Fjallakofanum megi finna ýmis konar búnað og þó að eftirspurnin hafi verið mikil, þá sérstaklega í sumar, sé nóg til og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Það eigi til að mynda við um þá sem mögulega hafi verið í afneitun um veðurspáina síðustu daga. Þannig fólk þarf ekki að örvænta ef það er að taka síðustu skrefin á morgun fyrir helgina? „Það ætti ekki að vera,“ segir Gulli léttur í bragði. Ferðamennska á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Ferðaþjónustan virðist komin aftur á skrið eftir kórónuveirufaraldurinn þar sem erlendir ferðamenn streyma til landsins. Þeim hefur þó fjölgað óvenjulega hratt, með tilheyrandi álagi á ferðaþjónustuna, að sögn Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það í rauninni má segja að Ísland sé bara upp bókað að stórum hluta núna í ágúst. Það er mjög erfitt fyrir fólk sem ætlar sér að finna gistingu og bílaleigubíla, rútuferðir eða aðrar afþreyingar núna með mjög skömmum fyrirvara, ég myndi segja að það væri nánast vonlaust á ákveðnum stöðum á landinu,“ segir hann. Nú er verslunarmannahelgin fram undan þar sem Íslendingar fara líkt og þeir erlendu á stjá en stórar útihátíðir á borð við Þjóðhátíð laða marga að. „Þetta er náttúrulega mikil ferðahelgi hjá Íslendingum og það bætist þá við erlendu ferðamennina sem eru á ferð um landið, þannig það má búast við að það verði mikið af fólki á faraldsfæti núna um næstu helgi,“ segir Jóhannes. Regnföt og ýmis konar búnaður vinsælastur Íslenskir sem og erlendir ferðamenn finna sér þó alltaf leið og skiptir það litlu að hótel og bílaleigubílar séu af skornum skammti. Í versta falli er til að mynda alltaf hægt að næla sér í gott tjald. Hjá Fjallakofanum hefur fólk í hið minnsta verið að næla sér í alls kyns hluti. „Það er töluvert af fólki að undirbúa sig fyrir helgina,“ segir Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, en hann segir hópana sem leita í verslunina margs konar. „Það er ákveðinn hópur sem er mikið að kaupa sér regnföt, því það virðist vera blaut helgi fram undan, og svo er fólk sem er að versla sér tjöld og búnað.“ Þó margir leiti vissulega á útihátíðirnar séu einnig margir sem ætli til að mynda í fjallgöngu. Sjálfur nefnir hann dæmi um tvær konur sem kíktu til hans í vikunni sem ætluðu einsamar upp á fjall með búnaðinn á bakinu. „Fólk er að ögra sjálfum sér og gera eitthvað fyrir sjálft sig, það finnst mér kannski vera smá aukning í því frá því áður. Það er kannski ekki eins mikil stemning, alla vega hjá okkur, að fara á stórar útihátíðir heldur meira að gera eitthvað aktívt, hreyfa sig eitthvað, fara með allt á bakinu og reyna svolítið á elementin,“ segir Gulli. Þá bendir hann á að í Fjallakofanum megi finna ýmis konar búnað og þó að eftirspurnin hafi verið mikil, þá sérstaklega í sumar, sé nóg til og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Það eigi til að mynda við um þá sem mögulega hafi verið í afneitun um veðurspáina síðustu daga. Þannig fólk þarf ekki að örvænta ef það er að taka síðustu skrefin á morgun fyrir helgina? „Það ætti ekki að vera,“ segir Gulli léttur í bragði.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira