Enduðu allar í einni stórri hrúgu eftir árekstur í Tour de France Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 10:01 Elisa Balsamo var ein af þeim sem kom blóðug út úr árekstrinum. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Svakalegur árekstur setti mikinn svip á fimmtu sérleið Frakklandshjólreiða kvenna í gær og varð meðal annars til þess að danska hjólreiðakonan Emma Norsgaard varð að hætta keppni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óhapp verður í þessari fyrstu Tour de France kvenna í sögunni. Karlarnir hafa keppt frá árinu 1903 en nú fá konurnar loksins sína keppni. Skysið varð í maraþonhluta keppninnar þar sem hjólaðir voru 175,6 kílómetrar frá Bar-le-Duc til Saint-Dié-Des-Vosges í austuhluta Frakklands. Watch: 30-woman pile-up at Tour de France Femmes that brought the race to a halt.@fi_tomas_ reports after Lorena Wiebes wins her second stage stage and Marianne Vos retains the leader's yellow jersey.https://t.co/hEoH8z8nSm— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) July 28, 2022 Alls lentu þrjátíu hjólreiðakonur í þessum árekstri sem varð þegar um 45 kílómetra voru eftir. Ein þeirra þurfti aðstoð eftir að fótur hennar festist í hennar eigin hjóli. Það þurfti auðvitað að gera hlé á keppninni á meðan leyst var úr flækjunni sem myndaðist en hjólreiðakonurnar enduðu allar í einni stórri hrúgu. Flestar héldu áfram með blóðugar fætur eða blóðugu olnboga en ekki þó allar. Danska hjólreiðakonan Emma Norsgaard stóð upp eftir slysið en var greinilega þjáð. Hún hætti síðan keppni fljótlega og yfirgaf svæðið í hálskraga og með sjúkrabíl. Incroyables images sur le Tour de France Femmes avec cette chute collective XXL !Suivez la Grande Boucle féminine sur Eurosport avec #LesRP pic.twitter.com/fYBCGjPRWu— Eurosport France (@Eurosport_FR) July 28, 2022 Hin ítalska Marta Bastianelli hélt áfram keppni þrátt fyrir að vera með blóðuga olnboga og maskarinn rann niður andlit hennar. Lorena Wiebes, 23 ára Hollendingur, vann sérleiðina en hún var kominn í Gulu peysuna eftir að hafa unnið fyrstu sérleiðina sem endaði í París. Eftir þessa keppni er Marianne Vos, 35 ára Hollendingur, áfram í gulu sem hún tók með því að vinna aðra sérleið og hefur hún haldið henni síðan. Næsta á dagskrá er Alparnir við landamærin við Sviss og þar mun reyna virkilega á hjólreiðakonurnar. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óhapp verður í þessari fyrstu Tour de France kvenna í sögunni. Karlarnir hafa keppt frá árinu 1903 en nú fá konurnar loksins sína keppni. Skysið varð í maraþonhluta keppninnar þar sem hjólaðir voru 175,6 kílómetrar frá Bar-le-Duc til Saint-Dié-Des-Vosges í austuhluta Frakklands. Watch: 30-woman pile-up at Tour de France Femmes that brought the race to a halt.@fi_tomas_ reports after Lorena Wiebes wins her second stage stage and Marianne Vos retains the leader's yellow jersey.https://t.co/hEoH8z8nSm— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) July 28, 2022 Alls lentu þrjátíu hjólreiðakonur í þessum árekstri sem varð þegar um 45 kílómetra voru eftir. Ein þeirra þurfti aðstoð eftir að fótur hennar festist í hennar eigin hjóli. Það þurfti auðvitað að gera hlé á keppninni á meðan leyst var úr flækjunni sem myndaðist en hjólreiðakonurnar enduðu allar í einni stórri hrúgu. Flestar héldu áfram með blóðugar fætur eða blóðugu olnboga en ekki þó allar. Danska hjólreiðakonan Emma Norsgaard stóð upp eftir slysið en var greinilega þjáð. Hún hætti síðan keppni fljótlega og yfirgaf svæðið í hálskraga og með sjúkrabíl. Incroyables images sur le Tour de France Femmes avec cette chute collective XXL !Suivez la Grande Boucle féminine sur Eurosport avec #LesRP pic.twitter.com/fYBCGjPRWu— Eurosport France (@Eurosport_FR) July 28, 2022 Hin ítalska Marta Bastianelli hélt áfram keppni þrátt fyrir að vera með blóðuga olnboga og maskarinn rann niður andlit hennar. Lorena Wiebes, 23 ára Hollendingur, vann sérleiðina en hún var kominn í Gulu peysuna eftir að hafa unnið fyrstu sérleiðina sem endaði í París. Eftir þessa keppni er Marianne Vos, 35 ára Hollendingur, áfram í gulu sem hún tók með því að vinna aðra sérleið og hefur hún haldið henni síðan. Næsta á dagskrá er Alparnir við landamærin við Sviss og þar mun reyna virkilega á hjólreiðakonurnar.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira