Sport

Enduðu allar í einni stórri hrúgu eftir árekstur í Tour de France

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elisa Balsamo var ein af þeim sem kom blóðug út úr árekstrinum.
Elisa Balsamo var ein af þeim sem kom blóðug út úr árekstrinum. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON

Svakalegur árekstur setti mikinn svip á fimmtu sérleið Frakklandshjólreiða kvenna í gær og varð meðal annars til þess að danska hjólreiðakonan Emma Norsgaard varð að hætta keppni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óhapp verður í þessari fyrstu Tour de France kvenna í sögunni. Karlarnir hafa keppt frá árinu 1903 en nú fá konurnar loksins sína keppni.

Skysið varð í maraþonhluta keppninnar þar sem hjólaðir voru 175,6 kílómetrar frá Bar-le-Duc til Saint-Dié-Des-Vosges í austuhluta Frakklands.

Alls lentu þrjátíu hjólreiðakonur í þessum árekstri sem varð þegar um 45 kílómetra voru eftir. Ein þeirra þurfti aðstoð eftir að fótur hennar festist í hennar eigin hjóli.

Það þurfti auðvitað að gera hlé á keppninni á meðan leyst var úr flækjunni sem myndaðist en hjólreiðakonurnar enduðu allar í einni stórri hrúgu. Flestar héldu áfram með blóðugar fætur eða blóðugu olnboga en ekki þó allar.

Danska hjólreiðakonan Emma Norsgaard stóð upp eftir slysið en var greinilega þjáð. Hún hætti síðan keppni fljótlega og yfirgaf svæðið í hálskraga og með sjúkrabíl.

Hin ítalska Marta Bastianelli hélt áfram keppni þrátt fyrir að vera með blóðuga olnboga og maskarinn rann niður andlit hennar.

Lorena Wiebes, 23 ára Hollendingur, vann sérleiðina en hún var kominn í Gulu peysuna eftir að hafa unnið fyrstu sérleiðina sem endaði í París. Eftir þessa keppni er Marianne Vos, 35 ára Hollendingur, áfram í gulu sem hún tók með því að vinna aðra sérleið og hefur hún haldið henni síðan.

Næsta á dagskrá er Alparnir við landamærin við Sviss og þar mun reyna virkilega á hjólreiðakonurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×