„Við munum gefa allt okkar í þetta“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. júlí 2022 14:30 Reykjavíkurdætur koma fram á Þjóðhátíð í ár. Hulda Margrét Hljómsveitin Reykjavíkurdætur spilar á sinni fyrstu Þjóðhátíð um helgina en þær hafa átt viðburðaríkt sumar og spilað á tónleikum víðs vegar, bæði hérlendis og erlendis. Þær hlakka mikið til að spila fyrir Brekkugesti og eru sérstaklega spenntar fyrir því að áhorfendur skilji allt sem þær segja. Blaðamaður tók púlsinn á Steiney Skúladóttur, meðlim hljómsveitarinnar, og fékk að heyra frá stemningunni hjá stelpunum. Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Hvenær fóruð þið fyrst á Þjóðhátíð? Ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð áður. Reykjavíkurdætur eru að spila þar í fyrsta skipti líka en sumar af stelpunum hafa spilað með öðrum hljómsveitum þarna. Hvað finnst ykkur skemmtilegast við þessa hátíð? Þura Stína sem er með mér í hljómsveitinni er úr Eyjum og talar mikið um að Þjóðhátíð sé besta hátíð í heimi. Hún talar mikið um hvítu tjöldin sem fjölskyldurnar úr Eyjum eru með þar sem er boðið upp á fiskisúpu og samsöng. Ég er mjög spennt fyrir því og líka brekkusöngnum. Er ekki eitthvað Íslandsmet i brekkusöng þarna á hverju ári? Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þið stígið á svið? Vá bara öllu. Við munum gefa allt okkar í þetta. Við höfum verið að koma fram á allskonar festivölum í útlöndum síðustu ár og það er alltaf brjálað gaman þótt að fólk skilji ekki neitt hvað við erum að segja. Það verður gaman að gera þannig show fyrir Íslendinga. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið ykkar? Einu sinni var ég með Eyja meyja og peyja lagið með Jóni Jónssyni sem biðtón þegar hringt var i mig. Mér fannst svo fyndið að neyða fólk til að hlusta og þarafleiðandi fá lagið á heilann. En síðan hótuðu vinir mínir að hætta að hringja þannig að ég skipti eftir nokkra daga. Hvernig ætli þið að undirbúa ykkur fyrir stóru stundina? Það hefur myndast rútína hjá okkur i gegnum árin og fyrir stór gigg þá gerum við okkur til saman og förum yfir showið. Þá rifjum við upp hvernig við útfærum ætlum að útfæra hluti og ef það er eitthvað sérstakt sem við viljum hafa í huga. Síðan tökum við alltaf einbeitingarhring rétt áður en við förum á svið þar sem við horfumst í augu og gerum svo berju. Við höfum gert þessa sömu rútínu síðan 2017. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Ætlar að njóta hverrar einustu mínútu Tónlistarmaðurinn Hreimur hefur gefið út hvorki meira né minna en sex Þjóðhátíðarlög og þar á meðal er lagið Lífið er yndislegt sem flestir tengja óneitanlega alltaf við Þjóðhátíð. Hann kom fyrst fram á hátíðinni árið 1997 þegar Land og synir voru óþekkt hljómsveit. Hreimur hlakkar mikið til að Þjóðhátíð verði loksins aftur haldin nú um helgina. 28. júlí 2022 15:00 „Ég man varla eftir tónleikunum sökum sjóriðu“ Birgitta Haukdal er ein ástsælasta söngkona okkar Íslendinga og þaulvön því að stíga á svið fyrir framan fjöldann allan af áhorfendum. Fyrir um það bil tuttugu árum síðan spilaði hún á sinni fyrstu Þjóðhátíð með hljómsveitinni Írafár en hún kemur fram í Herjólfsdal í ár, bæði ein og með hljómsveitinni. Blaðamaður tók púlsinn á Birgittu. 26. júlí 2022 11:31 Hjálpa þér að finna ástina á Þjóðhátíð með einum takka Stefnumótaforritið Smitten ætlar að gleðja gesti Þjóðhátíðar með sérstökum Þjóðhátíðar fítus sem auðveldar einhleypum gestum hátíðarinnar að ná saman í dalnum. Hann verður aðgengilegur notendum forritsins sem eru staddir í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til mánudags. 26. júlí 2022 12:30 „Við vorum bara siglandi þarna ofan á þeim, rappandi og hlæjandi“ Hljómsveitin Reykjavíkurdætur var að senda frá sér lagið Sirkús en þær munu frumflytja lagið fyrir Íslendinga á Þjóðhátíð um næstu helgi. Meðlimir sveitarinnar hafa átt viðburðaríkt sumar og komið mikið fram, bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á stelpunum og fékk að heyra nánar frá því. 22. júlí 2022 10:01 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Hvenær fóruð þið fyrst á Þjóðhátíð? Ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð áður. Reykjavíkurdætur eru að spila þar í fyrsta skipti líka en sumar af stelpunum hafa spilað með öðrum hljómsveitum þarna. Hvað finnst ykkur skemmtilegast við þessa hátíð? Þura Stína sem er með mér í hljómsveitinni er úr Eyjum og talar mikið um að Þjóðhátíð sé besta hátíð í heimi. Hún talar mikið um hvítu tjöldin sem fjölskyldurnar úr Eyjum eru með þar sem er boðið upp á fiskisúpu og samsöng. Ég er mjög spennt fyrir því og líka brekkusöngnum. Er ekki eitthvað Íslandsmet i brekkusöng þarna á hverju ári? Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þið stígið á svið? Vá bara öllu. Við munum gefa allt okkar í þetta. Við höfum verið að koma fram á allskonar festivölum í útlöndum síðustu ár og það er alltaf brjálað gaman þótt að fólk skilji ekki neitt hvað við erum að segja. Það verður gaman að gera þannig show fyrir Íslendinga. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið ykkar? Einu sinni var ég með Eyja meyja og peyja lagið með Jóni Jónssyni sem biðtón þegar hringt var i mig. Mér fannst svo fyndið að neyða fólk til að hlusta og þarafleiðandi fá lagið á heilann. En síðan hótuðu vinir mínir að hætta að hringja þannig að ég skipti eftir nokkra daga. Hvernig ætli þið að undirbúa ykkur fyrir stóru stundina? Það hefur myndast rútína hjá okkur i gegnum árin og fyrir stór gigg þá gerum við okkur til saman og förum yfir showið. Þá rifjum við upp hvernig við útfærum ætlum að útfæra hluti og ef það er eitthvað sérstakt sem við viljum hafa í huga. Síðan tökum við alltaf einbeitingarhring rétt áður en við förum á svið þar sem við horfumst í augu og gerum svo berju. Við höfum gert þessa sömu rútínu síðan 2017.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Ætlar að njóta hverrar einustu mínútu Tónlistarmaðurinn Hreimur hefur gefið út hvorki meira né minna en sex Þjóðhátíðarlög og þar á meðal er lagið Lífið er yndislegt sem flestir tengja óneitanlega alltaf við Þjóðhátíð. Hann kom fyrst fram á hátíðinni árið 1997 þegar Land og synir voru óþekkt hljómsveit. Hreimur hlakkar mikið til að Þjóðhátíð verði loksins aftur haldin nú um helgina. 28. júlí 2022 15:00 „Ég man varla eftir tónleikunum sökum sjóriðu“ Birgitta Haukdal er ein ástsælasta söngkona okkar Íslendinga og þaulvön því að stíga á svið fyrir framan fjöldann allan af áhorfendum. Fyrir um það bil tuttugu árum síðan spilaði hún á sinni fyrstu Þjóðhátíð með hljómsveitinni Írafár en hún kemur fram í Herjólfsdal í ár, bæði ein og með hljómsveitinni. Blaðamaður tók púlsinn á Birgittu. 26. júlí 2022 11:31 Hjálpa þér að finna ástina á Þjóðhátíð með einum takka Stefnumótaforritið Smitten ætlar að gleðja gesti Þjóðhátíðar með sérstökum Þjóðhátíðar fítus sem auðveldar einhleypum gestum hátíðarinnar að ná saman í dalnum. Hann verður aðgengilegur notendum forritsins sem eru staddir í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til mánudags. 26. júlí 2022 12:30 „Við vorum bara siglandi þarna ofan á þeim, rappandi og hlæjandi“ Hljómsveitin Reykjavíkurdætur var að senda frá sér lagið Sirkús en þær munu frumflytja lagið fyrir Íslendinga á Þjóðhátíð um næstu helgi. Meðlimir sveitarinnar hafa átt viðburðaríkt sumar og komið mikið fram, bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á stelpunum og fékk að heyra nánar frá því. 22. júlí 2022 10:01 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ætlar að njóta hverrar einustu mínútu Tónlistarmaðurinn Hreimur hefur gefið út hvorki meira né minna en sex Þjóðhátíðarlög og þar á meðal er lagið Lífið er yndislegt sem flestir tengja óneitanlega alltaf við Þjóðhátíð. Hann kom fyrst fram á hátíðinni árið 1997 þegar Land og synir voru óþekkt hljómsveit. Hreimur hlakkar mikið til að Þjóðhátíð verði loksins aftur haldin nú um helgina. 28. júlí 2022 15:00
„Ég man varla eftir tónleikunum sökum sjóriðu“ Birgitta Haukdal er ein ástsælasta söngkona okkar Íslendinga og þaulvön því að stíga á svið fyrir framan fjöldann allan af áhorfendum. Fyrir um það bil tuttugu árum síðan spilaði hún á sinni fyrstu Þjóðhátíð með hljómsveitinni Írafár en hún kemur fram í Herjólfsdal í ár, bæði ein og með hljómsveitinni. Blaðamaður tók púlsinn á Birgittu. 26. júlí 2022 11:31
Hjálpa þér að finna ástina á Þjóðhátíð með einum takka Stefnumótaforritið Smitten ætlar að gleðja gesti Þjóðhátíðar með sérstökum Þjóðhátíðar fítus sem auðveldar einhleypum gestum hátíðarinnar að ná saman í dalnum. Hann verður aðgengilegur notendum forritsins sem eru staddir í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til mánudags. 26. júlí 2022 12:30
„Við vorum bara siglandi þarna ofan á þeim, rappandi og hlæjandi“ Hljómsveitin Reykjavíkurdætur var að senda frá sér lagið Sirkús en þær munu frumflytja lagið fyrir Íslendinga á Þjóðhátíð um næstu helgi. Meðlimir sveitarinnar hafa átt viðburðaríkt sumar og komið mikið fram, bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á stelpunum og fékk að heyra nánar frá því. 22. júlí 2022 10:01