Elfsborg og Hacken settu upp í sýningu en um var að ræða Íslendingaslag þar sem Sveinn Aron Guðjohnsen var í fremstu víglínu Elfsborg á meðan Valgeir Lunddal Friðriksson var á sínum stað í vörn Hacken.
Leiknum lauk með 4-4 jafntefli þar sem Sveinn Aron sýndi ansi flott tilþrif í tveimur mörkum Elfsborgar eins og sjá má á myndböndunum hér fyrir neðan.
Elfsborg återtar ledningen med ett klassmål! Rasmus Alm med avslutet till 2-1
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 31, 2022
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/AO0Zkmqii6
Målen fortsätter att hagla in, Sveinn Guðjohnsen kvitterar till 3-3 i den 54:e minuten!
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 31, 2022
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/bw1bmMenuZ
Sveinn Aron skoraði eitt mark og lagði upp annað.
Aron Bjarnason og Óli Valur Ómarsson léku allan leikinn fyrir Sirius sem mátti þola 0-1 tap fyrir Mjallby.
Í B-deildinni unnu lærisveinar Brynjars Björns Gunnarssonar í Örgryte mikilvægan 0-1 sigur á Utsiktens en Örgryte er í harðri fallbaráttu.