Fyrrum heimsmeistarinn tekur sæti Vettels Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 11:01 Alonso er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldurinn. Clive Rose/Getty Images Fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso á nóg eftir í Formúlu 1 þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Hann hefur gert langtímasamning við Aston Martin um að keyra fyrir framleiðandann frá og með næsta tímabili í Formúlu 1. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem vann fjóra heimsmeistaratitla með Red Bull í Formúlu 1, tilkynnti í vikunni að hann ætlaði sér að hætta í Formúlunni að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þónokkrir hafa verið orðaðir við sæti hans hjá Aston Martin frá því að greint var frá því. Nú er ljóst að annar fyrrum heimsmeistari, Fernando Alonso, sem vann með Renault 2005 og 2006 mun taka sæti hans. Alonso keyrði fyrir Ferrari þegar Vettel fagnaði sínum titlum á árunum 2010 til 2013 en hann varð annar í keppni ökuþóra árin 2010, 2012 og 2013. Sá spænski hætti sjálfur í Formúlu 1 árið 2019 en sneri aftur til að keyra fyrir Alpine í fyrra. Hann mun nú yfirgefa liðið eftir tveggja ára veru. BREAKING: Fernando Alonso will join Aston Martin from 2023 on a multi-year contract #F1 pic.twitter.com/dfwktaMk6F— Formula 1 (@F1) August 1, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem vann fjóra heimsmeistaratitla með Red Bull í Formúlu 1, tilkynnti í vikunni að hann ætlaði sér að hætta í Formúlunni að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þónokkrir hafa verið orðaðir við sæti hans hjá Aston Martin frá því að greint var frá því. Nú er ljóst að annar fyrrum heimsmeistari, Fernando Alonso, sem vann með Renault 2005 og 2006 mun taka sæti hans. Alonso keyrði fyrir Ferrari þegar Vettel fagnaði sínum titlum á árunum 2010 til 2013 en hann varð annar í keppni ökuþóra árin 2010, 2012 og 2013. Sá spænski hætti sjálfur í Formúlu 1 árið 2019 en sneri aftur til að keyra fyrir Alpine í fyrra. Hann mun nú yfirgefa liðið eftir tveggja ára veru. BREAKING: Fernando Alonso will join Aston Martin from 2023 on a multi-year contract #F1 pic.twitter.com/dfwktaMk6F— Formula 1 (@F1) August 1, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira