Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Jörð heldur áfram að skjálfa en snarpur skjálfti fannst víða um klukkan ellefu. Ríflega 1.400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum síðan á miðnætti, þar af fimm yfir 4,0 að stærð. Landsmenn mega gera ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga en jarðeðlisfræðingur telur að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum.

Við ræðum einnig við bæjarstjóra Grindavíkurbæjar sem segir það upplifun fólks í bænum að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana.

Verslunarmannahelgin gekk að mestu vel fyrir sig um land allt. Við ræðum við lögreglu í fréttatímanum og heyrum frá þjóðhátíðargestum sem eru að pakka saman eftir helgina.

Þá fylgjumst við með skógareldum í Kaliforníu og kornútflutningi sem er hafinn frá Úkraínu.

Þetta og meira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×