Hvað þýðir verðbólgan sem nú geisar innanlands fyrir þig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 2. ágúst 2022 11:31 Einfalda svarið við þeirri spurningu er sú, að ef þú ert ráðherra sem fæddist með silfurskeið í munni að þá ert þú að græða fullt, en ef aftur á móti ef að þú ert venjulegur Íslendingur og telst til almennings að þá ert þú að tapa helling. Mikil verðbólga eins og nú geisar flytur nefnilega helling af fjármunum frá þér lesandi góður yfir í vasa fjármagnseigenda og fagfjárfesta. Ástæður og sökudólgar brennandi verðbólgubálsins Nokkrar ástæður hafa verið nefndar af lægra setnum ráðherrum og fræðimönnum af hverju þessi mikla verðbólga stafar. Stríðið í Úkraínu og alþjóðleg verðbólga hafa verið nefnd sem sökudólgar. Að auki hefur Seðlabankinn minnst á að innlend verðbólga gæti átt hlut að máli og að óvissa væri um erlendu áhrifin þó fyrrum starfsmaður bankans geri það ekki í sínum útskýringum, heldur segir erlendu áhrifin aðalsökudólginn. Í fersku minni er þegar útrásarvíkingarnir okkar sálugu og nú upprisnu, skelltu skuldinni á alþjóðlega fjármálakreppu fyrir bankahruninu hér um árið. Hraun í ÖxnadalListamaður óþekktur Hverjar svo sem ástæðurnar fyrir verðbólgubálinu eru að þá er það ljóst að mikil verðbólga eykur á félagslegan ójöfnuð og dregur úr samstöðu milli þjóðfélagshópa. Togstreita á milli tekjuhópa verður til og getur aukist svo mjög að til alvarlegra átaka geta komið á vinnumarkaði sem allt stefnir í að verði reyndin í haust og vetur. Engin „stétt með stétt“ mun komast að við lausn þeirrar empirísku jöfnu nú þegar að höfuðstóll verðtryggðu húsnæðislánanna þinna hækka um hundruðir þúsunda á mánuði, matarkarfan þín hefur hækkað og þú kemst nú færri kílómetra á bílnum þínum en áður nema náttúrulega ef að þú hefur haft efni á að splæsa í niðurgreiddan efri stéttar rafmagnsbíl sem ég reyndar efast um að þú hafir haft efni á ef þú „lækar“ og deilir þessari grein. Verðbólgan hefur einnig haft þau áhrif að launin þín hafa lækkað að raunvirði gagnvart flestallri vöru og þjónustu. Tími óþekkta listamannsins og heimaklipptra hárkolla hjá flestum heimilum landsins er runninn upp að nýju eftir ríflega 10 ára hlé, jafnvel þó að farið verði í neyðaraðgerðir strax til bjargar heimilunum. Höfundur er byggingarverkfræðingur. p.s. Málverkið sem fylgir greininni hangir uppi á heimili mínu á Selfossi en tengist þessari grein ekki beint, hún tengist betur annarri nýlegri grein[1]. [1] https://www.visir.is/g/20222292306d/hae-verd-bolgu-balid-brennur-bjarma-a-kinnar-slaer Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Efnahagsmál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Einfalda svarið við þeirri spurningu er sú, að ef þú ert ráðherra sem fæddist með silfurskeið í munni að þá ert þú að græða fullt, en ef aftur á móti ef að þú ert venjulegur Íslendingur og telst til almennings að þá ert þú að tapa helling. Mikil verðbólga eins og nú geisar flytur nefnilega helling af fjármunum frá þér lesandi góður yfir í vasa fjármagnseigenda og fagfjárfesta. Ástæður og sökudólgar brennandi verðbólgubálsins Nokkrar ástæður hafa verið nefndar af lægra setnum ráðherrum og fræðimönnum af hverju þessi mikla verðbólga stafar. Stríðið í Úkraínu og alþjóðleg verðbólga hafa verið nefnd sem sökudólgar. Að auki hefur Seðlabankinn minnst á að innlend verðbólga gæti átt hlut að máli og að óvissa væri um erlendu áhrifin þó fyrrum starfsmaður bankans geri það ekki í sínum útskýringum, heldur segir erlendu áhrifin aðalsökudólginn. Í fersku minni er þegar útrásarvíkingarnir okkar sálugu og nú upprisnu, skelltu skuldinni á alþjóðlega fjármálakreppu fyrir bankahruninu hér um árið. Hraun í ÖxnadalListamaður óþekktur Hverjar svo sem ástæðurnar fyrir verðbólgubálinu eru að þá er það ljóst að mikil verðbólga eykur á félagslegan ójöfnuð og dregur úr samstöðu milli þjóðfélagshópa. Togstreita á milli tekjuhópa verður til og getur aukist svo mjög að til alvarlegra átaka geta komið á vinnumarkaði sem allt stefnir í að verði reyndin í haust og vetur. Engin „stétt með stétt“ mun komast að við lausn þeirrar empirísku jöfnu nú þegar að höfuðstóll verðtryggðu húsnæðislánanna þinna hækka um hundruðir þúsunda á mánuði, matarkarfan þín hefur hækkað og þú kemst nú færri kílómetra á bílnum þínum en áður nema náttúrulega ef að þú hefur haft efni á að splæsa í niðurgreiddan efri stéttar rafmagnsbíl sem ég reyndar efast um að þú hafir haft efni á ef þú „lækar“ og deilir þessari grein. Verðbólgan hefur einnig haft þau áhrif að launin þín hafa lækkað að raunvirði gagnvart flestallri vöru og þjónustu. Tími óþekkta listamannsins og heimaklipptra hárkolla hjá flestum heimilum landsins er runninn upp að nýju eftir ríflega 10 ára hlé, jafnvel þó að farið verði í neyðaraðgerðir strax til bjargar heimilunum. Höfundur er byggingarverkfræðingur. p.s. Málverkið sem fylgir greininni hangir uppi á heimili mínu á Selfossi en tengist þessari grein ekki beint, hún tengist betur annarri nýlegri grein[1]. [1] https://www.visir.is/g/20222292306d/hae-verd-bolgu-balid-brennur-bjarma-a-kinnar-slaer
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun