Húsnæðisverðslækkanir í kortunum Halldór Kári Sigurðarson skrifar 3. ágúst 2022 08:01 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,2% í júní og hefur þar með hækkað um 25% undanfarna tólf mánuði. Þrátt fyrir að vera rúmlega tvöfalt meiri hækkun en í meðalmánuðinum undanfarin 8 ár þá er þetta minnsta mánaðarhækkun á markaðnum síðan í janúar. Þá má vænta þess að verulegur viðsnúningur verði á verðþróun íbúðarhúsnæðis núna á næstu mánuðum þegar kælandi aðgerðir Seðlabankans fara að hafa áhrif af fullum þunga á kaupendur. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Nýjustu mælingar Hagstofunnar sýna að verðbólgan er komin upp í 9,9% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009. Þegar verðbólgan er komin á þetta stig er mikilvægt að líta á verðþróun á húsnæðisverði að raunvirði til að fá glögga mynd af þróuninni. Sé það gert má sjá að árshækkunartaktur íbúðaverðs að raunvirði er 17,4% sem er þó nokkuð lægra en hann fór árið 2017 og 2005. Þetta skýrist e.t.v. af því að húsnæðisverðshækkunin undanfarið hefur verið keyrð áfram af peningaprentun í gegnum bankakerfið í krafti lágra vaxta á meðan að hækkunin árið 2017 var að meira leyti tilkomin af undirliggjandi húsnæðisskorti. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Hagstofa Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Peningaprentun á tímum heimsfaraldursins er ekki séríslensk hagstjórn og má segja að heilt yfir hafi þróuð hagkerfi flest hver brugðist við faraldrinum með þessum hætti. Í því samhengi má einnig nefna að það er ekki bara á Íslandi sem húsnæðisverð hefur hækkað meira en góðu hófi gegnir. Frá upphafi ársins 2020 fram til annars fjórðungs 2022 hefur húsnæðisverð á Íslandi nefnilega aðeins hækkað 0,7%-stigum umfram OECD meðaltalið líkt og fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu HMS. Þá hefur húsnæðisverð í Bandaríkjunum t.a.m. hækkað rúmlega þriðjungi meira en á Íslandi á umræddu tímabili. Heimildir: HMS, OECD og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er til þeirra ríkja sem hafa verið í sama húsnæðismarkaðsrússíbana og Ísland má sjá að nafnverðslækkanir á íbúðarhúsnæði eru vel mögulegar. Í Ástralíu hefur húsnæðisverð lækkað undanfarna þrjá mánuði og er nú tæplega 3% lægra en það var hæst. Í Stokkhólmi hefur húsnæðisverð lækkað um 8,2% á sama tímabili en báðar lækkanirnar koma í kjölfar vaxtahækkana. Það er mikilvægt að átta sig á því að allir eignamarkaðir geta lækkað ef markaðslögmálin ráða för og það er óháð því hvernig söguleg verðþróun hefur verið. Næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 24. ágúst og ekki við öðru að búast en nokkurri vaxtahækkun í ljósi þess að verðbólgan er hænuskrefi frá tveggja stafa tölu. Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu er farinn að lengjast og framundan eru kælandi áhrif aðgerða Seðlabankans. Af öllu þessu er ljóst að nafnverðslækkanir íbúðaverðs eru raunhæfur möguleiki á seinni helmingi ársins. Höfundur er hagfræðingur hjá Húsaskjól fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Fasteignamarkaður Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,2% í júní og hefur þar með hækkað um 25% undanfarna tólf mánuði. Þrátt fyrir að vera rúmlega tvöfalt meiri hækkun en í meðalmánuðinum undanfarin 8 ár þá er þetta minnsta mánaðarhækkun á markaðnum síðan í janúar. Þá má vænta þess að verulegur viðsnúningur verði á verðþróun íbúðarhúsnæðis núna á næstu mánuðum þegar kælandi aðgerðir Seðlabankans fara að hafa áhrif af fullum þunga á kaupendur. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Nýjustu mælingar Hagstofunnar sýna að verðbólgan er komin upp í 9,9% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009. Þegar verðbólgan er komin á þetta stig er mikilvægt að líta á verðþróun á húsnæðisverði að raunvirði til að fá glögga mynd af þróuninni. Sé það gert má sjá að árshækkunartaktur íbúðaverðs að raunvirði er 17,4% sem er þó nokkuð lægra en hann fór árið 2017 og 2005. Þetta skýrist e.t.v. af því að húsnæðisverðshækkunin undanfarið hefur verið keyrð áfram af peningaprentun í gegnum bankakerfið í krafti lágra vaxta á meðan að hækkunin árið 2017 var að meira leyti tilkomin af undirliggjandi húsnæðisskorti. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Hagstofa Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Peningaprentun á tímum heimsfaraldursins er ekki séríslensk hagstjórn og má segja að heilt yfir hafi þróuð hagkerfi flest hver brugðist við faraldrinum með þessum hætti. Í því samhengi má einnig nefna að það er ekki bara á Íslandi sem húsnæðisverð hefur hækkað meira en góðu hófi gegnir. Frá upphafi ársins 2020 fram til annars fjórðungs 2022 hefur húsnæðisverð á Íslandi nefnilega aðeins hækkað 0,7%-stigum umfram OECD meðaltalið líkt og fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu HMS. Þá hefur húsnæðisverð í Bandaríkjunum t.a.m. hækkað rúmlega þriðjungi meira en á Íslandi á umræddu tímabili. Heimildir: HMS, OECD og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er til þeirra ríkja sem hafa verið í sama húsnæðismarkaðsrússíbana og Ísland má sjá að nafnverðslækkanir á íbúðarhúsnæði eru vel mögulegar. Í Ástralíu hefur húsnæðisverð lækkað undanfarna þrjá mánuði og er nú tæplega 3% lægra en það var hæst. Í Stokkhólmi hefur húsnæðisverð lækkað um 8,2% á sama tímabili en báðar lækkanirnar koma í kjölfar vaxtahækkana. Það er mikilvægt að átta sig á því að allir eignamarkaðir geta lækkað ef markaðslögmálin ráða för og það er óháð því hvernig söguleg verðþróun hefur verið. Næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 24. ágúst og ekki við öðru að búast en nokkurri vaxtahækkun í ljósi þess að verðbólgan er hænuskrefi frá tveggja stafa tölu. Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu er farinn að lengjast og framundan eru kælandi áhrif aðgerða Seðlabankans. Af öllu þessu er ljóst að nafnverðslækkanir íbúðaverðs eru raunhæfur möguleiki á seinni helmingi ársins. Höfundur er hagfræðingur hjá Húsaskjól fasteignasölu.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar