Ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Taívan og skaut á forseta Kína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2022 07:35 Nancy Pelosi og Tsai Ing-wen. AP Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hét áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Taívan í opinberri heimsókn sinni þar í gær. Pelosi fundaði meðal annars með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, sem hét því að láta ekki undan hernaðarlegum hótunum Kína. Stjórnvöld í Kína eru æf vegna heimsóknar Pelosi, sem sagðist á blaðamannafundi í gær furða sig á viðbrögðum Kínverja. Hún sagði mikilvægt að senda skýr skilaboð; stjórnvöld í Bandaríkjunum væru staðföst í því að tryggja öryggi Taívan, þar sem ríkin deildu gildum er vörðuðu lýðræðið og frelsi. Gerði hún því skóna að viðbrögð forseta Kína mætti rekja til pólitískrar stöðu hans heima fyrir. Heimsókn Pelosi hefur bæði verið hampað og gagnrýnd í Bandaríkjunum en John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti á það í fyrradag að heimsóknir bandarískra embættismanna til Taívan væru langt í frá fordæmalausar. Kínverjar hyggjast hins vegar svara heimsókninni með heræfingum umhverfis Taívan, sem stjórnvöld á eyjunni segja brjóta gegn alþjóðalögum. Pelosi sagði sendinefnd sína vilja gera það fullkomlega ljóst að Bandaríkin myndu ekki hverfa frá stuðningi sínum við Taívan og að Bandaríkjamenn væru stoltir af vinskap sínum við Taívani. Kirby ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum í fyrradag að Bandaríkin hefðu alls ekki horfið frá afstöðu sinni varðandi eitt Kína. Pelosi sagði einnig að Kínverjar hefðu staðið í vegi fyrir þátttöku Taívan á ýmsum fundum en þeir myndu ekki geta komið í veg fyrir heimsóknir erlendra embættismanna. Sagði hún stjórnvöld í Kína vera gera úlfalda úr mýflugu, ef til vill vegna stöðu hennar sem forseta fulltrúadeildarinnar. It is my great and humble privilege to accept on behalf of the Congress the Order of Propitious Clouds with Special Grand Cordon: a symbol of America s strong and enduring friendship with Taiwan.Join me & President @iingwen for this special presentation. https://t.co/1etOJHuIT5— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 3, 2022 Bandaríkin Taívan Kína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Stjórnvöld í Kína eru æf vegna heimsóknar Pelosi, sem sagðist á blaðamannafundi í gær furða sig á viðbrögðum Kínverja. Hún sagði mikilvægt að senda skýr skilaboð; stjórnvöld í Bandaríkjunum væru staðföst í því að tryggja öryggi Taívan, þar sem ríkin deildu gildum er vörðuðu lýðræðið og frelsi. Gerði hún því skóna að viðbrögð forseta Kína mætti rekja til pólitískrar stöðu hans heima fyrir. Heimsókn Pelosi hefur bæði verið hampað og gagnrýnd í Bandaríkjunum en John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti á það í fyrradag að heimsóknir bandarískra embættismanna til Taívan væru langt í frá fordæmalausar. Kínverjar hyggjast hins vegar svara heimsókninni með heræfingum umhverfis Taívan, sem stjórnvöld á eyjunni segja brjóta gegn alþjóðalögum. Pelosi sagði sendinefnd sína vilja gera það fullkomlega ljóst að Bandaríkin myndu ekki hverfa frá stuðningi sínum við Taívan og að Bandaríkjamenn væru stoltir af vinskap sínum við Taívani. Kirby ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum í fyrradag að Bandaríkin hefðu alls ekki horfið frá afstöðu sinni varðandi eitt Kína. Pelosi sagði einnig að Kínverjar hefðu staðið í vegi fyrir þátttöku Taívan á ýmsum fundum en þeir myndu ekki geta komið í veg fyrir heimsóknir erlendra embættismanna. Sagði hún stjórnvöld í Kína vera gera úlfalda úr mýflugu, ef til vill vegna stöðu hennar sem forseta fulltrúadeildarinnar. It is my great and humble privilege to accept on behalf of the Congress the Order of Propitious Clouds with Special Grand Cordon: a symbol of America s strong and enduring friendship with Taiwan.Join me & President @iingwen for this special presentation. https://t.co/1etOJHuIT5— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 3, 2022
Bandaríkin Taívan Kína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira